föstudagur, janúar 29, 2010

Dagur 333 ár 5 (dagur 2155, færzla nr. 867):

Ég var að velta fyrir mér hreindýraveiðum. Auðvelt sport, það, skilst mér. Maður kemst alveg innan 50 metra færis frá hreindýri ef maður vandar sig. Ef maður nennir því ekki, þá er lítið mál að skjóta eitt með riffli af 150-200 metra færi. Það er svo stutt að jafnvel AK-47 væri nýtilegt vopn í það.

En gefum okkur nú að maður ætlaði að gera þetta löglega, þá er það 100.000 kall, lágmark. Og fer hækkandi. Og ef maður gerir þetta ólöglega, þá er vesen. Og það er nokkuð augljóst hvað hefur átt sér stað ef maður kemur að manni með riffil standandi yfir dauðu hreindýri.

Svo ég er með hugmynd:

Maður safnar saman nokkrum vinum og kunningjum, helst svona 10 manns, ekki færri en 3. Svo kynnir maður sér landslagið þarna á austurlandi, með sérstakri áherzlu á djúp gil og kletta.

Svo finnur maður hjörð af hreindýrum. Þá þarf hópurinn að dreifa úr sér. Hvernig það er gert fer eftir staðsetningu hjarðarinnar og landslagi. Næsta skref, þegar allir eru búnir að koma sér fyrir, er að fæla dýrin. Nú kemst maður að því hvort allir eru rétt staðsettir, því þeir eiga að fæla dýrin frá sér og elta þau, þangað til þau æða öll fyrir næsta bjarg.

Þegar kvikyndin eru dottin fyrir björg er lítið mál fyrir hópinn að skera þau í handhægar einingar og flytja þau á brott.

Ef einhver kemur að þessu, þá getur hann ekki sannað að neitt glæpsamlegt hafi átt sér stað, enda engin skotgöt á dýrunum, og engin sár önnur en þau sem eðlilega hlytust af svona falli.

Hvalir æða upp á land í stórum þvögum, af hverju ættu ekki hreindýr að hlaupa fram af klettum? Ég held reyndar að það gæti verið auðveldara að fæla heila hjörð fyrir björg en bara eitt stakt dýr. Fólk er heimskt í stórum hópum, það sama ætti að gilda um dýr.

Þetta held ég að gæti verið málið. Ekkert óþarfa veiðileyfi, enginn kostaður við neitt sérstaklega, annað en svarta ruslapoka undir kjötið.

Nú er bara að fara að stúdera landslag austurlands.

mánudagur, janúar 25, 2010

Dagur 329 ár 5 (dagur 2151, færzla nr. 866):

Jæja, þá eru það treilerar. Þið vitið hvað það þýðir.



Lone wolf & cub.



Lone wolf MacQuade.



Thunder.

Og nú kvikmynd kvöldsins:



Return of the Street fighter. (1974)

Í þessari mynd, sem er framhald "the street fighter," ein af 3 framhaldsmyndum, allar frá sama árinu (Þessi ræma hefur verið fljót að hala upp í kostnað. Þeir hafa ekkert betra við tímann að gera en að búa til framhaldið, býst ég við.), berst götubardagamaðurinn við Jesú.

Það er eitthvað meira plott, en það meikar lítinn sens og er bara eitthvað til þess að hengja á röð af slagsmálasenum. Engan röntgenmyndir í þetta sinn, samt. Mig fannst það vanta.

Fyrsta myndin er betri en þessi. Ég ætla ekki að tjá mig mikið um hver er fyndnari, en þessi á marga góða spretti. Það er til dæmis erfitt að glotta ekki þegar maður sér að aðal-kvenpersónan er Lína langsokkur.

Þið hafið verið vöruð við - ekki drekka of mikið yfir þessu, eða setjið amik á pásu á meðan. Það getur marg borgað sig, til að skemma ekki lyklaborðið.

föstudagur, janúar 22, 2010

Dagur 326 ár 5 (dagur 2148, færzla nr. 865):

Tölfræði er boring, svo:



Stríð! Þetta eru Íranir að plaffa á Írakst olíuskip í persaflóastríðinu 1980-1989.



Íranir að plaffa á T-72.



Kóreustríðið.



WW2



WW2 í lit.



Angóla.



Eþíópíumenn að sprengja Erítreumenn (1998-2000). Flott stríð þar, sem enginn tók eftir.

þriðjudagur, janúar 19, 2010

Dagur 323 ár 5 (dagur 2145, færzla nr. 864):



323



Rakst á þessa furðulegu en merkilegu könnun um daginn.

Eitthver japönsk stefnumótaþjónusta (fyrir japanska nörda) spurðist fyrir um hvað væri uppáhalds sjónvarpsþátturinn þeirra. Niðurstaðan er á þessaum lista þarna fyrir ofan. Þar er bara eitt læsilegt orð, svo hér er listinn:

Konur:
1. Gundam (all series)
2. K-ON!
3. Code Geass
4. Macross Frontier
5. Shin Seiki Evangelion / Toradora! (tie)
6. Suzumiya Haruhi no Yuutsu
7. Lucky Star
8. CLANNAD
9. Tengen Toppa Gurren Lagann
10. Minami-ke

Karlar:
1. K-ON!
2. Suzumiya Haruhi no Yuutsu
3. Lucky Star
4. Gundam (all series)
5. Saki
6. Shin Seiki Evangelion
7. Mahou Shoujo Lyrical nanoha
8. Hetalia
9. CLANNAD
10. Toradora!

Ég setti inn link á þetta, svo þið getið horft á þessa þætti ef stemming er fyrir slíku.

Þetta eru teiknimyndir. Restin af japönsku sjónvarpsefni getur verið mjög súrt.

Hvað um það, það sem vakti athygli er að 4 af 10 uppáhalds sjónvarpsþáttum kvenna fjalla um risastór vélmenni. Sem er kannski skiljanlegt, því þessir risa-vélmennaþættir eiga frekar mikið sameiginlegt með Dallas - þetta eru sápuóperur. Með vélmennum. Vélmennaþættirnir hafa líka lang besta sándtrackið. Stór hluti af tónlistinni í Evangelion er eftir Bach.

Uppáhalds þættir karla fjalla um stelpur. Japanir... ætli þetta yrði eins hérna? Þetta er svona eins og að gera könnun á sjónvarpsáhorfi á Íslandi og komast að því að uppáhaldsþáttur kvenna væri 24 og karla væri Friends.

Ég hef séð megnið af þessu. Lucky Star er í stórum dráttum Seinfeld, nema með fullt af littlum, pöddueygðum stelpum, Suzumiya Haruhi fjallar um geðveika stelpu sem fattar ekki að hún er almáttug, og CLANNAD er sápuópera með engum vélmennum. Hér er styttri útgáfan.

Í stórum dráttum: You dig giant robots, I dig giant robots, we dig giant robots, chicks dig giant robots.

Nice.

laugardagur, janúar 16, 2010

Dagur 320 ár 5 (dagur 2142, færzla nr. 863):



(Það er stjarna við kannabis vegna þess að það hefur enginn dáið úr of stórum skammti af því svo vitað sé. Neytendurnir verða bara að á lungnaþembu eins og aðrir reykingamenn.)

Fann þetta um daginn. Hérna. Mikið af skemmtilegum hlutum að sjá þarna. Áhugaverðar upplýsingar.

Það eru skv þessu 42% samræmi milli þess að vera á lyfjum og vera hamingjusamur.

Gaman.

Skoðið líka þetta. Uppörvandi, ekki satt? Nú væruði alveg til í smá Heróín.

þriðjudagur, janúar 12, 2010

Dagur 316 ár 5 (dagur 2138, færzla nr. 862):

Sko, núðlur með nautabragði innihalda ekki naut. Í staðinn er eitthvað sem bragðast eins og súputeningur í þessu, ekki veit ég hvað það stöff er.

Núðlur með rækjubragði innihalda heldur engar rækjur, heldur er í þeim efni sem á að bragðast eins og rækja. Þetta efni er mjög keimlíkt nauta-bragðefninu á bragðið, reyndar.

Það er einhver smá munur á þessu, en hann liggur í kryddi frekar en þessu bragðefni.

Svo eru það núðlur með græmnetisbragði. Ég las á hina tvo pakkana, og á þeim stóð greinilega að í nauta-núðlunum var ekkert naut og í rækjunúðlunum engin rækja, og í kjúklinganúðlunum enginn kjúklingur, svo að sjálfsögðu hefði mig ekkert undrað ef það hefði ekki verið neitt grænmeti í grænmetisnúðlunum, bara eitthver dularfull efni sem bragðast þannig.

Arsenik eða eitthvað.

Hvað um það: munurinn á grænmetis-núðlum og öðrum núðlum er að grænmetisnúðlurnar bragðast eins og tómatpúrré. Vegna þess að eins og allir vita eru tómatar frummynd alls grænmetis.

Að öðru leiti er þetta stöff allt eins.

Já. Í Kína er eitthvað stöff sem bragðast eins og naut, eitthvað stöff sem bragðast eins og rækja, eitthvað stöff sem bragðast eins og kjúklingur (og er allt sama efnið, held ég) og svo tómatur, sem er... grænmeti.

Hvaða planta er þetta sem er með kjötbragði? (Meintu kjötbragði. Meira svona eins og soð.)

Veit ekki. Veit ekki hvort ég á að nenna að hugsa eitthvað um það.

sunnudagur, janúar 10, 2010

Dagur 314 ár 5 (dagur 2136, færzla nr. 861):

Jæja, kominn til RKV aftur. Það er miklu hærra til lofts á nýja staðnum en þeim gamla. En ekkert eldhús.

Sjáið til, þess vegna voru 3 mínútna núðlur fundnar upp.

Ég þarf að fara og fá mér karton af kókómjólk til að hafa í bílnum.

miðvikudagur, janúar 06, 2010

Dagur 308 ár 5 (dagur 2132, færzla nr. 860):

Mmm... 308.

Jæja, æseivið, eins og ég skil það:

Samkvæmt mínum upplýsingum eru þetta 320.000 reikningar, af þeim ber Íslenska Ríkinu (okkur) samkvæmt lögum að greiða til baka 2.500.000 krónur hámark fyrir hvern reikning. Það getur verið allt að 800.000.000.000, eða 800 þúsund milljónir, AKA 800 milljarðar. Sem er svolítið meira en við ráðum við til að byrja með.

Ég heyrði af því í dag að Bretar hefðu neitað að borga svipaða skuld á Mön vegna þess að bankinn sem þar var að fara á hausinn greiddi skatt á Mön. Spurning fyrir okkur að gera slíkt hið sama, og losna þá við helminginn af þessu. Icesave greiddi jú skatt í bretlandi og hollandi, ekki hér.

Hvað um það; vesenið núna, þetta sem forsetinn neitaði að skrifa undir eftir mikið þref er einfaldlega samningur um að borga alla þessa 320K reikninga upp í topp. Þ.e, meira en 800.000.000.000 krónur.

1% vextir af 800.000.000.000 eru 8 milljarðar á ári, eða 250K á mann á ári.

Hljómar vel?

Gefum okkur að vinnandi menn á landinu séu 200K, og hver sé með að meðaltali 400K í laun, þá greiðum við ca. 24.000.000.000 í skatt á ári, bara af tekjunum. 1/4 (skv bjartsýnustu spám) glatast í kerfinu (fer í ekkert,) sem gerir rauntekjur 18.000.000.000 af þessu, sem fer í allt sem ríkið gerir: skóla, spítala, vegi... og bruðl og vitleysu.

Hinsvegar eru meðallaun aðeins lægri en 400K og vinnandi menn eru líklega eitthvað undir 200K... þið sjáið vandamálið.

Þetta er það sem við sitjum uppi með sama hvað. Þetta er það sem veldur því að hér verður kreppa lengur en annarsstaðar. Þetta er líklega það sem veldur því að Kínverjar eru að stækka við sig: þeir sjá að landið er að verða gjaldþrota, og þeir munu kaupa það á niðursettu verði þegar það gerist.

Þá verðum við hluti af Kína. Sem er alveg eins og að vera með VG við völd, bara minna kommúnískt.

föstudagur, janúar 01, 2010

Dagur 303 ár 5 (dagur 2127, færzla nr. 859):

Hér er meira af fjölskildunni. Þetta er síðan 1993:



Það voru eitthvað í kringum 20 mínútur af þessu, flest bara Llllaaaaannnngar senur af krökkum standandi eða sitjandi einhversstaðar.

Ég hugsaði að enginn nennti að sitja yfir meira en 3 mínútum. Svo er líka óviðeigandi epísk músík. Almennilegt sándtrakk getur gert allt *Epískt*. Meira að segja morgunverðinn.