laugardagur, október 30, 2004

Dagur 241:

Rakst á þetta: heimasíða Helga Hó. Eða þannig.

Af einhverjum orsökum náði ég stöð 2 í gær. Mikil heppni, hugsaði ég, og gerði þessvegna lítið annað en að glápa í allt gærhvöld, fram á nótt. Aðeins eitt skyggði á ánægju mína, og það er að systur mínar voru allan tímann nauðandi í mér að setja á hina og þessa stöð. Sem er mjög pirrandi.

Ekkert finnst systrum mínum betra sjónvarpsefni en svona þættir þar sem fólk er með sófann inni í miðri stofu, svona til að geta gengið umhverfis hann, og svona hláturs-sándtrakki. Bölvað rusl, álít ég.

Afhverju getur þetta pakk ekki gist hjá frændfólkinu?

Ég geri ráð fyrir að friður komi á þegar stöð 2 ruglast aftur. Enn kyrrast svo til þegar pakkið neyðist til að fara heim 3 dögum fyrr en áætlað var. Haha!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli