laugardagur, febrúar 17, 2007

Dagur 346 ár 3 (dagur 1076, færzla nr. 518):

Þá er kofinn hennar ömmu brunninn til grunna. Samkvæmt fréttum var þetta afar gamall bústaður - það voru fréttir fyrir mér. Ég nefnilega man þegar hann var smíðaður, og ekkert hús sem ég man eftir að hafa verið smíðað getur verið mjög gamalt. Ég er einfaldlega ekki nógu gamall til þess.

Ég vissi heldur ekki að hann stæði á Hafravatnsheiði. Er að komast að því fyrst núna. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Hvað þarf bústaður eiginlega að vera nýr, ef bústaður sem er ekki nema 15-16 ára er "nokkuð gamall"?

Jæja...

***

Síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í London. Hmm... hvað er rangt við þá setningu? Teljum það saman:

Í Englandi öllu er engin byssumenning - það hefur verið róið að því öllum árum síðan eftir seinna stríð að losna við allt slíkt, og er það svo slæmt nú að ólympíuliðið í skotfimi verður að æfa sig utan lands. Sem á eftir að verða vandamál þegar þeir halda ólympíuleikana 2017.

Það sem er í gangi er að glæpamenn eru sumir með byssur, og þeir eiga það víst til að plaffa á fólk svona að gamni.

Í Englandi er enn til slatti af vopnum frá IRA, sem menn geta fengið ef þeir leggja sig eftir því, og einnig býst ég við að hægt sé að koma höndum yfir vopn frá lögreglunni ef viljinn er fyrir hendi. - FBI týnir á hverju ári um og yfir 100 byssum af öllum gerðum. Ég er ekkert að ímynda mér að Bretinn sé öðruvísi.

Þar sem er "byssumenning", eins of er í Sviss, Ísrael eða USA, þar eru glæpamenn í því að plaffa á hvern annan. - nema í Swiss, þar skjóta þeir engan. Allt er með frekar kyrrum kjörum þar af einhverjum sökum. Allt vaðandi í vopnum af öllum stærðum og gerðum. Kannski eru Svisslendingar bara betra fólk en Bretar. Mig grunar það. reyndar held ég að allt England sé stórt Harlem sem best er að vera ekkert að púkka uppá.

Og enn í sama máli: þeir eru að skoða að þyngja refsingar vegna sambærilegra glæpamála. Ó, það gefst svo vel! Eða hitt þó heldur. Allt þetta eftirlit... í engu öðru landi í heiminum er jafn mikið af myndavélum, og í engu öðru evrópulandi vaða glæpamenn jafn mikið uppi.

Hvernig væri að koma á smá svona "byssumenningu"? Það gæti ekki sakað.

Ég rak svo augunm í þetta: Árið 2005 voru líkamsárásir, sem ekki voru af gáleysi né leiddu til manndráps, alls 1.259. Hvað er líkamsárás af gáleysi? ???

"Æ, sorrý maður! Ég ætlaði ekki að lemja þig í hausinn með bjórflösku, sparka svo ítrekað í magann á þér og míga á þig... ég bara sá þig ekki og svo rann ég á bananahýði og mig svimaði svolítið því ég var með hausverk. Bara tók ekkert eftir þessu fyrr en ég sá blóðklessurnar á kylfunni minni sem ég hljóp óvart heim og sótti til að berja óvart á þér. Því það var svo mikil hálka á heiðinni sko..."

Jæja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli