miðvikudagur, desember 03, 2008

Dagur 274 ár 4 (dagur 1734, færzla nr. 740):

Þá er komið aftur að kvikmynd kvöldsins:



Death Rides a Horse, 1967.

Eins og gefur að skilja er kreppubíó allt public domain.

Þetta er spaghettívestri, ekkert verri en aðrir slíkir, kannski aðeins betri en flestir. Þetta er náttúrlega ekki "the good the bad & the ugly," en þetta er samt alveg boðleg ræma, ólíkt Manos hér um daginn. Myndin jallar náttúrlega um það sem spaghettívestrar fjalla allir um: hefnd.

Svo er skotið, setið á hestum, skotið pínulítið meira, ráðist á Mexíkana og svo er klikkt út með nokkrum skotum hingað og þangað.

Fáið ykkur popp og komið ykkur vel fyrir, þið þekkið þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli