laugardagur, júní 28, 2008

Dagur 116 ár 4 (dagur 1576, færzla nr. 695):1166951576 (???)Ísbjörn

miðvikudagur, júní 25, 2008

Dagur 113 ár 4 (dagur 1573, færzla nr. 694):

Nú orðið sér fólk Ísbirni allstaðar. Þetta er eins og á lundapysjutímanum: allt lítur út eins og lundapysja þegar maður er að leita að lundapysju. Það sama á við hér; allir eru að leita að ísbirni, svo allt lítur út eins og ísbjörn: kindur, heyrúllur, hestar... Bubbi Morthens.

Og hvað skal gera við því?

Jú, það skal hringja í Irving Stevens, hinn heimsfræga Ástralska Ísbjarnaveiðara. Hann hefur, eins og allir ekta sérfræðingar í ísbjarnaveiðum, aldrei veitt ísbjörn, né séð einn. Hinsvegar hefur hann veitt fullt af öðrum hlutum sem enda á björn.

Eins og þetta:Irwing Stevens búinn að handsama "Björn" af einhverju tagi.Hér sjáum við eitthvað annað sem endar á -björn í höndunum á einhverjum.

Það er ekki víst að Hr. Stevens hafi nokkurntíma einusinni heyrt orðið "ísbjörn" í heild sinni, heldur einungis "ís" & "björn," og aldrei í sömu setningunni. Svo hann er maðurinn í djobbið. Það er ekki hægt að notast við danska ísbjarnasérfræðinginn núna þegar hann hefur séð ísbjörn, og veit að auki hvað virkar ekki á hann.

***

Merkilegt veður núna. Eins og sólin er búin að skína undanfarinn mánuð, þá verður örugglega haglél á þjóðhátíð. Svo berst á land Ísbjörn.

***

Ég virðist hafa trassað þetta:Og að sjálfsögðu:Ísbjörn!

föstudagur, júní 20, 2008

Dagur 108 ár 4 (dagur 1568, færzla nr. 693):

Mér finnst ennþá merkilegt að þessir aular sem öllu eiga að stjórna skuli ekki einusinni geta svæft einn ísbjörn. Og það svangan ísbjörn.Þeir hefðu geta gefið honum steik með svefnlyfjum í.Þeir hefðu geta skotið hann úr launsátri með pílubyssu.

En hvað var gert? Ég er ekki viss. Mér skilst helst að þessi Dani hafi ætlað sér að laumast aftan að kvikyndinu með vasaklút bleyttan uppúr klóróformi, eins og einhver mannræningi.

Að auki hefði verið hægt að ná dýrinu vakandi: í net, eða í gildru. Það hefði ekki þurft að taka nema svona 3 korter að reisa eitt stykki ofvaxna kattagildru, skella smá ilmandi kjöti þar inn og koma henni fyrir í grennd við dýrið.Maður á þyrlu að veiða sauðnaut í net.

Þetta er ekki flókið.

Svo hefði verið hægt að sleppa báðum þessum dýrum lausum í kringlunni. Það hefði verið endalaust fjör.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Dagur 106 ár 4 (dagur 1566, færzla nr. 692):

Fyrir norðan er nokkuð ljóst að menn þurfa að fara að ganga um vopnaðir. Sem er óttalegt bögg. Almennilegir ísbjarnahólkar eru svo helvíti þungir.

Þá er módel 29 vinur þinn:Nú, eða fyrir aðeins minni pening, Redhawk:***

Af hverju þurfti að flytja inn danskann mann til að klúðra ísbjarnaveiðum, það veit ég ekki. Miklu ódýrara hefði verið að fá íslenskan mann til að klúðra þessu.

fimmtudagur, júní 12, 2008

Dagur 100 ár 4 (dagur 1560, færzla nr. 691):

Það er heitt úti, og allir virðast vera inni. Gæti verið vindurinn.

Í gær var enginn vindur. Þá fór ég með hundinn út, og hundurinn notaði tækifærið og þefaði af fullt af lífrænum úrgangi og baðaði sig í sjónum. Það var fullt af olíu fljótandi á sjónum, en kvikyndinu var sama.

Ég ætla út. Einhverntíma.

laugardagur, júní 07, 2008

Dagur 95 ár 4 (dagur 1555, færzla nr. 690):

Þegar maður er að búa sér til samloku er best að líta ekki af hráefnunum. Ef maður gerir það, þá stelur kötturinn þeim.

Helvítis köttur.

***

Fékk hausverk af því í gær að gera ekkert. Í allan vetur var ég með verk í vinstri hendinni af því að stýra lélegum sendibílum, og í þeirri hægri af því að reyna að skifta um gír í lélegum sendibílum.

Gírkassinn í Ford Transit hlýtur að vera sá versti í heimi.

***

Það voru undarleg aukahljóð í bílnum. Af því að því er virðist vegna þess að skálin utanum bremsurnar að aftan ryðguðu í sundur og molnuðu í slitfletina, og gáfu þannig frá sér hljóð.

Já. Það er áhugavert að eiga gamlan bíl.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Dagur 91 ár 4 (dagur 1551, færzla nr. 689):

Kvikmynd kvöldsins er ágætlega slæm kvimynd síðan 1979 - í lit í þetta skiftið. Hún fjallar um mann sem á borvél.

Hann býr á næstu hæð fyrir neðan einhverja pönkara sem fara í taugarnar á honum.Driller Killer.

Já, þessi ræma er nákvæmlega jafn slæm og nafnið gefur til kynna. Og nokkuð boring á köflum. En hey, þetta er mynd um gæja sem hleypur um drepandi róna með borvél! Ekki versta kvikmynd í heimi, en all slæm samt.

Af einhverjum orsökum var myndin bönnuð Bretlandi - en hvað er svosem ekki bannað þar?Sama mynd, nema í stækkanlegum glugga (full screen)

sunnudagur, júní 01, 2008

Dagur 89 ár 4 (dagur 1549, færzla nr. 688):

Það er nú eins og að bera í bakkafullan lækinn að segja meira frá þessum jarðskjálfta... BBC er með þetta á hreinu.


Ég fann ekki mikið fyrir þessu. Bara smá skjálfti, rétt til að minna á hvar ég er staddur. Svo var annar í nótt, rétt eftir 2. Rétt marktækur.

Annar upp á 6.5 eða svo í Kyrrahafi. Þar gerðist heldur ekkert. Þar áður í Kína. Þar færðust fjöll.Stutt lag í tilefni vikunnar.

Og hér er svo jarðskjálftasimulator.