miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Dagur 357 ár 3 (dagur 1087, færzla nr. 522):

Bíllinn fór að leka vatni í gær eða fyrradag. Ég sá að það var áhveðið vandamál, svo ég hringdi í bifvélavirkja áðan til að athuga hvort hann gæti reddað því bara í dag. Bara þennan venjulega í Hafnarfirði. Svo ég keyrði þangað.

Á leiðinni gegnum Kópavog fann ég mikið högg og brothljóð, og bíllinn kipptist til, og fann ég að það var eitthver andskotinn að stýrinu. Gaman. Nákvæmlega það sem er skemmtilegast að lenda í þegar maður er á 100 á leið gegnum Kópavoginn.

Ekki reyndist þó hjólið hafa dottið undan, svo ég hélt áfram, en vökvastýrið virkaði ekki, sem mér þótti verr. Gott var að ég var hvort eð er á leiðinni til að hitta bifvélavirkjann.

Í Hafnarfirði var farið að rjúka meira en venjulega upp úr húddinu. Það rýkur alltaf úr þessu - þetta er 19 ára gamall bíll, munið? Það er fólk þarna úti að keyra sem er yngra en bíllinn minn.

Hvað um það. Allavega, þegar ég kem til bifvélavirkjans og opna húddið kemst ég að því að vatnsdælukjólið (stykki sem stendur út úr vélinni að framan og er venjulega tengt við viftureimina) er nú í Kópavoginum einhversstaðar. Í framhaldi af því sauð á bílnum og allt vatnið fór til skiftis út í andrúmsloftið eða á gólfið.

Heh.

Ég get fengið 50.000 kall fyrir partana. Eða ég get látið gera við þetta fyrir 30-50K og þá má búast við að pakkningar fari í næsta mánuði. Svo þarf að fara að skifta um vatnskassa. Og dekk. Þau eru 12 ára, minnst. Og ný kosta um 15K stykkið. Það er 60K.

Andsk.

Ég get fengið Daihatsu Sirion fyrir 300.000. '98 módel, ekinn 92K. 250K ef ég skil Jeppann eftir á móti. (Ekki þessi á linknum - eins bíll, en ekki sá.)

Eða Ford Escort á 150, eða Buick Lesabre á 350, eða Lancer á 200; Accord á 150, Mazda 323 á 70, Maxima á 120, Olds á 220, Legacy á 100, eða eitthvað...Eða bara Aston Martin. Aðeins 25 milljónir. Nah. Mér skilst það sé bilerí á þeim.

Þarf að eiga nokkur orð við Reyni...

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Dagur 356 ár 3 (dagur 1086, færzla nr. 521):Það er fullt af fólki þarna úti sem er alveg með svona hugmyndum. Slíkt fólk hræðir mig. Það er trúlega sama fólkið og vill hert viðurlög við öllu. (Merkilegt er, að um daginn heyrði ég sögu nokkurra ræningja, sem fóru um allt land rænandi og ruplandi, þeim var alltaf sleppt út samdægurs, til að vera böstaðir aftur næsta dag. Það ar ekki fyrr en við 100 brot að þeir voru teknir afsíðis og stungið í djeilið. Hvenig hefði verið að geyma þá inni í viku í hvert skifti sem þeir voru böstaðir? Það hefði hægt á crime-spreeinu um 700%, sýnist mér, og það án þess að herða viðurlög við nokkru.) Ég endurtek bara það sem ég sagði um daginn: Það verður alltaf sá hópur fólks sem telur "1984" vera einhverja útópíu sem á að stefna að.

Las í pistli Egils áhugaverðan púnt: afhverju eru ekki leikritið Píkusögur eftir þessa Ensler kellingu bannaðar með miklum hrópum og köllum af femínistum?

Það hefur bæði klám og barnaníð.

Var annars að velta fyrir mér að láta kvikmynda þetta leikrit. Mæta bara með pókerandlit, og segjast vilja gera kvikmynd eftir þessu, en í stað þess að hafa bara einhverjar 2-3 kellingar sitjandi á stól ræðandi málin, þá gera þetta almennilega myndrænt. Sviðsetja sögurnar.

Væri furðulegasta klámmynd í langan tíma. Og sennilega ein sú ógeðslegasta. Það verður sko að hafa allt með. Ég er ekki viss um að þær dömur myndu samt fatta brandarann. Sem er einmitt það sem myndi gera þetta svo fyndið. Þær myndur bara mæta á þetta, í bíó, og fá að horfa á útglennt sköp á stærsta skjá landsins.

Ég veit ekki, en það er eitthvað mjög innilega fyndið við tilhugsunina um bíó fullt af rabid feministum sem hafa borgað sig inn til að horfa upp í kynfæri. Oftast borga þær einhverjum til að horfa upp í eigin kynfæri - þá í leit að einhverju.

Ég mæli með því að einhver geri þetta, þó ekki væri til annars en að sjá hvort þær fatta að verið sé að skopast að þeim.

Er einhver sem tekur þetta lið alvarlega? Sem er ekki á þingi meina ég?

föstudagur, febrúar 23, 2007

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Dagur 349 ár 3 (dagur 1079, færzla nr. 519):Ég er víst hættulegur umhverfi mínu. Borða samt lítillega minna kjöt en áður. Myndi borða meira, en það kemur svo mikið steikingarlykt af því, og ég vil helst ekki að vistarverur mínar lykti eins og hamborgaragrill.

Þegar ég sá þessa fyrirsögn datt mér einmitt í hug að svona ljón væru á röltinu einhversstaðar, og fólk væri að fyllast paranoju vegna þeirra. Meinlaus grey, þessar púmur. Tígrisdýr eiga víst til að narta í einn og einn indverja, en þeir eru nú svo margir að það tekur enginn eftir því þó einn og einn hverfi upp í næsta tré.

Ja, allavega er ég ekkert að fara að draga fólk niður í kjallara til mín í mat. Eða þannig. Ekki á meðan ég hef enn efni á súpu.

***

Svo er þetta klám-lið. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessir femínistar væru að selja eitthvað. Eða er það málið? Kannski eru þetta þessar legendary íslensku hórur, sem eru svona hræddar við samkeppnina að þær reyna að fæla klámmyndaframleiðendur í burtu. Klámmyndaframleiðendur. Það hlýtur að vera meiri ógn þarna úti en klámmyndaleikarar. Til dæmis ein af þessum nýmóðins herskipaáhöfnum sem ég heyri stundum af. Eingöngu mannað kvenfólki. Kom ekki eitt svoleiðis um árið? Varð lítið var við það. Femínistarnir hafa örugglega barið þær allar með heygöfflum og kyndlum, og elt þær upp í myllu. Og kveikt svo í myllunni. Þess vegna er engin mylla lengur. Svo hafa þær sökkt skipinu.

Það er einmitt þess vegna sem kaninn vill ekki vera með beis hérna lengur. Það stóð til að spara með því að vera eingöngu með kvenfólk á vellinum, en ef það er allt elt uppi og lamið í buff og haft í matinn fyrir lausaleiksgrísi í hellum íslenskra femínista, þá er ekki vogandi að gera slíkt.

Já...

laugardagur, febrúar 17, 2007

Dagur 346 ár 3 (dagur 1076, færzla nr. 518):

Þá er kofinn hennar ömmu brunninn til grunna. Samkvæmt fréttum var þetta afar gamall bústaður - það voru fréttir fyrir mér. Ég nefnilega man þegar hann var smíðaður, og ekkert hús sem ég man eftir að hafa verið smíðað getur verið mjög gamalt. Ég er einfaldlega ekki nógu gamall til þess.

Ég vissi heldur ekki að hann stæði á Hafravatnsheiði. Er að komast að því fyrst núna. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Hvað þarf bústaður eiginlega að vera nýr, ef bústaður sem er ekki nema 15-16 ára er "nokkuð gamall"?

Jæja...

***

Síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í London. Hmm... hvað er rangt við þá setningu? Teljum það saman:

Í Englandi öllu er engin byssumenning - það hefur verið róið að því öllum árum síðan eftir seinna stríð að losna við allt slíkt, og er það svo slæmt nú að ólympíuliðið í skotfimi verður að æfa sig utan lands. Sem á eftir að verða vandamál þegar þeir halda ólympíuleikana 2017.

Það sem er í gangi er að glæpamenn eru sumir með byssur, og þeir eiga það víst til að plaffa á fólk svona að gamni.

Í Englandi er enn til slatti af vopnum frá IRA, sem menn geta fengið ef þeir leggja sig eftir því, og einnig býst ég við að hægt sé að koma höndum yfir vopn frá lögreglunni ef viljinn er fyrir hendi. - FBI týnir á hverju ári um og yfir 100 byssum af öllum gerðum. Ég er ekkert að ímynda mér að Bretinn sé öðruvísi.

Þar sem er "byssumenning", eins of er í Sviss, Ísrael eða USA, þar eru glæpamenn í því að plaffa á hvern annan. - nema í Swiss, þar skjóta þeir engan. Allt er með frekar kyrrum kjörum þar af einhverjum sökum. Allt vaðandi í vopnum af öllum stærðum og gerðum. Kannski eru Svisslendingar bara betra fólk en Bretar. Mig grunar það. reyndar held ég að allt England sé stórt Harlem sem best er að vera ekkert að púkka uppá.

Og enn í sama máli: þeir eru að skoða að þyngja refsingar vegna sambærilegra glæpamála. Ó, það gefst svo vel! Eða hitt þó heldur. Allt þetta eftirlit... í engu öðru landi í heiminum er jafn mikið af myndavélum, og í engu öðru evrópulandi vaða glæpamenn jafn mikið uppi.

Hvernig væri að koma á smá svona "byssumenningu"? Það gæti ekki sakað.

Ég rak svo augunm í þetta: Árið 2005 voru líkamsárásir, sem ekki voru af gáleysi né leiddu til manndráps, alls 1.259. Hvað er líkamsárás af gáleysi? ???

"Æ, sorrý maður! Ég ætlaði ekki að lemja þig í hausinn með bjórflösku, sparka svo ítrekað í magann á þér og míga á þig... ég bara sá þig ekki og svo rann ég á bananahýði og mig svimaði svolítið því ég var með hausverk. Bara tók ekkert eftir þessu fyrr en ég sá blóðklessurnar á kylfunni minni sem ég hljóp óvart heim og sótti til að berja óvart á þér. Því það var svo mikil hálka á heiðinni sko..."

Jæja.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Dagur 344 ár 3 (dagur 1074, færzla nr. 517):Man einhver eftir þessum kvikyndum? Mig rámar eitthvað óljóst í þetta. Hvít, uppstoppuð dýr, svolítið flöt. Mjög algengt á lyklakippum ef ég man rétt - pennaveskjum og slíku. Svo voru einhverjar teiknimyndir í sjónvarpinu - sem ég horfði ekki á. Ég horfði ekki á neitt sem gerðist fyrir hádegi.Hættuleg þessi kvikyndi.

***

Fréttir herma að Kleópatra hafi haft oddhvassa höku. Og oddhvasst nef. En sniðugt. Þetta þurftum við öll að vita.Geimskip 2.

Jup. Langar einhvern út í geim? Næst verður það tunglið. Flott. Jeppasafarí á tunglinu maður! Hvenær tekur arctic trucks það að sér? Hi-Lux með dekk úr járnneti! "38 dekk úr járnneti sko. Svo þarf bíllinn að vera með rafmótor, því bensín og dísel eiga það til að hverfa í hitanum og lofttæminu sem viðgengst víst á tunglinu.Já. Það væri sko aldeilis hægt að jeppast á tunglinu. Bara um að gera að keyra ekki oní gýg. Það eru víst þónokkrir svoleiðis á yunglinu, nokkurra tuga metra djúpir. Það væri nokkuð sárt að detta oní einn slíkan á tungl-bílnum sínum. Ég býst við það sé bara spurning um tíma þar til einhver blindfullur hálfviti gerir einmitt það. Og brýtur gat á hjálminn og deyr. Svakalegt slys það. Býst nú ekki við að tuglbíllinn springi í loft upp on impact, en það gæti gerst í Star-wars.

Ég man ekki eftir neinum bílum í starwars...

mánudagur, febrúar 12, 2007

Dagur 341 ár 3 (dagur 1071, færzla nr. 516):

Í ágúst bar svo við að ómögulegt var að fá inni á stúdentagörðunum. Þá þurfti ég íbúð. Núna, þegar ég er með herbergi a.m.k út árið, og búinn að vera í skólanum eitt haust án stúdentabúðar, og það er farið að vora, þá allt í einu keppist stúndentabatteríið við að tilkynna mér að ég geti fengið íbúð. Ein í viku. Hvað á þetta að þýða? Ég var á biðlista þarna í heilt sumar! Argh!

Ef ég hefði beðið eftir að kerfið gengi sinn gang í stað þess að hirða þessa kompu sem mér bauðst þá væri ég í eyjum að gera Guð veit hvað en ekki í skóla.

Ríkisstofnanir... urg.

Ef mann vantar hjálp er hana ekki að fá hjá því opinbera. Þaðan fá bara glæpamenn pening.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Dagur 338 ár 3 (dagur 1068, færzla nr. 515):

Þannig var það. Búinn að kjósa, en þið? Vonandi fer þá pakkið að hætta að hringja í mig. Amma sagði við mig í gær að Illugi hefði verið að reyna að ná tali af mér. Sem varð til þess að ég tékkaði á missed calls listanum, og sá þar að ég hef misst af 2 símtölum frá mömmu í desember.

Annað hvort er amma að rugla eitthvað, eða Illugi er að hringja í skakkt númer. Eða Illugi er að rugla í ömmu. Sem er of auðvelt. Stundum tekur amma upplýsingar, misheyrir það sem sagt er, rangtúlkar svo það sem henni þó misheyrðist og segir svo það. Ekki vænlegt til aukins skilnings. Mér hefur ekki reynst vel að reiða mig á það em amma hefur sagt mér.

Eða þessa grunsamlegu vinkonu ömmu, sem gat þulið upp örlög allra molbúa, öryrkja og atvinnuglæpamanna sem bjuggu í hverfinu hennar ömmu í denn - mér reiknast til að þeir hafi verið 4, en eins og sagan var þulin upp - með ítrekuðum endurteknungum með nægu svigrúmi til rangtúlkana og misskilnings - þá virkaði það eins og allt hverfið hefði verið umsetið tómum hálf-vangefnum illvirkjum.

Ekki margt um þetta lið að segja, en kellingartuðran talaði ekki um annað í yfir klukkutíma. Hljómaði eins og eitthvert Varis Dírí viðtal - fullt af orðum en engar nýjar upplýsingar. Klám, segi ég.

Mér verður hugsað til almennings. Amma er þverskurður af samfélagunu: læst, ekkert eða lítið menntað fólk, sem þú heldur uppi samræðum við en fattar svo að skilur ekki orð af því sem þú segir. Ég meina, hún var heillengi að rabba við ömmu Jennifer, og hvorug skildi hvað hin sagði. Samt töluðust þær lengi við.

Samfélagið er 90 ára gömul kelling sem er fædd á miðöldum og man ekkert annað. Dásamlegt alveg, en útskýrir ýmislegt.

***

Ómar Ragnars vill að ríkið skattleggi alla extra sem eiga bíla lengri en 2.5 metrar. En dásamlega fasísk hugmynd. Það mun kosta extra alla sem hafa ekki efni á að fjárfesta í eldri bíl - allir bílar á íslandi eru yfir 2.5 metrum að lengt.

Smart bíllinn er 90% of dýr. Ég meina, þetta eru bölvaðar druslur sem bila alla daga sem enda á "gur", eru unsafe á öllum hraða yfir hægum ganghraða manns og eyða nákvæmlega jafn miklu eldsneyti og Kia Picanto - sem er 3.x metrar. Eða Fiat Panda.

Það er hægt að liðka fyrir umferð með því að fjarlægja um það bil 6 ljósastaura sem ég get persónulega bent á núna á eftir, og leyfa hægri beygjur á rauðu. Það er gert í USA með mjög óslæmum árangri. Og ef færri þurfa að stoppa alveg eyðist minna bensín, sem er minni viðskiftahalli.

Það liðkast ekkert um umferð með því að auka gjaldtöku á "of stóra bíla". Það kemur bara niður á fólki - sem kemur ekkert til með að breyta hegðun sinni. Lífverur gera ekkert slíkt.

Með því að lækka gjöld á alla bíla undir 10 ára aldri væri hægt að hægja á endurnýjun, og minnka vöruskiftahallann aðeins meira. Svo væri flott að SVR skifti yfir í vetnisvagna við næstu endurnýjun flotans, og farið væri frítt - til að spara bensín.

Hugsa aðeins.

Þetta er ekki spurning um mengun, heldur flæði fjármagns úr landi. Ef vetnisframleiðzla fer í gang, þá get ég ekki mælt með mikilli skattlagningu á það, því það er ofsalega dýrt í framleiðzlu.

Væri fólk svo til í að hætta að heimta meira eftirlit! Það er orðið svoleiðis núna, að ef maður sér lögguna með ljósin blikkandi, þá er það ekki árekstur eins og í denn, heldur einhver sem hefur mælst á 91 km/h en ekki 90. Við fólk sem vill meira eftirlit segi ég: Fokk jú! Afhverju tilkynniði ekki í blöðin hve þungar hægðir ykkar eru? Helvítis fífl.

***

Saga vikunnar: Who goes there? eftir John W. Campell. Það er búið að kvikmynda þessa tvisvar - sú seinni fylgdi sögunni nokkuð nákvæmlega.

Mynd vikunnar:

mánudagur, febrúar 05, 2007

Dagur 332 ár 3 (dagur 1062, færzla nr. 514):

27 ára núna. Ef ég væri rokkari mætti ég byrja að hafa áhyggjur. En ég er ekki rokkari. Ég er ekki á neinum lyfjum. Hef aldrei farið á Woodstock. Það eru engar grúppíur að væflast í kringum mig.

Og 3 ár bloggsins er búið.

Ég fór og skoðaði keppni véla og tækjadeildarinnar um daginn. Sá þar vélar og tæki og græjur og annað slíkt dót aka um og sækja bolta. Það var boðið upp á veitingar þar. Var að klára appelsínið sem ég fékk þar núna áðan. Með morgunmatnum.

Það var líka kaka, en ég var ekkert að laumast í burt með köku, hún hefði bara harðnað hjá mér. Er ekki viss um að það hefði verið mjög sniðugt. En þá hefði ég náttúrlega geta hent henni innum gluggann hjá nágrönnunum.

Var boðið í eittvað skrall á föstudaginn. Fann ekki búlluna sem það var haldið í svo ég sleppti því. Stjörnurnar voru ekki réttar eða eitthvað.

Foreldrar mínir eru enn harðákveðnir í að gefa mér of þröngar buxur held ég. Þarf að skoða það mál nánar. Mig skortir samt ekki buxur, vandinn er hvað ég á að gera við þessar auka...

***

Þetta er ekki undarlegt. Afhverju er þetta í blöðunum þá? Eru þessir hálfvitar virkilega hissa á að menn skuli aka hratt á breiðustu hraðbraut landsins? Hvað er að? Sáu menn þetta ekki fyrir?

Fífl.

Hvenær mun heimurinn fatta að fólk er ekki vélmenni sem hægt er að bara prógrammera til að hegða sér á hvern þann hátt sem talinn er góður af þeim litla hóp sem vill ráða því hvað telst gott og hvað ekki?

Svo ég svari þeirri spurningu: aldrei. Það verður alltaf sá hópur fólks sem telur "1984" vera einhverja útópíu sem á að stefna að.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Dagur 330 ár 3 (dagur 1060, færzla nr. 513):Þetta er 1962 módel Lincoln Continental. Þeir voru framleiddir svona milli 1961-1964. Árið '65 var grillinu aðeins breytt. Sem er gott, því 1961-1964 týpurnar lýktus rafmagnsrakvél alveg skuggalega mikið. Boddíinu var ekki breytt fyrr en 1970. annars voru þessi farartæki öll eins.

Þeir hjá verksmiðjunni hefðu alveg verið til í að halda áfram að framleiða þessa bíla með sama grillinu, ef ekki hefði verið fyrir smá vandamál: fólk sá enga ástæðu til að endurnýja þessa bíla. Það bara keypti þá og ók um á þeim. Árum saman. Sumir eru enn á þessu. Þetta gengur í erfðir. Af hverju? Jú, fyrsti bíllinn til að vera með 2 ára eða 25.000 mílna ábyrgð. Hljómar ekki mikið, en varð til þess að minnka viðhaldskostnað verulega. Það, og bílarnir biluðu ekkert.

Það var til blæju-útgáfa af þessu. Það er bíllinn sem Kennedí var í þegar hann var skotinn. Sú týpa var um það bil 4 tonn að þyngd. Með almennilegu þaki var bíllinn svona ámóta þungur og Landcrúser 100, eða 2.5 tonn.

Þetta voru fyrstu bílarnir með sveigðum hliðarrúðum. Fyrir 1961 voru allir bílar með flötu gleri í hliðunum. Oft bara venjulegt rúðugler.

Herlegheitin voru svo knúin áfram af 460 rúmtommu V-8. Að vísu ekki nema 350 hestöfl, en það er lítið mál að tjúna það uppí 460 hestöfl án þess að reyna á mótorinn, eða ef maður vill fara alla leið: 800 hestöfl. Að vísu erum við þá að tala um bíl sem færi úr kyrrstöðu í 100 á svona 5 sekúndum og eyddi svona 80 á hundraðið... en hey - ef peningarnir eru fyrir hendi...

Normal bíllinn eyddi ekki nema um 25-30. Blæjubíllinn notaðu um 40 lítra og uppúr til að komast leiðar sinnar. Þessi extra 2 tonn sögðu til sín. Eina leiðin til að fá þetta ökutæki til að eyða undir 20 væri að láta einn svona draga 2 aðra á eftir sér, og deila eyðzlunni á heildarfjölda ökutækja í rununni.

Samt, 6 metra langur bíll með pláss fyrir 6 fullorðna í sæti? Landcruiser getur ekki tekið nema 4 fullorðna, krakka og 2 hunda. Og kannski hest í kerru. Ef maður vill flytja 4 fullorðna, krakka, 2 hunda og hest á Continental, þá er það gert svona: 4 menn, krakki og 2 hundar taka sig til og borða hestinn. Svo setja þeir krakkann í skottið með hundunum áður en þeir setjast sjálfir upp í bílinn og aka af stað. Allt það, og eyðir ekkert meira.Þetta er 1970 módel Lincoln Continental MK III. Þessi bíll var líka með 460 V-8, eyddi líka 25-30, og var eitthvað um 400 hestöfl. Afhverju þeir létu vélina ekki vera 460 hestöfl skil ég ekki. Það hefði ekkert verið erfitt.

Þetta er líka fyrsti bíll til að vera með ABS bremsur. Að vísu ekki á öllum hjólum, en hey, ABS! Að aftan. Veit ekki til hvers. Á sama tíma var Cadillac Eldorado með drifi að framan, sem olli því að það var hægt að fara í torfærur á þeim. Ég sé ekki fyrir mér einhvernvegin af hverju menn vildu æða í einhverjar torfærur á þessum bílum, en ... þetta eru kanar. Þeir framleiða jeppa með engum millikassa. Fattiði? Ekki ég.Þetta er svo 1976 módel Continental. Sem er 4 dyra bíll með 2 dyrum. Án þess að stytta boddíið. Flott, ó já. Gjörsamlega vonlaust að finna stæði fyrir þetta í Borg Óttans.

Það var ekkert nýtt í þessum bílum. Þeir voru bara stórir. Og 460 vélin hafði verið tjúnuð NIÐUR í 220 hestöfl til að spara bensín, sem virðist hafa valdið því að bíllinn eyddi ekki nema 25-30 á hundraðið. Sem er svolítið kunnugleg tala... hmm...

Hvað er meiningin með þessu hjá mér? Jú. Næst þegar þú sérð einhvern hossast um á lúxusjeppa, mundu þá, að ef það er ekki Range Rover, þá er það traktor, og alveg ósambærilegur við 1970 módel Lincoln að öllu leyti nema bensíneyðslu. Stendur seventís bílnum sem sagt að öllu leyti aftar. (Samt er eitt - 460 big block er í hálftíma að hitna, nútíma vélar eru með sjálfvirku innsogi og geta feikað hita. Sumir skilja hvað ég meina, aðrir hafa alrei ekið gömlum bíl.)

Amen.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Dagur 328 ár 3 (dagur 1058, færzla nr. 512):

Ísland er eina landið þar sem maður þarf ekki að vera hommi til að hafa lúmskt gaman af Júróvisjon. Að sjá allt þetta fólk gera sig að fíflum fyrir framan alþjóð með glötuðustu lög sem samin verða á árinu.

Það mættu seinast til leiks einhverjir rokkarar, með það alversta rokklag sem ég hef heyrt síðan ... í morgun reyndar. 97.7 spilar ekki beint "best of" alltaf. Þau verstu voru samt sigtuð úr. Roland Hartwell er ferlegur. Ég hefði samt sent þetta ömurlega lag hans úr fyrri hlutanum í keppnina, bara til að vera þekktur sem mesti þrjótur íslanssögunnar. Lagið - spileríið var ekkert svo hræðilegt. Söngurinn hins vegar var greinilega við eitthvað annað og verra lag - atónalskt ljóð eða eitthvað, og textinn var óeftirmynnilegur, en það er samt eins og mig mynni að hann gæti hafa valdið grænum bólum. Allir textarnir eru reyndar þess eðlis.

það er eins og menn setji sig í einhverjar sér stellingar þegar þeir ákveða að senda lag í Júróvisjon. Þeir setjast niður og hugsa: hvernig get ég samið lag sem er bara ekki mjög gott?

Og hvað er mjög gott lag? Lag sem maður vill bara að endi. Lag sem er þess eðlis að sama í hvaða útsetningu það er, þá vilja 90% jarðarbúa aldrei heyra það aftur. Sem betur fer eru flest slæm lög óeftirmynnileg. Það væri slæmt ef þetta ómaði lengi í höfðinu a eftir.

Og hvað kosta svo herlegheitin? Eftir 2009: 14.000 kall á mann á ári óháð efnahag. Jup. Flöt skattlagning á alla. Ekki flöt prósenta, nei, það væri allt af því sanngjarnt - ef við gleymum því að RÚV er eiginlega fyrir einkaaðilum á markaðnum og því inherently ósanngjarnt fyrirbæri - við erum að tala um flata krónutölu á alla yfir 18 ára.

Og samt verður RÚV rekið með tapi. Því þetta er ríkisfyrirtæki sem stenst ekki einusinni Skjá einum snúning við gerð innlends efnis. Eini tilgangurinn með þessu batteríi er að halda uppi verðinu á erlendu efni í óljósum tilgangi. Hugmyndir?

Af hverju í dauðanum má ekki selja þessa stofnun? Það mundi spara jafn mikið og kostar að reka Symfóníuna, aðra stofnun sem ég botna ekkert í. Afhverju geta symfóníuunnendur ekki haldið henni uppi? Þegar út í það er farið - afhverju getur ríkið ekki sponsorað eitthvert af þeim áhugamálum sem mér dettur í hug?

Ég fer ekki fram á mikið, bara hið ómögulega: rökstuðning.

***

Kominn tími til að hlæja að bandaríkjamönnum. *andvarp* Hvað er að hjá fólki? Má ekki setja upp nokkur blikkandi ljós án þess að 200 löggur mæti á staðinn? Ég vona að þeir fari ekki að apa þetta eftir hér. Þeir væru vísir til þess. Bandaríkjamenn eru hinir nýju Svíar sjáið til. Munið þegar allt var apað eftir Svíum? Það var áður en "baráttan gegn hryðjuverkum" varð vinsæl.

Já, í denn var eitthvað varið í Kanann.Ég man þegar þetta fyrirbæri var kallað Chevy Suburban,Og þetta var Cadillac.

Að vísu getum við ennþá fengið vítamínbætt morgunkorn frá kananum. Kaninn hefur nefnilega vit á að setja þó vítamín í það stöff, svo almenningur fái ekki hörgulsjúkdóma í offitunni. Í Evrópu er litið svo á að best sé að pöpullinn eigi bara ekkert að fá ráðlagðan dagskammt af einhverjum vítamínum. Vítamín? Hvað er það?

Það má vera C-vítamín í amerískum bjór. Því er ekki bætt við í framleiðzlu, það bara er til staðar. Það er í korninu. Í evrópu má ekki vera C-vítamín í bjór, enda hverjum manni ljóst að neyzla C-vítamíns getur valdið hræðilegum sjúkdómum eins og til dæmis reglulegum andardrætti, ónógri slímmyndun sem lýsir sér í skorti á taumum niður úr nefi, óhóflegri styrkingu ofnæmiskerfisins sem lýsir sér í almennum heilsubresti eins og kveftregðu og vanflensu, og jafnvel betri líðan að lokinni drykkju, sem gæti ýtt undir meiri drykkju. Það sér hver maður.

Urgh.

Í einu horninu eru sauðir sem vilja ekki að við fáum næringarefni, og hinumegin eru sauðir sem segja að við eigum að óttast hryðjuverkamenn. Reyndar tíðkast líka í Evrópu að segja okkur að óttast hryðjuverkamenn. Helv...

Clowns to the left of me jokers to the right...