föstudagur, maí 27, 2005

Dagur 82 ár 2:

Vinna...

Ég er á því að kannski sé best að vinna á vöktum, eins og ég gerði á vellinum. Vinna 2 daga, frí 2 daga, vinna 3 daga, frí 3 daga, og svo framvegis.

Ég þoli alveg að vinna þessa 10 tíma sem fara í þetta, ég bara neyðist til að gera aðra hluti um helgar, þegar ég nenni því ekki.

Svo er þetta með bókhlöðuna. Hún er alltaf lokuð. Þá náttúrlega kemst ég ekki í þetta. Eða myndasögurnar. Eða neitt.

Æ, jæja. Ég fer aftur í skólann í september, þá verður þetta komið í lag.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Dagur 72 ár 2:

Og ég mætti til vinnu og ég þvældist um með kassa og bretti og hvaðeina í 10 tíma og nú er ég að tjá mig um það og svo fer ég heim.

Var þó tilbreyting frá hvítasunnunni. Mér þótti hvítasunnan ansi leiðinleg.

laugardagur, maí 14, 2005

Dagur 69 ár 2 (dagur 434, færzla nr. 287):

Við skulum byrja á myndi... óskilgreinds tímabils sem er víst oft aðeins lengra en vika.Svo get ég farið að röfla um veðrið eða hvaðeina.

Komst til drykkju í gær. Gin & Tónik. Ég veit ekki hver blandan á að vera, en ég giskaði á að hún ætti að vera 1/3 gin 2/3 tónik. Drakk full-mikið af því víst, og vaknaði þess vegna alltof snemma í morgun.

Já, og svo fékk ég mér heimasíðu af rælni, og hef verið að föndra aðeins við hana. Sett upp óþolandi fítusa og myndir. Bara til að hafa eitthvað að gera.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Dagur 67 ár 2:

Það lítur út fyrir að ég hafi fengið vinnu. Mæti á þriðjudaginn. Gott stöff.

Þegar ég lagði bílnum hér fyrir utan, þá varð ég var við að það hafa skotið upp kollunum tvær alveg nýjar gerðir af bílum. Engar nýjar tegundir samt. Eitthvað af því hefur borist til landsins með lágu gengi dollars.Svona bílar. Fjögurra tonna flykki til þungaflutninga. Hræódýrir og rúmgóðir, að minnsta kosti miðað við Landcrusher jeppana sem allir virðast svo hrifnir af mér til mikillar og stöðugrar undrunar. Toyota Yaris er rúmbetri en Landcrusher.Svona farartæki eru á svipuðu róli, bara kraftmeiri. Nú er víst hægt að fá þetta með kjarnaofnum. Hvernig væri það í smá spyrnu?Og svona. Reyndar býst ég ekki við mörgum af akkúrat þessari gerð, en einhverjir hljóta að slæðast með. Ég býst hinsvegar við miklu flóði af Cherokee.

Og hvað á maður að hugsa? Er fólk orðið ruglað? Afhverju flytur enginn inn flotta bíla? Ég skil vel að allt of stórir pallbílar geti verið ágætlega þægileg farartæki á slíkri langferð sem út í bónus er, en þarf einhver virkilega svona bíl?

Afhverju flytur enginn inn til dæmis Lincoln Town car?Það eru ólíkt þægilegari - og sparneytnari - farartæki en allt þetta sem ég hef mynnst á hér að ofan. Síðustu alvöru amerísku fólksbílarnir.

Chrysler er í grunninn Benz núorðið, Chevrolet er... ég veit ekkert hvað þeir eru að æfa, of Cadillak líta allir út eins og straujárn. Ef ég væri að flytja inn nýjan bíl, þá myndi ég flytja inn Town car.

En annars... man einhver eftir því þegar bílar litu vel út?Þegar þessi 800-1000 auka kíló voru flott?Þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bíll verður aldrei neitt straumlínulagaðri en múrsteinn, svo það er til lítils að reyna að berjast gegn því?Það er ekki þannig lengur. Nú eru menn að ströggla við að láta farartæki á stærð við steypubíl hafa airflow á við flugvél. Eins og þeir eigi nokkurntíma eftir að fara svo hratt. Það er ekki eins og það skifti máli fyrir eyðsluna. Það eina sem skiftir raunverulegu máli þar, með öllum þessum ofur-tæknigræjum sem eru komnar í alla bíla, er þyngdin.

Það eru allir heilvita menn hættir að setja Holley-blöndunga í bílana sína. Það var líka ávísun á 40 lítra á hundraðið. Nú sætta menn sig við beina innspýtingu. Margir hafa líka vit á því að fjarlægja hvarfakútinn. Þar erum við stundum að tala um heilan lítra á hundraðið aukalega.

Afhverju þurfa farartækin okkar endilega að líta út eins og rottur? Ég bara spyr.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Dagur 66 ár 2:

Er enn að leyta að vinnu. Ég er líka aftur að reyna að fá borgað í dollurum. Mig grunar sterklega að ég geti ekki lifað af því, en... eitthvað er betra en ekkert.

Fór í flytjanda í gær. Það leit ekkert illa út. Fæ að heyra frá þeim í vikunni. Bölvað bögg að komast ekki í álverið. Kannski fer að skorta mannskap í þetta eftir sem álverum fjölgar á landinu. Þá fæ ég vinnu þar líka.

Eða kannski enda ég á bótum. Held mig í einhverju ódýru húsnæði, og þá gæti ég lifað góðu lífi. Kannski unnið svart með, til að lifa betur.

Skoða það allt seinna.

mánudagur, maí 09, 2005

Dagur 64 ár 2:

$22. Það er sá peningur sem mér hefur tekist að vinna mér inn í sumar til þessa. $22. Í erlendri mynd. það var nú ágætt. Það er svona 13-1400 krónur skilst mér. Það er betra en ekkert býst ég við, en mig grunar samt að ég þurfi meira.

sunnudagur, maí 08, 2005

Dagur 63 ár 2:Getraun dagsins: hvaða fáni er þetta?

Já, ég finn að ég hef lítið að gera í dag. Svo ég stunda bara óþarfa, eins og að illskumæla heimasíðuna:

This site is certified 64% GOOD by the Gematriculator

Svo fann ég þetta drasl:
Your Birthdate: February 5

With a birthday on the 5th of the month you are inclined to work well with people and enjoy them.

You are talented and versatile, very good at presenting ideas.

You may have a tendency to get itchy feet at times and need change and travel.You tend to be very progressive, imaginative and adaptable.

Your mind is quick, clever and analytical.

A restlessness in your nature may make you a bit impatient and easily bored with routine.

You may have a tendency to shirk responsibility
"inclined to work well with people and enjoy them." ??? Uhm... einmitt.

Svo er náttúrlega alltaf hægt að fikta í þessu:
Asgrimur

Although the name Asgrimur creates the urge to be both logical and technical, we emphasize that it limits self-expression and friendly congeniality with a moody disposition. This name, when combined with the last name, can frustrate happiness, contentment, and success, as well as cause health weaknesses in the elimination system, heart, lungs and bronchial area.

Your name of Asgrimur has created a practical, patient, scientific nature able to concentrate on the finer details of a project or undertaking. You would function best in settled conditions where you are not called upon to meet and mix too closely with others, but are able to work on your own. This name restricts congenial expression and association, creating much aloneness.


Aha? Við skulum prófa þetta aðeins betur:
Cthulhu

Although the name Cthulhu creates the urge to be reliable and responsible, we emphasize that it frustrates you through a scattered and emotional nature. This name, when combined with the last name, can frustrate happiness, contentment, and success, as well as cause health weaknesses in the liver, bloodstream, and through worry and mental tension.

As Cthulhu, you have a natural interest in the welfare of your fellow man, and a desire to help and serve others in a humanitarian way. You are responsible and generous, although somewhat scattering and disorganized at times. Any jobs requiring systematic and conscientious effort, or involving any form of drudgery, dismay you. In your work, you would seek a position offering self-expression through contact with people, such as sales or teaching, or a position giving scope to your creative, artistic talents. You are good-natured and likeable, and people tend to confide in you and seek your advice in personal problems. Others sense your sincere interest and desire to help, and you can always be counted on to see the bright side of any problem.


Gaman af þessu.

laugardagur, maí 07, 2005

Dagur 62 ár 2:

Hvað er þetta með að "sýna ofbeldi rauða spjaldið"? Ég bara spyr. Hver tekur mark á þessu?

Ég meina, það eru þessir fimm ofbeldismenn á Akureyri sem starfa við það að lemja hvorn annan, og það er ástæðan fyrir að það er byrjað á þessum... fjöldasamkomum. Og já, þeir eru að lemja hvorn annan, og kannski einstaka kunningja sinn líka. Ef maður býr á Akureyri, og þekkir þessa gaura ekki neitt, þá eru góðar líkur á að maður komist gegnum lífið án þess að vera nokkurntíma laminn.

Þetta er eins hér í Reykjavík. Ef maður vill verða fyrir ofbeldi, þá er viss hópur af fólki sem maður þarf að þekkja. Svo einfalt er það.

Ef þetta pakk sem mætti niður í bæ hefði ætlað að mótmæla á beinskeyttari hátt, þá hefði það bara þurft að banka uppá hjá þessum gaurum á einhverjum tíma þegar má búast við að þeir séu með meðvitund - td klukkan 5-6 um nótt, og sýnt þeim spjöldin sín í anddyrirnu hjá þeim.

Þeir hefðu ekki þurft að hitta nema svona 15-20 gaura.

föstudagur, maí 06, 2005

Dagur 61 ár 2:Það er sól úti. Sem er böggandi því það er glerþak á bílnum mínum. En ég fann ráð við því. Illugi skildi eftir derhúfu um daginn. Ef ég er með hana þá skín sólin ekki á mig.

Hef ég einhvertíma mynnst á það áður að mér er hálf illa við sólina?

Og það er að hlýna. Samkvæmt einni spá verður hlýtt í 20-40 ár, samkvæmt minni spá, byggðri á hvernig hlutirnir voru milli 750-1400, þá verður hlýtt þar til ársins 2500.

Sem er mjög gott fyrir gróðurinn. Kannski hverfur Evrópa undir laufþykkni. Það er svo mikill koltvísýringsútblástur þar að tréin hafa nóga næringu. Kannski laufgast öll Mexíkó. Svo verður meira af svifi í sjónum, sem þýðir fleiri fiskar, sem þýðir meiri veiði. Veit ekki hvort það verður endilega þorskur, en það verða einhverjir fiskar.

Já. Á síðasta hlýskeiði hvarf menning Mayanna undir græna torfu, bókstaflega.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Dagur 59 ár 2:

Í gær kom inn um lúguna hin heimsfræga dramatíska teiknimynd: "Litla ljóta lirfan".

Í stuttu máli fjallar hún um ljóta lirfu.

Meðal annarra persóna í myndinni eru:

Ljót maríuhæna, ljót býfluga, ljótur ánamaðkur, ljót könguló og nokkrir ljótir þrestir.

Öll þessi ljótu dýr búa í undarlegum heimi þar sem allt er í flúorescent litum, líkt og eftir kjarnorkustyrrjöld. (Sem myndi útskýra afhverju allar persónurnar eru svo afmyndaðar og ljótar).

Söguþráðurinn er svohljóðandi:

Ljóta lirfan vaknar, (ljóta lirfan er svona græn-glóandi á litinn) og byrjar að borða lauf, eins og lirfa er siður. Þá kemur aðvífandi ljót maríuhæna, og fer að fárast yfir hve ljóta lirfan borðar mikið lauf. Svo bendir hún lirfunni (ónauðsynlega) á hve ljót hún er. Sem kemur úr hörðustu átt með hliðsjón af hvernig maríuhænan lýtur út.

Svo hittir ljóta lirfan ljótan orm, og ormurinn talar við hana. Svo hittir ljóta lirfan aftur ljótu maríuhænuna, og í þetta skifti er með henni ljót randafluga. Og ljóta maríuhænan og ljóta randaflugan reka ljótu lirfuna í burt.

Þá hittir ljóta lirfan ljótu köngulóna. Ljóta köngulóin pakkar lirfunni inn, og skilur hana eftir á vefnum sínum.

Þá kemur við sögu ljótur þröstur. Hann tekur lirfuna, og fer með hana til sinnar ljótu fjölskildu. Sem er samt minnst ljótu karakterarnir í myndinni, en nógu ljót samt. Og þrösturinn tekur númer, sem er nú bara ekkert fallegt af honum.

En ljóti þrösturinn gleymir að éta ljótu lirfuna, og þá gefst henni tækifæri til að breytast í: Ljótt fiðrildi.

Já. Á tímabili hélt ég að ljóta köngulóin væri ljótasti karakterinn í myndinni. Það var að sjálfsögðu áður en ég sá ljóta fiðrildið.

Atburðarásin er mjög hæg í þessari mynd. Allar persónur tala mjög hægt. Og það var eitt sem ég velti mikið fyrir mér eftir á: fuglinn, eina persónan sem er ekki padda, var líka eina persónan sem var af tvö eintök: karlkyns og kvenkyns, og áttu þau unga. Allar aðrar persónur, fyrir utan orminn, voru kvenkyns. Og nú velti ég fyrir mér...

Þetta er sko örugglega við hliðina á Chernobyl.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Dagur 58 ár 2:

Ég gleymdi myndinni. Hér er hún:Ég veit ekki hvað þetta á að tákna, en það er ég viss um að það er eitthvað listrænt. Æ, ég veit það ekki... ég verð svangur af því að horfa á þetta.

Og enn ekki búinn að fá vinnu. Lét setja mig á biðlista hjá vinnueftirlitinu. Ég stefni á að fá opinbert plagg þess efnis að ég fái að aka gaffallyftara. Ég ætti kannski að reyna að gerast sprengjusérfræðingur í leiðinni? Það væri athugandi.

mánudagur, maí 02, 2005

Dagur 57 ár 2:

Í blaðinu í gær rakst ég á frétt sem mér fannst kunnugleg:

Það fannst þessi fjöldagröf í Írak, og í henni voru flest líkin af konum og börnum.

Auðvitað! Alveg á sama hátt og það eru samanlagt fleyri konur og börn en fullvaxnir karlmenn í heiminum. Viljiði rök? Sko, kvenkyns mannfólk er ca 50% af öllum jarðarbúin. Enn sem komið er eru meira en 1/3 af öllum karlkyns jarðarbúum börn. Sem þýðir: mera en helmingur mannkyns er konur og börn.

Ég gróf þessa frétt upp á vísi.is núna áðan, og þaðan er þetta kvót: "Þegar hafa 133 lík verið grafin upp. Öll, utan fimm, eru lík kvenna og barna. Af klæðaburði þeirra má merkja að þau voru Kúrdar. Að minnsta kosti eitt líkið er talið vera af gamalli konu, en í höfuðkúpunni fundust falskar tennur."

(frétt á vísi.is)

Þetta hljómar ólíkt minna fáránlegt en "flest líkin voru af konum og börnum".

Ef þeir þurftu endilega að stytta þetta, af hverju sögðu þeir ekki að líkin hefðu verið nær eingöngu af konum og krökkum?

En nei. Næst segja þeir örugglega að allt þetta fólk hafi verið lifandi allt fram að því að það var drepið.