laugardagur, nóvember 29, 2008

Dagur 270 ár 4 (dagur 1730, færzla nr. 739):

Hvað er Ný-Frjálshyggja?
Ég heyri marga segja þetta orð, en enginn hefur enn útskýrt hvað það þýðir.
Frjálshyggja, það er auðvelt. Við flettum því bara upp í Wikipediu: Það er anarkisti.
Ný-frjálshyggja, á wikipediu.

Tilvitnun:

"Distancing themselves from the generally anti-war response of the Libertarian Party (LP) and the mainstream libertarian movement, Henke and his fellow self-described neolibertarians set out their reasons for supporting a vigorous war on terror and an effort to secure the freedom of Iraqis."

Munurinn á venjulegri frjálshyggju og nýfrjálshyggju er að nýfjálshyggja er militant og vill breiða úr sér, hvort sem undirokaðar þjóðir kæra sig um það eða ekki.

Ég er ekki viss um að það sé þetta sem þeir eru alltaf að gagnrýna.

"To describe neolibertarians, Dale Franks wrote in 2004:[2]

When given a set of policy choices,"


Förum yfir þetta í rólegheitunum og berum saman við ísland:

"The choice that maximizes personal liberty is the best choice."

það eru allskonar höft og gjöld sem þarf að greiða til þess að gera hitt og þetta, sem hindrar þá sem eru með minna milli handanna í að gera ýmislegt.

Það er hvorki frjálshyggja né nýfrjálshyggja, samkvæmt skilgreiningu.

"The policy choice that offers the least amount of necessary government intervention or regulation is the best choice."

Hafið eftir mér: "Þjóðnýting."

Ó, kannski eitthvað sem kom fyrir fyrr: hvernig voru bankarnir einkavæddir? Því var öllu vel stjórnað svo þeir færu ekki eitthvert óvænt.

Hvorki ris né hrun bankanna var varðað neinni frjálshyggju, hvorki nýrri né gamalli.

"The policy choice that provides rational, market-based incentives is the best choice."

Krónunni var haldið uppi með handafli, erlendum aðilum var og er haldið af markaðnum með vafasömum aðgerðum og ég veit ekki betur en Ríkið eigi fiskinn í sjónum, og leyfi vissum aðilum að veiða hann.

Frjálshyggja? Nei. Nýfrjálshyggja? Nei.

In foreign policy, neolibertartianism would be characterized by,
A policy of diplomacy that promotes consensual government and human rights and opposes dictatorship.


Í réttri röð: Liðið vill kosningar, fær það þær? Nei
Munið þið eftir einhverju í svipðinn sem hefur verið úrskurðað mannréttindabrot á íslandi? Ég man eftir einu.
Davíð Oddsson!

La la la. Hvar er þessi frjálshyggja sem allir eru að kvarta undan? Ég hef ekki séð hana. En þú?

Hættið svo að nota orð sem þið vitið ekki hvað þýða, fíflin ykkar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli