sunnudagur, nóvember 29, 2009

Dagur 270 ár 5 (dagur 2094, færzla nr. 850):Shocking Blue - Venus.

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Dagur 266 ár 5 (dagur 2090, færzla nr. 849):

Allt í lagi, af hverju eru 7 mismunandi tegundir af sjampó niðri í sturtu? En hvað með þessar 5 tegundir af hárnæringu? Og hvað er "sturtugel?"

Kenning:

Sumir nota eitt sjampó ár hárið á höfðinu, og eina gerð á hárið undir vinstri hendinni, aðra á þau undir hægri hendinni og þar fram eftir götunum. Það gæti verið. Sami díll með hárnæringuna.

Sturtugel... pass. Dettur helst í hug að það sé sett á sturtuna einhverntíma. Eða inn í sturtuhausinn. Það er mjög sniðugt. Freyðir dáldið.

***

Svo var það þetta merkilega te sem mamma fjárfesti í. Ég skoðaði innihaldslýsinguna. Teið inniheldur allt milli himins og jarðar til bragðbóta... nema te.

Það eru pipar, kardimommur og negull í því, en ekki te. Ekki eitt. Það er lakkrís, kanill og túlipanablöð í því, en ekki te.

Magnað alveg.

Svo bragðast það eins og svona tyrkisk peber.

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Dagur 259 ár 5 (dagur 2083, færzla nr. 848):

Jæja. Enn og aftur er komið að... treilerum:Svo þetta er ekki treiler. Þetta yrði líka mjög stutt kvikmynd.Repo! The genetic opera. Sem er ópera.Happiness of the Katakuris. Nákvæmlega jafn bjánaleg og treilerinn gefur til kinna.Code Geass. Þáttaröð. Betri en hún lítur út fyrir að vera.

Og kvikmynd kvöldsins: Pulgasari, frá 1985.Já. 1985. Ekki 1973.

Sko... þetta er Norður Kóreisk kvikmynd. Þeir fóru sérstaklega til Suður Kóreu til þess að ræna leikstjóranum. Eitthvað af leikaraliðinu er líka svoleiðis til komið. Þeim tókst einhvernvegin að plata einhverja Japani til að taka þátt í kostnaðinum, sem er líklega eina ástæðan fyrir að við sjáum þessa mynd. Vegna þess að þegar þeir horfðu á hana tilbúna sáu þer að hún meikaði engan sens og neituðu að sýna hana.

Á endanum tókst japönunum með nöldri að fá myndina sýnda - 10 árum síðar - þeir þurfti það til að fá eitthvað af peningunum til baka. Eitthvað segir mér að það hafi gengið hálf erfiðlega.

Hvað um það: plott: Hinn Illi kóngu vill allt járn í landinu til að búa til vopn fyrir herinn, svo auðvitað býr járnsmiðurinn til skrímsli sem borðar járn.

Mmm...

Fokk it. Það er fokking huge skrímsli, það stompar einhverja random höll, það er nóg.

sunnudagur, nóvember 15, 2009

Dagur 256 ár 5 (dagur 2080, færzla nr. 847):

Ég rakst á þessa mynd um daginn. Eða reyndar leitaði ég þessa mynd sérstaklega uppi vegna þess að ég sá þessa fíguru (þær voru 4, mjög svipaðar, allar eins merktar).

Ef þið horfið mjög vel á hana, þá sjáiði hvað hún er að gera hérna.

Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að benda á þetta fyrir ykkur.

Þetta er karakter úr Umineko no naku koroni. Reyndar einn af bjánalegri karakterunum. Það er enginn skortur á sérkennilega útlítandi karakterum í þessu þáttum.

Plottið er einhvernvegin þannig að 18 manns fara á einhverja eyju. Svo byrjar einhver að drepa þau, eitt af öðru og/eða í hópum. Aftur og aftur og aftur forever.

En það útskýrir ekki af hverju þessi stelpa með bláa hárið og rauðu augun er með Íslenska fánann á hendinni. Ég veit það ekki. Af hverju er hún ekki með Sænska fánann, eða þann Albanska. Þjóðfáni Íslands birtist á fleiri stöðum í þessu. Veit ég ekki af hverju. Bara út af lúkkinu? Eða er landkynning byrjuð að skila sér á ófyrirséðan hátt?

Kannski má búast við meira svona í framtíðinni. Anime karakterum í Íslensku fánalitunum af engri sérstakri ástæðu.

Veit ekki.

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Dagur 253 ár 5 (dagur 2077, færzla nr. 846):YMO. "Rydeen." Ég held að þú eigir að kannast við þetta ef þú hlustar á Bylgjuna á laugardögum.

Nóg af svona hljómsveitum sem heita 3 stafa nöfnum: ELO, PHD, XTC, Yes, OMD... Nú og GCD.

laugardagur, nóvember 07, 2009

Dagur 248 ár 5 (dagur 2072, færzla nr. 845):OMD - souvenir

Fínn bíll. Karmann Ghia, held ég.