mánudagur, desember 29, 2008

Dagur 300 ár 4 (dagur 1760, færzla nr. 749):

Annáll ársins, fjórði hluti:

Í ár varð smá jarðskjálfti sem nokkuð gaman var hægt að hafa af.Það hrundi smá úr fjöllum að vanda.

Og hvað gerir maður svo þegar maður vill athuga hvort maður fann fyrir suðurlandsskjálftanum eða einhverju öðru og minna?

Maður kveikir á útvarpinu og stillir á Bylgjuna, auðvitað. Eða skoðar hvort eitthvað er um málið á Stöð 2. Jafnvel skjár 1 eða FM 957 eru vænlegri til árangurs en RÚV.

Töff skjálfti. Eru þá 8 ár í þann næsta?

sunnudagur, desember 28, 2008

Dagur 299 ár 4 (dagur 1759, færzla nr. 748):

Annáll ársins, þriðji hluti:

Á árinu komst ég að því að ég hef betra eignasafn en bankarnir.

Þannig er, að síðan þeir voru einkavæddir (seldir til aðila sem voru þóknanlegir Ríkinu þá), þá hafa þeir gert lítið annað en að safna skuldum. Svo kom kreppa, og þeir neyddust til að lifa af milli lána.

Flott múv, það. Og það versnar, því þeir (amk Glitnir) stunduðu það að auka eigin virði með svikum. Það er rétta orðið yfir það. Ekki þekki ég fjármálarétt á landinu, en í öllum löndum er það sem þarna var stundað kol-ólöglegt, og mega menn búast við 15 ára fangelsi fyrir svona lagað.

Hér? Pass.

Það var bara ekkert skrítið þegar Davíð neitaði að lána þeim þegar þeir báðu um það. Sú neitun fer í sögubækurnar sem það eina sem Davíð gerði sem seðlabankastjóri og var ekki mistök.

Þeir hefðu átt að taka fyrirtækið til gjaldþrotaskifta. Að þjóðnýta það voru mistök áratugarins.

Þeir þarna tres locos í Seðlabankanum höfðu fram að hruninu unnið leynt og ljóst að óæskilegum flutningi fjármagns frá útlöndum til Íslands. Það var gert svona:

Vextirnir voru hækkaðir svo mikið að fólk fór að taka lán í útlöndum.

Ef peningar hefðu verið að streyma til landsins á annan hátt, til dæmis með fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum, þá væri þetta ekkert mál, en nei...

Og pakkið sem á að vera að stjórna, mér er ekki ljóst almennilega hvað það var eiginlega að gera. Þeir keppast við að segjast hafa séð þetta allt fyrir. En þeir gerðu ekkert. Hver átti að gera eitthvað? Ég?

Steingrímur J segist hafa séð þetta fyrir. (Hann er að vísu eins og maður sem fer inn á krabbameinsdeild og segir við alla: "þið munið deyja!" Svo deyr einhver. Þá segir hann: "Ég sá þetta fyrir!" Eða svona gaur sem kemur til manns um hásumar og vælir allan tímann: "Veturinn verður harður!!!") Maður er alveg tilbúinn að fyrirgefa honum að hafa ekkert gert, því illu heilli var hann ekkert við völd. Hann hefði sett okkur á hausinn einhvernvegin allt öðruvísi. Allt hitt liðið... Imba Solla til dæmis, segist orðrétt hafa séð þetta allt fyrir. Nú, hún var í stjórn. Og hvaða not voru af henni?

Hey, þetta hefði allt farið á hausinn, en þökk sé þessum Ríkis-spekingum, þá fara allir í landinu meira og minna á hausinn með bönkunum, alveg að óþörfu.

Og svo byrjar þetta lið að berjast við verðbólgu? Hvernig? Jú, með því að auka hana! Hálfvitar. Allt saman. Gera þessir asnar sér ekki grein fyrir því að allar skattahækkanir fara út í verðlag?

Greinilega ekki.

Og það hafa orðið þau langvinnustu mótmæli sem ég veit um. Að vísu eru Hörður torfa leiðinlegur til lengdar, og þessir komma vinir hans gera sér ekkert grein fyrir að mjög stór hluti mótmælenda er ekkert kommúnistar. Lausnin á núverandi vanda er nefnilega ekkert form af sósíalsima. Þver-öfugt, reyndar. Það þarf að vera atvinnu-kvetjandi!

Fólkið vill fá að njóta ávinningsins af eigin vinnu, ekki að einhver latur lúði úti í bæ njóti hans.

Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir af einhverju sem mig grunar að séu lögbrot. Kvíabryggja bíður. Pólitíkusarnir hafa orðið uppvísir af einhverju loafi þegar þeir áttu að vera að vinna. Þá á að reka hið fyrsta, og fá einhverja allt aðra. Til dæmis væri hægt að taka fólk af handahófi úr Kringlunni. Það væri ekkert verra.

Ríkinu er ekki treystandi til að stjórna landinu. Við hverju er að búast af liði sem getur ekki sett lög sem hægt er að fara eftir? Hvað þá veitt einn Ísbjörn lifandi?

Skemmtið ykkur á næsta ári. Flytjið til Egilsstaða, nú, eða Noregs, það ku vera vinsælt núna. Og hér í Eyjum er lítil kreppa. Það er helst að Herjólfur virðist vera að detta í sundur, sem er pirrandi. Það væri atvinnuskapandi að smíða annan hér á landi.

Gerið það. Núna.

laugardagur, desember 27, 2008

Dagur 298 ár 4 (dagur 1758, færzla nr. 747):

Annáll ársins, annar hluti:Á árinu heimsóttu nokkrir ísbirnir landið. Við nánari athugun kom reyndar í ljós að margir þeirra voru kindur, snjósaflar eða fjúkandi bónuspokar - sem eru augljóslega gulir með mynd af bleiku svíni, en fólki fannst samt vissara að tilkynna um þá sem ísbirni, og jafnvel neita að fara út úr húsi fyrr en búið væri að skjóta þá og stoppa upp.

Mér datt í hug að þar væri gott tækifæri til að verða sér úti um svona míní-dýragarð. Það eru ekkert voða mörg dýr á vappi ofansjávar á heimskautinu. Ísbjörn er eitt af tveimur, hitt er hreindýr. Svo eru einhverjir refir og mýs og svoleiðis, en enginn nennir að gera sér far sérstaklega til að skoða svoleiðis.Ég gerði mér í hugarlund að létt verk og löðurmannlegt væri að na einum svona birni lifandi. Til dæmis væri hægt að skjóta pílu með svefnlyfjum í hann. Hægt er að skítmixa svoleiðis á nó tæm. Einnig hefði verið hægt að veiða hann í net.

En nei, það er alþýðu landsins lífsins ómögulegt að gera eitthvað svo einfalt. Þótti þeim skemmtilegra að skjóta dýrin.Ríkið þóttist geta náð einum birninum lifandi, og var fenginn til þess verks útlendur sérfræðingur.

Og hvaðan var sérfræðingurinn fenginn?

Var hringt í Kanadamenn, sem svæfa á hverjum degi 12 ísbirni og flytja með þyrlum þangað sem þeir angra engan?

Nei.

Var rætt við Norðmenn, sem hafa sumir hverjir séð ísbjörn?

Nei.

Það var haft samband við Dana, frá hinni suðrænu hitabeltisparadís Danmörku, þar sem tígrisdýr sveifla sér í pálmatrjánum og villisvín sóla sig í eyðimerkurhitanum.Og Ríkið hélt líka að danir ættu þennan ísbjörn, enda gerði það víst ráð fyrir því að Húnavatnssýslan væri enn lén í Danmörku. Þess vegna stóð til að senda björninn í tívolí með þessum danska manni.

Þessi danski maður hafði aldrei séð ísbjörn, en var nokkuð viss um að slíkt dýr væri ekki ósvipað hinum dönsku kóala-björnum, nema aðeins ljósari.Nú, danski pétur hafði með sér son sinn, og leyfði honum að búa til búr úr legó-kubbum til þess að setja ísbjörninn í þegar búið væri að sprauta ísbjörninn með vægum skammti af aspiríni til þess að róa hann lítillega, og taka hann svo niður úr pálmatrénu.

Svo, þegar á hólminn var komið, og sá danski sá að björninn var eitthvað aðeins stærri en húsköttur, og með tennur lengri en fingur manns, þá fölnaði hann allur, og flúði af hólmi á sundi.

Hann ætti að vera að nálgast Grænhöfðaeyjar núna.

Svo sá ísbjörn var líka skotinn.Ríkinu er ekki treystandi til þess að fanga einn ísbjörn. Því er ekki einu sinni treystandi til þess að ráða mann til þess að fanga ísbjörn. Og af einhverjum undarlegum ástæðum setur Íslenska Ríkið hagsmuni Danmerkur framar Íslands.

ARRGH!

föstudagur, desember 26, 2008

Dagur 297 ár 4 (dagur 1757, færzla nr. 746):

Annáll ársins, fyrsti hluti:Við munum eftir þessum. Og upphaf mótmælanna var svona:Þegar vörubílarnir óku inn á veg gerðist... ekkert. Einhver þurfti að beygja frá. Ég hef lent í verra. Kunningi minn varð fyrir því að keyrt var á hann einu sinni, af manni sem var að fara yfir á rauðu. Og stakk svo af.

Þeir voru að mótmæla því að Ríkið ákvað að setja á þá lög sem þeir gátu ekki farið eftir, og sekta þá svo.

Hugsum okkur eitt augnablik hvernig það hefði verið ef þeir hefðu bara farið eftir lögunum, og ekki sagt neitt:

Vörubílar stopp úti á miðjum þjóðvegum. Hér og þar. Vörubílar teppandi stór svæði á bensínstöðvum, öllum til ama.

Það var nefnilega málið. Ríkið setti bara á þá lög, en gerði ekkert ráð fyrir að farið yrði eftir þeim. Það voru tvær lausnir: Ríkið gæti sleppt því að setja lög sem ekki er unnt að verða við, eða Ríkið getur gert mögulegt að fara að lögum. Í þessu tilfelli gerði Ríkið hvorugt, og því urðu skemmtilegustu mótmæli sem hafa verið stunduð á landinu til þessa.

Ríkinu hefur svosem aldrei verið treystandi til þess að setja lög.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Dagur 294 ár 4 (dagur 1754, færzla nr. 745):

Jólarásin byrjaði nú um daginn, loksins. Því miður spiluðu þeir aðallega jólalög. Jæja...

Þeir virðast heldur ekki kunna almennilega á tækin. Hún var töluvert lægra stillt en allar hinar rásirnar, til dæmis. Svo þegar þeir tala, þá er hljóðmunurinn á milli mælenda þvílíkur að vonlaust er á að hlusta:

"Þetta er Jólarásin!"
"Ég er Siggi og þetta er Toggi."
"Við ætlum að spila tónlist."
"Og gera símaat."
"Símaat!"
"En fyrst tónlist!"

***

Um daginn var svo setið að sumbli. Reyndar ekki það mikið - bjórinn fór samt undra-illa í mig. Carlsberg sko, hugsanlega versti bjór í heimi. Veldur strax klígju.

Ég drakk ekki nóg til að verða þunnir, en varð samt veikur af þessu.

föstudagur, desember 19, 2008

Dagur 290 ár 4 (dagur 1750, færzla nr. 744):Það er ágætt að hafa svona fasta liði til þess að grípa í ef manni dettur ekkert sniðugt í hug.

Annars er fátt eitt á seiði. Allt á kafi í snjó, svona nokkurn vegin. Tölvan að angra mig á 5 mínútna fresti því eitthvert vitlaust forrit vill restarta bara upp á kikkið. Getur þetta drasl ekki bara gripið tækifærið næst þegar það er slökkt á vélinni í stað þess að angra mig yfir mikilvægari hlutum?

Þetta er örugglega vírus. Eða eitthvað frá Microsoft. Ekki að það sé mikill munur.

sunnudagur, desember 14, 2008

Dagur 285 ár 4 (dagur 1745, færzla nr. 743):

Það er við frostmark á efstu hæðinni.

Í gær gat ég horft á sjónvarpið fram á nótt. Sem er ámóta frábært og að sörfa netið fram á nótt eins og áður en ég kom hingað.

Nú þarf ég bara að komast hjá því að setja upp jólaskraut í 10 daga, og allt verður fínt.

miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagur 281 ár 4 (dagur 1741, færzla nr. 742):

Þau skírðu krakkann hans Svenna áðan. Amma mætti í það partý. Hún segir að krakkinn heiti Jón.

Segir Amma.

Það þýðir að hann heitir Einar, eða Loðmundur eða Lech Walesa eða guð veit hvað. Þarf að spurja einhvern annan seinna.

Amma sagði mér um daginn að hún hefði áhyggjur af því að fólk gæti misskilið orðið Evra. Mér var starsýnt á ömmu þá.

"Það er talað um í efra," sagði hún, til útskýringar.

Ég benti ömmu á að fólk færi nú varla að villast á orðunum Evra og Efra, ef ekki fyrir stafsetninguna, þá fyrir samhengið.

Það borgar enginn með Ofar, er það?

Ég benti líka á að Efra er lýsingarorð en Evra nafnorð, sem ætti nú að vera hint, því orðin notast ekkert eins og beygjast ekki á sama hátt.

Amma er samt enn viss um að fjöldi fólks á hverjum degi villist á þessum tveimur orðum.

Amma hefur jafnvel kaldhæðnara viðhorf til fólks en ég. Það líður ekki sá dagur að amma heldur ekki einhverja þrumuræðu um þetta fólk, sem hefur ekki lengur efni á kindalæri (of hefur samkvæmt henni ekki haft síðan 1950), endurnýjar eldhúsinnréttinguna á hverju ári, kaupir sér jeppa með nuddpotti og sumarbústaði með flatskjá á hverjum vegg og ég veit ekki hvað og hvað.

Sem er sú súrrealískasta sýn á heiminn sem ég veit um. Sem er kannski við hæfi, því hún er jú einu sinni harðlínu-kommi sem býr í eigin húsnæði. Er að furða að hlutirnir meiki ekki sens?

sunnudagur, desember 07, 2008

Dagur 278 ár 4 (dagur 1738, færzla nr. 741):

Jæja... ég veit að treilerarnir eiga að vera á undan myndinni, en þetta kemur út í þessari röð í framtíðinni, þar sem póstarnir raðast hver ofan á annan, en ekki undir næsta á undan.

Ef þið skilduð þetta þá eruði sennilega með yfir meðalgreind.

Steel Justice:Audition:Dark Breed:Og þessi treiler er næstum, jafn langur og myndin:Nóg af þessari vitleysu í dag. Kvikmynd kvöldsins er her fyrir neðan.

miðvikudagur, desember 03, 2008

Dagur 274 ár 4 (dagur 1734, færzla nr. 740):

Þá er komið aftur að kvikmynd kvöldsins:Death Rides a Horse, 1967.

Eins og gefur að skilja er kreppubíó allt public domain.

Þetta er spaghettívestri, ekkert verri en aðrir slíkir, kannski aðeins betri en flestir. Þetta er náttúrlega ekki "the good the bad & the ugly," en þetta er samt alveg boðleg ræma, ólíkt Manos hér um daginn. Myndin jallar náttúrlega um það sem spaghettívestrar fjalla allir um: hefnd.

Svo er skotið, setið á hestum, skotið pínulítið meira, ráðist á Mexíkana og svo er klikkt út með nokkrum skotum hingað og þangað.

Fáið ykkur popp og komið ykkur vel fyrir, þið þekkið þetta.