miðvikudagur, október 20, 2004

Dagur 231:

Rakst á þetta: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1107952

Bannað að framleiða Hitler? Hmm... hugsa ég, af hverju? Svo kemst ég að því að það má ekki framleiða spilakassa, og nefna þá "Hitler". Sem er alveg jafn skrýtið. Þessi Hitler er kominn í þá mjög athyglisverðu stöðu, að vera álitinn Guð.

Lof mér að útskýra:

Einungis það að nefna nafn hans fær fullt af fólki í útlöndum (og kannski fáeina veiklaða einstaklinga hér) til að skjálfa á beinunum. Þó hann sé búinn að vera dauður í mörg ár. Já, það hafa nefnilega liðið fáein ár síðan 1945. Svona 2 eða 3 amk.

Guðlegt, það segi ég. Fólk trúir á hann, líkt og grikkir trúðu á Hades. Það hlýtur að koma að því að einhver stofnar svona Hitler-költ í kringum hann. Næg er hysterían. Ennþá.

Ég persónulega er mótfallinn því að óttast löngu látna menn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli