sunnudagur, október 31, 2004

Dagur 242:Er bíllinn þinn tilbúinn fyrir veturinn? Var að keyra systrum mínum í burtu áðan, og þá olli það smá-veseni að afturhlerinn var frosinn fastur. Svo þegar þiðnaði, þá opnaðist hann af sjálfu sér. Sem betur fer gerðist það þegar bíllinn var kyrrstæður, annars væri ég nú kannski búinn að týna varadekkinu mínu.

Hvað er ég annnars að gera á jeppa? Mig langaði aldrei sérstaklega í jeppa. Jæja... kannski verður það Bens næst. Þó ég efist um það. Bens höfðar ekki mjög til mín. En það gera jeppar ekki heldur, og hverju ek ég? Svo nenni ég ekki að kaupa annan. Það er vesen.

Hérna, skemmtið ykkur: 50.000 orð takk.

laugardagur, október 30, 2004

Dagur 241:

Rakst á þetta: heimasíða Helga Hó. Eða þannig.

Af einhverjum orsökum náði ég stöð 2 í gær. Mikil heppni, hugsaði ég, og gerði þessvegna lítið annað en að glápa í allt gærhvöld, fram á nótt. Aðeins eitt skyggði á ánægju mína, og það er að systur mínar voru allan tímann nauðandi í mér að setja á hina og þessa stöð. Sem er mjög pirrandi.

Ekkert finnst systrum mínum betra sjónvarpsefni en svona þættir þar sem fólk er með sófann inni í miðri stofu, svona til að geta gengið umhverfis hann, og svona hláturs-sándtrakki. Bölvað rusl, álít ég.

Afhverju getur þetta pakk ekki gist hjá frændfólkinu?

Ég geri ráð fyrir að friður komi á þegar stöð 2 ruglast aftur. Enn kyrrast svo til þegar pakkið neyðist til að fara heim 3 dögum fyrr en áætlað var. Haha!

föstudagur, október 29, 2004

Dagur 240:

Systur mínar eru komnar í heimsókn. Þær hanga yfir sjónvarpinu þegar ég kem heim býst ég við. Þær gera það heima þegar þær eru þar. Munurinn er bara að popptíví næst ekki í eyjum. Önnur er síröflandi um að fara á söbvey, hin... hin steinheldur kjafti. Jæja. Þórgunnur er alltaf að tala um inneignir. Eitthvað verða þær að tala um, býst ég við. Ef ekki inneignir, þá söbvey.

Það er hlýrra í dag. Enda sá ég köttinn hvergi þegar ég kom hingað.

fimmtudagur, október 28, 2004

Dagur 239:

Amma gamla er ekki mikið fyrir nútímann. Hún er til dæmis alltaf að nöldra yfir matarræðinu nú til dags. Ég held hún horfi til fortíðar með miklum söknuði. Sem ég get aldrei skilið. Amma fílaði heiminn eins og hann var fyrir stríð.

Fyrir stríð var kaldara á Íslandi en er núorðið. Þá voru hús ekki eins hlý, og maturinn var verri. Ó já. Maturinn var oft farinn að súrna, og þótti enn nýr. Reyndar þótti matur nýr þar til búið var að renna honum í gegnum meltingarfærin.

"Það var ekki til mataereitrun!" segir amma með áherzlu alltaf þegar hún mynnist gömlu daganna. Ég veit. Í gamla daga herjaði undarlegur en jafn-óþægilegur, stundum banvænn sjúkdómur oft á fólk: Innatökur.

Já. Í gamla daga var mjólk allri steypt saman í stórt ker, og úr þessu var drukkið, þartil stöffið var fyrir löngu orðið seigfljótandi. Ekkert mál, sagði liðið, á meðan það blandaði smá vatni útí til að hægt væri að drekkja þá leðju sem mjólkin var orðin.

Í gamla daga var fólk nægjusamara, segir amma. Í gamla daga nægði fólki alveg að dvelja í hulda og óþef inni í moldarkofa. Því nægði að borða myglaðan mat. (Samt svalt fólk einusinni frekar en að borða síld... skrítið. Merkileg þessi nægjusemi þarna í gamla daga. Úldið kjöt er ætt, en eki ný síld?)

Eftir því sem ég hlusta meira á ömmu þusa um hina dásamlegu gömlu daga, þeim mun ánægðari er ég að hafa ekki fæðst fyrr. Fyrir ekki nema hálfri öld var Ísland helvíti á jörð miðað við hvernig það er nú. Og þar áður var það verra. Og þessar framfarir getum við þakkað Bretum og Ameríkönum. Ekki hefðu þeir sem hér réðu látið sér detta í hug að bæta ástandið sjálfviljugir. En þannig hefur það alltaf verið. Umbætur verða aldrei viljandi hér á landi.

Hugsið til Norður-Kóreu. Þannig var Ísland fyrir 100 árum.

miðvikudagur, október 27, 2004

Dagur 238:

Það er svo kalt í dag að þið verðið trúlega að þýða allt sem ég segi.

þriðjudagur, október 26, 2004

Dagur 237:

Það er kalt, og það þýðir að appelsínuguli kötturinn á eftir að sjást oftar.

mánudagur, október 25, 2004

Dagur 236:

Haf verið að elda mikið af skinku undanfarið, og skola henni niður með maltöli. Víking maltöli - mér verður bumbult af venjulegu malti, veit ekki afhverju. Það veldur því að ég er í miklu jólaskapi eftir mat. Á einhver jólatré sem ég get sett upp?

sunnudagur, október 24, 2004

Dagur 235:

Fann Þetta í gær. Afar athyglisvert. Allan tímann hugsaði ég: Hvaða geðsjúklingur gerir svona. Svarið blasti við: þessi geðsjúklingur. Jæja.

Í gær kláraðist kókómjólkurduftið. Sem var slæmt. En ég var ekki í stuði til að örvænta. Nei, ekki ég. Ég tók mig til, og gramsaði uppi í skáp eftir efnum sem hægt væri að nota í staðinn fyrir kókómjólkurduft. Fann kakó, tvær gerðir. Nei, þrjár, en ég áræddi aðeins að nota tvær. Blandaði einni skeið af púðursykri samanvið, og einni af instant-kaffi. Bara uppá kikkið.

Svo setti ég blönduna í hristarann, og hristi aðeins. Blandan ókst að rúmmáli um 1/3, og gaus upp þegar ég opnaði hristarann, og flæddi í gífurlegum straumi um allt borð. Náði að fylla glasið engu að síður, en var samt kominn með litla útgáfu af Þingvallavatni uppi á borði. Ekkert mál. Verst ég á engan kött til að redda svona hlutum. Fíla kettir ekki annars kókómjólk?

Þetta sull hjá mér bragðaðist furðu vel. það var milt, sem verður að teljast undarlegt. Ég hef aldrei áður búið til neitt matarkyns sem var milt á bragðið.


laugardagur, október 23, 2004

Dagur 234:
Eruð þið á Listanum?

Þar eru ýmsir nafnmerkir menn, eins og til dæmis hann Dabbi rolla. Hver þekki hann ekki? Þið ættuð að minnsta kosti að geta ímyndað ykkur hvernig hann lítur út. Haukur Guðmundsson er á listanum. Ég þekki einn slíkan. Hann býr í USA.

Ég get ekki beðið eftir að gæinn sem birti þetta verði kærður og settur í steininn, eins og þjóðernisöfgamaðurinn þarna um árið. Það var brandari. Og fólk sagði, úr hæstu upphæðum eftir að hafa heyrt um það sem hann gerði: "Sem betur fer eru ekki allir á sömu skoðun, en því miður eru ekki allir á sömu skoðun en við." Ekki sagði hann neitt þessu líkt. Hann sagði að vissir aðilar væru honum óæðri. Hann var aldrei í mótsögn við sjálfan sig í sínum skoðunum, sem gerir hann gáfulegri en allt þetta lið sem vildi hann í steininn.

Nú er kominn þessi gæi, með þennan lista sinn, og allt í einu er vandamálið ekki lengur að dópdílerar og rukkarar vaði um með ofbeldi, heldur er vandinn að einhver dirfðist að segja hvað allir þessir dílerar og ofbeldismenn heita. Þvílíkt gífurlegt mein!

föstudagur, október 22, 2004

Dagur 233:

Það er fullt af allskyns drasli í sjónvarpinu. Margt af því þunn þvæla sem ég mun gleyma er það hverfur af skjánum - mest af því þessi tónlistarmyndbönd full af negrum í of stórum fötum segjandi "Ugh, Je, aha" og kallandi það söng - sumt eitthvað sem lifir í minningunni að minnsta kost þar til á morgun.

Álpaðist til að glápa á einhverja dellu á RÚV í gær. Kelling með ljóta hárkollu stökk yfir bar á meðan önnur kelling skaut nokkur glös. Svo komu nokkur samtöl sem voru þess eðlis að ég dáðist að leikurunum fyrir að geta haldið andlitinu á meðan þeir fóru með rulluna sína. Allt á sama leveli og "Get Smart" hér um daginn. Bara tók sig alvarlega.

Skjár einn bauð upp á CSI. CSI eru miklir snilldar þættir. Fullt af innyflum, mótorpörtum og drasli, allt sýnt innan frá, stundum bara uppá lúkkið. Nei, nær alltaf bara uppá lúkkið. Það er frábært hvernig þeir framkvæma DNA rannsóknir á 5 mínútum. Svo er alltaf þetta myrkur. þeir fara af þessum mjög svo bjarta og skemmtilega vettvangi, og inná the gothic-horror lab of doom. Það sér ekki handa skil á rannsóknarstofunni, svo þeir verða að nota vasaljós. Svo er rauðhærði kallinn alveg drepfyndinn. Hann gengur upp að hinum grunaða, og hvíslar að honum "I'm gonna bring you down, punk, because you are evil, and pondscum, and you must be locked away from here to eternity." Og ég sem hélt að Dirty Harry hljómaði geðveikislega.

Trúarstöðin byður að vanda uppá það sama:
Fórnarlamb: "Svo fann ég guð í hjarta mér."
Kynnir: "Já, og ésú?"
F: "Og svo fór ég að hætta að dópa, því nú er ésú í hjarta mínu."
K: "Og nú ertu glaður fyrir vilja drottins?"
F: "Og svo keypti ég mér konu og íbúð."
K: "Fyrir peninginn sem drottinn í upphæðum lét þig fá."

og svo frv ad nauseam.

fimmtudagur, október 21, 2004

Dagur 232:

Er smám saman að verða kominn inní Reykvízka umferðarmenningu. Það tók mig meira en ár bara að hætta að gefa stefnuljós svo fíflin vita ekki lengur hvað ég ætla að gera, og geta ekki gert neitt við því! Hah!

Hef smám saman verið að komast uppá lag með að svína á fólk. Hef samt ekki náð því að gefa liðinu fingurinn eftir að ég svína á það. Næsta skref yrði að stoppa úti á miðri götu, og taka mér smá tíma til að íhuga pínulítið á meðan ég tek uppí eða skila af mér farþegum - alveg eins og strætó. Keyra svo yfir á rauðu.

Það auðveldar mér þetta mikið, að ég hef aldrei horft neitt á umferðarskilti, né skift mér mikið af því hvar þau eru.

Það er hinsvegar eitt við Reykvízka umferð sem ég er ekki alveg sáttur við: ef ég ætlaði að falla í hópinn, yrði ég að hægja svo mikið á mér áður en ég fer yfir hraðahindranir. Af hverju? Ég er enn að vonast til að stökkva á einni - stökkva, ekki detta niður af henni einsog þarna í Hafnarfirði.

miðvikudagur, október 20, 2004

Dagur 231:

Rakst á þetta: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1107952

Bannað að framleiða Hitler? Hmm... hugsa ég, af hverju? Svo kemst ég að því að það má ekki framleiða spilakassa, og nefna þá "Hitler". Sem er alveg jafn skrýtið. Þessi Hitler er kominn í þá mjög athyglisverðu stöðu, að vera álitinn Guð.

Lof mér að útskýra:

Einungis það að nefna nafn hans fær fullt af fólki í útlöndum (og kannski fáeina veiklaða einstaklinga hér) til að skjálfa á beinunum. Þó hann sé búinn að vera dauður í mörg ár. Já, það hafa nefnilega liðið fáein ár síðan 1945. Svona 2 eða 3 amk.

Guðlegt, það segi ég. Fólk trúir á hann, líkt og grikkir trúðu á Hades. Það hlýtur að koma að því að einhver stofnar svona Hitler-költ í kringum hann. Næg er hysterían. Ennþá.

Ég persónulega er mótfallinn því að óttast löngu látna menn.

þriðjudagur, október 19, 2004

Dagur 230:

Það er kalt, það er rok, það er ... amk ekki rigning.

Einhverjum í borginni er voðalega vel við grænu ljósin. Einhver háttsettur. Þau eru alveg ótrúlega björt núna, eins og þau séu ætluð sem viti svo menn villist ekki af leið, heldur haldi sig á gangstéttinni þar sem þeir eiga að keyra.

Þetta er blindandi. Hvað ef einhver hleypur yfir á grænu? Þá sést hann ekki. Hefur einhver hugsað út í það? Sennilega ekki. Reyndar sést fátt annað í myrkrinu en þessi ljós. Bíll gæti hafa bilað þarna, og þá sér enginn hann, og þá verður slys.

Þetta er samsæri. Til að valda slysum. Því ríkið græðir á slysum. Það er hagvöxtur.

mánudagur, október 18, 2004

Dagur 229:

Lenti næstum í árekstri áðan. Það var gaman. Er enn í góðu skapi eftir adrenalínkikkið. Ég held að ég væri örugglega ánægðari ef ég hefði lent í árekstri. Ég man að minnsta kost ekki eftir að hafa komist í vont skap eftir árekstur. Þetta er gaman. Vissulega.

Ég tek hinsvegar eftir að ekki eru allir á því að það sé gott að lenda í árekstri. Nei. Allir aðrir verða voða fúlir við þetta. Hvað sem veldur. Gæti verið eignatjónið, gæti verið hækkunin sem þetta veldur á iðgjaldinu.

En ég, ég er ánægður.

Það er bara eitt tilfelli sem ég hálf-sé eftir. Þá jós ég grjóti yfir einhverja stelpu hér á planinu fyrir framan háskólann. Það var vissulega mjög fyndið, og mjög óvart, og ég hló alla leiðina heim, en ég hugsa líka að hún hafi ekki verið mjög ánægð þann dag. Ég myndi gefa henni ís ef ég hitti hana aftur.

sunnudagur, október 17, 2004

Dagur 228:

Það eru 2 kjaftaþættir í sjónvarpinu á sunnudögum: Egill, og þessi þarna á skjá einum. Var að flaka á milli þeirra áðan. Það vakti spurningar eins og:

Afhverju er Egill að tala við Ingibjörgu S? Er hún ekki bara nóboddý núna? Væri ekki vitrænna að tala við Helga Hó?

Afhverju er verið að röfla um Georg Bush, og afhverju er öllum svo hrikalega illa við hann?

Afhverju er það álitin gífurleg snilld að spyrja Charlton Heston afhverju ofbeldi er beitt í USA? Ég fæ ekki séð hvernig hann á að vita eitthvað um það. Það er eins og að yfirheyra mömmu Bogga um hvaða félagslegu þættir fá fólk til að misnota eiturlyf.

Afhverju er alltaf verið að hrista Siv Friðleifs framaní okkur? Vita þessir bósóar ekki að hún missti allt sexappíl skömmu eftir að hún komst í embætti?

Hvað er málið með skattaumræðu? Afhverju er alltaf fyrst byrjað að röfla um að við þurfum að hafa háa skatta til að velferðarkerfið hrynji ekki? Vita þessur asnar ekki að 80-90% af skattfé fer í eitthvað allt allt annað en velferðarkerfið?

1%??? Það er verið að ræða um 1% skattalækkun! Gah! Ég vil amk 5% lækkun! Einhversstaðar. Það skiftir engu hvar, það er til góða hvar sem er.

laugardagur, október 16, 2004

Dagur 227:

Jæja. Loksins loksins. Nú getiði öll farið að borga mér. Hvort sem þið kærið ykkur um eða ekki. Eina skilyrðið er að þið eigið síma. Hah! Gleði.

Sé hvernig þetta gengur um áramótin, eða uppúr áramótum. Það er alltaf svoleiðis - þegar það er ekki í júní-júlí, þ.e.a.s.

Mig grunar samt að ég geti ekki alveg lifað á þessu. Ekki enn, amk.

föstudagur, október 15, 2004

Dagur 226:

Það er á upplýsingatöflunni niðrí aðabyggingu alveg agalega krípí auglýsing:

Það er mynd af stelpu, sem situr á gangstétt agalega fíld á svip, haldandi á einhverju unidentified loðdýri, og undir stendur eitthvað í líkingu við:
"Hæ, ég er XX stelpa, og mér leiðist svo mikið að ég var að pæla í að fá einhvern sem er tvöfalt eldri en ég til að hafa ofanaf fyrir mér svona 2 í viku."

Gaman. Þetta er verkefni fyrir einhvern sem þolir að umgangast leiða smástelpu til lengri tíma. Hver nennir því?

Annars hef ég verið að velta fyrir mér hvenær þetta blessaða kvenfólk eiginlega kemst til vits og ára. Eftir þrítugt hugsa ég. Það er ekki talandi við þetta pakk fyrr en þá. Það er amk mín reynzla.

fimmtudagur, október 14, 2004

Dagur 225:

Kókómjólk er mjög merkilegt fyrirbæri. Það er, í rauninni, eitthvað duft, sem maður fær út í búð, því það er ekki gott bragð af mjólkinni. Stundum er mjólkin fín alveg ein og sér, mjög svalandi og góð, en, það er munur á milli ferna. Svo er líka þannig með öll matvæli, að það fer að slá í þau eftir vissan tíma. Þegar það er farið að slá aðeins í mjólk, er gott að eiga svona kókómjólkurduft.

Hér áður fyrr, til forna, þegar maður var ungur að árum enn, ekki enn kominn með skorpulifur og gikt, nokkra mismunandi hjartakvilla og malaríu, þá blandaði maður meiri kókómjólk en nú. Það var alveg ofsalega gaman að landa kókómjólk. Það var fjör að sökkva heilu fjöllunum af dufti í mjólkina.

Í þá daga drakk maður yfirleitt leðju með súkkulaðibragði. Núna kann maður sér hóf. Nú er það ekki lengur leðja. Nú er það sannarlega kókómjólk. Það er betra svoleiðis, ég er á því.

Samt er best að hafa nóg af dufti í mjólkinni, því annars er það bara enn eitt dularfullt aukabragð.

miðvikudagur, október 13, 2004

Dagur 224:

Rússarnir eru enn á landgrunninu. Kannski verða þeir nógu lengi þarna til að eitthvað bili -það er jú bara spurning um tíma- og austfyrðir verði geislavirkir. Yrði það ekki dásamlegt?

Já, þá held ég að málið yrði að fara til austfjarða, og verða geislavirkur, því eins og allir vita, þá breytist maður í ofurhetju ef maður verður geislavirkur. Annaðhvort það, eða maður fær hvítblæði og deyr. En þá, haldiði að þið munið lifa að eilífu?

Það breytir nefnilega engu hvort þið deyið í næstu viku eða eftir 10 ár, þið verðið öll jafn-dauð fyrir því.

þriðjudagur, október 12, 2004

mánudagur, október 11, 2004

Dagur 222:

Ég er hæfilega dofinn, og finnst þessvegna ekkert um daginn í dag. Sem er hið besta mál.

Var að glápa á James Bond í gær. Þetta var slappasta mynd sem ég hef séð um hann til þessa. Það leið hálftími þar til plottið byrjaði, svo leið annar hálftími þartil eitthvað sprakk í loft upp, og svo leið hálftími þartil eitthvað meira sprakk í loft upp.

Meira að segja Man from UNCLE var betri.

Ég er ekki sáttur nema eitthvað springi í loft upp áður en kredit-listinn byrjar.

sunnudagur, október 10, 2004

Dagur 221:

Ég brenndi mig á tungunni á föstudaginn. Drakk alltof heitt kaffi. Það veldur því, að ég finn ekki eins mikið sætt bragð. Sem aftur veldur því, að ýmsir hlutir bragðast... öðruvísi. Ekki líkt diet- útgáfunni af neinu samt, bara öðruvísi.

Sykur er notaður til að fela óbragð, í sumum tilfellum. var að borða í gær einhverja köku sem amma kom með úr bakaríinu, eða bónus, eða einhversstaðar frá. Úr smjördeigi. Í innihaldslýsingunni er mynnst aðeins á eplamauk, en venjulega er svo miklum sykri dælt yfir það að maður finnur ekki bragðið. Áferðin er andstyggileg, en bragðið hverfur vel.

Málið er, að þar sem ég fann illa bragðið af öllum þessum sykri, fann ég þeim mun betur bragðið af smjördeiginu og þessu eplamauki. Og ég skal segja ykkur, það var ekki gott. Það var hreinlega vont. Það var á bragðið eins og eitthvað síðan í fyrra.

Kók er svo allt annað mál. Diet kók er og verður púra viðbjóður, vegna þess að það er í því þetta nútra-sweet, eða aspartam, eða sakkarín, eða hvaða djöfull það er sem er í þessu.

"Saccarine is the sweetener found in Sweet&Low and Tab. It's about 150 times sweeter than table sugar by weight. The FDA debated banning saccarine in the late 1980's after it found that injecting huge quantities of saccarine directly into the bladder of rats tended to increase the rate of bladder cancer. (The same amount of sugar would have killed the rat.)"

"It has been reported in several papers that the Aspartame in diet soda breaks down into formaldehyde if stored in "hot" temperatures. Formaldehyde is a very toxic chemical that can cause cancer, birth defects, and it has been suggested that it may be a causative factor in the Gulf War Syndrome, as well as Alzheimers and senility."

Þetta eru einhver ensím... Og þau freyða undarlega, og bragðast einsog... einsog eitthvað sem maður ætti ekki að láta ofaní sig. Plast eða eitthvað.

Allavega, kók bragðast eins og kók. Það er vegna þess að bragðefnin í kóki eru koffein og... eitthvað annað.

"What happens when you overdose?
From Desk Reference to the Diagnostic Criteria from DSM-3-R (American Psychiatric Association, 1987):
Caffeine-Induced Organic Mental Disorder 305.90 Caffeine Intoxication
Recent consumption of caffeine, usually in excess of 250 mg.
At least five of the following signs:
restlessness
nervousness
excitement
insomnia
flushed face
diuresis
gastrointestinal disturbance
muscle twitching
rambling flow of thought and speech
tachycardia or cardiac arrhythmia
periods of inexhaustibility
psychomotor agitation
Not due to any physical or other mental disorder, such as an Anxiety Disorder.
Basically, overdosing on caffeine will probably be very very unpleasant but not kill or deliver permanent damage. However, People do die from it.
Toxic dose
The LD_50 of caffeine (that is the lethal dosage reported to kill 50% of the population) is estimated at 10 grams for oral administration. As it is usually the case, lethal dosage varies from individual to individual according to weight. Ingestion of 150mg/kg of caffeine seems to be the LD_50 for all people. That is, people weighting 50 kilos have an LD_50 of approx. 7.5 grams, people weighting 80 kilos have an LD_50 of about 12 grams.
In cups of coffee the LD_50 varies from 50 to 200 cups of coffee or about 50 vivarins (200mg each).
One exceptional case documents survival after ingesting 24 grams. The minimum lethal dose ever reported was 3.2 grams intravenously, this does not represent the oral MLD (minimum lethal dose).
In small children ingestion of 35 mg/kg can lead to moderate toxicity. The amount of caffeine in an average cup of coffee is 50 - 200 mg. Infants metabolize caffeine very slowly.

Symptoms
Acute caffeine poisoning gives early symptoms of anorexia, tremor, and restlessness. Followed by nausea, vomiting, tachycardia, and confusion. Serious intoxication may cause delirium, seizures, supraventricular and ventricular tachyarrhythmias, hypokalemia, and hyperglycemia.
Chronic high-dose caffeine intake can lead to nervousness, irritability, anxiety, tremulousness, muscle twitching, insomnia, palpitations and hyperreflexia. For blood testing, cross-reaction with theophylline assays will detect toxic amounts. (Method IA) Blood concentration of 1-10 mg/L is normal in coffee drinkers, while 80 mg/L has been associated with death.
Treatment
Emergency Measures
Maintain the airway and assist ventilation. (See Appendix A)
Treat seizures & hypotension if they occur.
Hypokalemia usually goes away by itself.
Monitor Vital Signs."


(http://coffeefaq.com/caffaq.html)

Já. Og ekki bara það, heldur verkjar mig ferlega undan þessu ennþá. Það er brunasár þarna, og það er ljótt.

laugardagur, október 09, 2004

Dagur 220:

Þessi dagur byrjaði of snemma. Allt of snemma. Það er varla að ég nenni að vaka allan daginn ef fer sem horfir. Það rigndi stórlega of mikið á mig. Það hefur maður uppúr því að vera að þvælast á heiðum. Maður ætti aldrei að þvælast um uppi á heiði fyrir hádegi.

This site is certified 86% GOOD by the Gematriculator

Í dag er ég góður.

föstudagur, október 08, 2004

Dagur 219:

Fyrsta lestarslys íslandssögunnar varð núna fyrir skömmu. Ekki það að það hafi ekki verið lest hér áður. Það var þessi sem var alltaf geymd á bryggjunni fyrir framan kolaportið. Hún olli þó engum slysum á meðan hún var í notkun. Þetta finnst mér afskaplega merkilegt. En samt ekki. Það var ekki lest á íslandi á síðustu öld í nema smá stund. Og hún hafði enga aðra lest til að rekast á. Svo var fólk örugglega skíthrætt við hana, og hélt sér í góðri fjarlægð frá henni, svo það yrði örugglega ekki undir henni. Það er því kannski ekki svo skrýtið að ekki hafi orðið slys.

Svo komu fleiri lestir núna, allar á sama sporinu. Það er kannski ekki að undra að það hafi orðið slys. Það var bara spurning um tíma býst ég við. Ef það hefði bara verið ein lest, þá eru menn svo lítið bangnir nú til dags við tæknina, að það hefði sennilega verið bara spurning um tíma hvenar einhver léti keyra á sig.

En í millitímanum, þá voru engar lestir. Maður getur ekki meitt sig á einhverju sem er ekki til staðar, er það? Til að það kvikni í útfrá uppþvottavélinni þinni þarftu að eiga uppþvottavél. Ekki satt?

fimmtudagur, október 07, 2004

Dagur 218:

Er það fugl, er það flugvél?

Nei! Þetta er nýja ofurhetjan: Sauðkindarmaðurinn! Og það vill bara svo til að hann er á lofti í agnablikinu. Var bitinn af geislavirkri sauðkind, og hefur alla þá krafta sem venjuleg sauðkind hefur!

1. Getur jarmað illilega!
2. Jórtrar!
3. Lætur keyra á sig í tíma og ótíma!
4: veit alltaf hvar er mest logn!

Enginn glæpamaður er óhultur fyrir þessari miklu nýju hetju!


miðvikudagur, október 06, 2004

þriðjudagur, október 05, 2004

Dagur 216:

Veturinn læðist yfir landið, hægt en örugglega. Fiðrildin eru samt ekki farin, ekki alveg strax. Köngulærnar giska ég á að muni svelta. Stórar eru þær og feitar, kannski hafa þær nægan forða. Kannski eru pöddur á stangli innan dyra fyrir þær.

Tréin halda áfram að hrynja. Hafa verið að hrynja síðan í ágúst. Þau gefa af sér minnst kíló af sprekum á dag, samt sér ekki á þeim að neitt vanti.

Vindinn hefur lægt. Það var gott. En það kólnar. Og rignir meira. Og það dimmir.

mánudagur, október 04, 2004

Dagur 215:

Það var rok í gær, það er rok í dag. Mikið rok. Svo mikið, að brátt fara leðurblökur að berast hingað frá suðlægum löndum. Svo munu þær allar svelta, því eins og við öll vitum lifa þessi kvikindi á ávöxtum og pöddum sem eru af skornum skammti hér á skerinu.

Svo var ég að horfa á fréttir í gær, eins og stundum. Fréttir eru oft merkilegar, ekki endilega fyrir það sem er sagt, heldur oftar fyrir það sem er ekki sagt. Ég var nefnilega að horfa á frétt frá Ísrael, en slíkar fréttir tröllríða okkur hvern dag, í svo miklu magni að maður verður dofinn fyrir þeim og hættir að taka eftir. Stundum þó kemur eitthvað sem grípur athyglina:

Þeir voru með myndir, teknar úr mikilli hæð, af nokkrum gaurum að bera eitthvað langt. Þeir hlupu með þetta langa, og fóru með það um borð í sendibíl sem var greinilega merktur UN.

Ísraelar vilja meina að þar hafi verið á ferð skæruliðar, og þetta langa hafi verið eldflaugabyssa. Svo segir UN, að svona eldflaugar séu 30-50 kíló, og enginn nema kannski Hjalti úrsus geti hlaupið svona með þær, og þetta á myndinni sé örugglega burðarrúm. Sem er ekkert ólíklegt.

Ísraelar segja hinsvegar, að svona rakettubyssur séu til í mörgum gerðum, allt niður í 12 kíló.

En er það rétt? Ég tékkaði á þessu
þessu og þessu. Það er rétt. Meira að segja stórar eldflaugabyssur eins og á myndinni eru ekki endilega svo þungar.

Einhverjar spurningar? Ég hef eina: hvernig hafa þessir gaurar alltaf efni á öllum þessum eldflaugum sem þeir eru með, burtséð frá því hvort þetta er eldflaug eða eitthvað annað sem er á einmitt þessari mynd?

Hvað framleiða þessir palestínuarabar eiginlega? Eða eru þeir bara svona rosalega naskir að spara? Ef svo, afhverju gera þeir ekki eins og ég, og reyna að eignast heiminn?Svona hlutir eru ekkert ódýrir.

sunnudagur, október 03, 2004

Dagur 214:Ég held ég hugsi bara um þetta út árið.

Í vikunni þurfti ég að labba nærri 30 kílómetra. Já. Ca. 12 á fimmtudaginn, aðra 12 á föstudaginn, og u.þ.b 6 í gær. Af hverju? Bíllinn nennti ekki í gang. Sem er skrýtið. Hann var og er ekki bilaður. Hann fór í gang áðan. Afhverju ekki á fimmtudaginn? Nennti hann ekki að fara þetta eða hvað? Stundum velti ég því fyrir mér...

Mig verkjaði í liðina í gær. Gekk of langt. Og ég er ekki bara að segja þetta. Ég fann það að ég bókstaflega gekk of langt. Ég er vanur smá labbi, en ekki 30km á innan við viku, og ekki svona hratt heldur.

Slæmt mál. Hinsvegar veit ég nú að ég er við mjög góða heilsu, sem er gott.

laugardagur, október 02, 2004

Dagur 213:

Októberfest. Fékk mér nokkra bjóra, og fór svo. Náði mér svo í einn í Ölveri á leiðinni heim. talaði við einhvern náunga, og hann sagði mér hvernig ég gæti þekkt ofskynjunarsveppi.

Það var allt of margt fólk þarna.

föstudagur, október 01, 2004

Dagur 212:

Gekk upp Baldursgötu í gær. Sá húsið sem ég bjó einusinni í, og hugsaði með mér: Þarna bjó ég fyrir 20 árum eða svo. Þá skaut strax upp í kollinn annarri hugsun: 20 ár? Hve gamall er ég eiginlega orðinn?

Já. Fyrir 20 árum. Man voða lítið eftir þeim tíma. Þá var miklu fínna að drekka bjór, því hann var bannaður. Þá stunduðu venjulegir menn ekki viðskifti með hlutabréf, þessvegna voru allir ríku kallarnir aðeins fátækari en þeir eru nú. Hafskipsmálið var fyrir 20 árum. Það var þegar fyrirtæki sem gekk ágætlega var skyndilega sett á hausinn af ríkinu. Þá kostaði bensínið 50 krónur lítrinn. Sem framreiknað miðað við núverandi gengi er 500 kall. Þá var Kringlan ekki til. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þá voru íslensk leikrit í sjónvarpinu í hverri viku. (Þið munið eftir þeim? Close up af andliti, í fílu, þyljandi upp einhverjar bölbænir... Oj, Oj Oj!)

Nú, er enn nokkuð fínt að drkka bjór, enda er hann svo dýr. Nú stunda margir viðskifti með hlutabréf, þessvegna eru ríku kallarnir í dag miklu ríkari en í gamla daga. Meira að segja ég er ríkari en í gamla daga. Nú eru stórfyrirtæki búin að sýna það og sanna að þau eru betri en ríkið, og eru smátt og smátt að taka yfir verksvið þess, með miklum bölbænum frá ríkinu. Nú kostar bensínið 100 kall lítrinn, sem reiknað aftur miðað við gengi yrði tíkall. Nú er komin kringla, og smáralind, og fullt af minni eftirhermum. Nú er sjónvarp langt fram á nótt, alla daga. Nú eru íslenskir þætti í hverri viku. (Svínasúpan. Menn hlaupandi um alsberir. Oj, Oj, Oj... OK, eitt hefir versnað... ég viðurkenni það.)

Hvernig ætli hlutirnir verði eftir 20 ár? Ég spái:

Það verður ekki lengur fínt að drekka bjór, hann fæst of ódýrt úti í búð, líkt og mjólk. Hlutabréfaviðskifti munu halda áfram, og ég mun (vonandi) geta lifað af því sem ég hyggst eiga þá. Stórfyrirtæki taka algerlega við af ríkinu, en halda því uppi á punt, og láta sem það hafi valdið svo það móðgist ekki eins og einhver illa upp alinn krakki. Bensínið mun verða úrelt, en samt selt þeim sem aka enn um á gömlu landcrusherunum og Hondunum. Það giska ég á að muni þá kosta 500 kall, afturreiknað 200 kall lítrinn. Vetni mun trúlega vera að fara á þetta 100-150 kall. Það munu verða komnir verzlunarklasar í öll bæjarlög. Sjónvarpað verður alvöru dagskrá allan sólarhringinn, ekki bara tónlistarmyndböndum. Það munu halda áfram að vera íslenskir þættir í hverri viku. Við getum aðeins vonað að þeir innihaldi alsbert kvenfólk hlaupandi um.

Tékkum á þessu.