sunnudagur, nóvember 23, 2008

Dagur 264 ár 4 (dagur 1724, færzla nr. 736):

Þá er ég búinn að skoða flesta bjóra landsins.

El Grillo: ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Gullfoss: ekki eitthvað sem ég myndi vilja drekka á hverjum degi. Lýkist svolítið Viking Gull, sem mér finnst ekkert frábær heldur.
Kaldi: Svona þolanlegt. Mig minnir að sá dökki hafi verið aðeins skárri.
Sjálfti: þessi er allt í lagi. Hinir þrír eru of líkir innbyrðis til þess að það skifti máli hvern maður velur, finnst mér, þessi sker sig úr, og er töluvert betri. Svolítil líkur Tyskie, ef eitthvað.

Hvernig væri að hafa smá vídd í þessu?

Berum það saman við útlent öl:

Birra Moretti: gott stöff, mætti taka kippu af því.
Svyturys: jafnvel betri.
Samuel Adams: ekki besti bjór í heimi, en samt merkilegur fyrir þær sakir að hann er A: amerískur og B: drekkandi, og það samtímis.
Tiger: mjög góður sopi.
Cobra: þessi er mjög bragðsterkur.

Og mynd sem kemur málinu ekkert við:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli