mánudagur, október 18, 2004

Dagur 229:

Lenti næstum í árekstri áðan. Það var gaman. Er enn í góðu skapi eftir adrenalínkikkið. Ég held að ég væri örugglega ánægðari ef ég hefði lent í árekstri. Ég man að minnsta kost ekki eftir að hafa komist í vont skap eftir árekstur. Þetta er gaman. Vissulega.

Ég tek hinsvegar eftir að ekki eru allir á því að það sé gott að lenda í árekstri. Nei. Allir aðrir verða voða fúlir við þetta. Hvað sem veldur. Gæti verið eignatjónið, gæti verið hækkunin sem þetta veldur á iðgjaldinu.

En ég, ég er ánægður.

Það er bara eitt tilfelli sem ég hálf-sé eftir. Þá jós ég grjóti yfir einhverja stelpu hér á planinu fyrir framan háskólann. Það var vissulega mjög fyndið, og mjög óvart, og ég hló alla leiðina heim, en ég hugsa líka að hún hafi ekki verið mjög ánægð þann dag. Ég myndi gefa henni ís ef ég hitti hana aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli