fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Dagur 188 ár 4 (dagur 1273, færzla nr. 581):

Örlagadagurinn. Það er einhver krappý þáttur á stöð 2, þar sem fólk er beðið um að muna eftir einhverjum degi, þegar fram fóru örlög. Svo ég fór að hugsa; var einhverntíma sá dagur þegar ekki fóru fram nein örlög? Eða er slíkt einusinni til?

"Örlög" byggja á fyrirfram ákveðnu plani, handriti einhverra skapanorna. Svo að það sé til ákveðinn örlagadagur bendir til að það séu nokkrir dagar þegar það er ekkert handrit, engin örlög. Nornirnar leyfa vit-lausu sjálfvirku kjötdúkkunum bara að ráfa um líkt og zombíum.

Hvað gerist þá? Nú, ef einhverjar nornir skapa einhver örlög, þá er ekkert pláss fyrir einhvern frjálsan vilja, er það? Þá væru kjötdúkkurnar ekkert vitlausar, og myndu gera sér sín eign "örlög". Allt sem fyrir þær kæmi væri allt þeim sjálfum að kenna.

Hvað varstu að þvælast úti á götu þegar bíllinn ók yfir þig? Var það þín eigin heimska, eða voru það ÖrLöG! Vúúúú!!! Það voru nornirnar, þær stýrðu þér út á götu um miðja nótt í svörtum fötum og létu þennan blessaða mann ekki sjá þig og stýma beint yfir þig. Vúúú!!! Örlög. Vúúúú!!!

Afhverju borðaðirðu hamborgara á fimmtudaginn? Af því þig langaði til þess? Eða voru það ... ÖRLÖG?

Vúúú. Spúkí.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Dagur 176 ár 4 (dagur 1271, færzla nr. 580):

Mamma situr bara og glápir á sjónvarpið. Það er allt nýtt fyrir henni. Og mér reyndar. Ruslið sem hún glápir á...

Ég sit þarna og sörfa netið, nenni ekki að horfa á þetta, en ég heyri:

"The woman who had a hamster grafted to her shoulder. Tonight, on Sick Sad World."Frábært.

Þórgunnur tók að sér að laga matinn. Viljandi. Varð svo vitlaus af því hún varð að laga matinn. "Afhverju þarf ég að gera þetta?" spurði hún. "Ég hef ekki tíma," sagði hún. Tók þetta samt að sér, af einhverjum orsökum.

Við sveltum ekki, held ég, þá Þórgunnur klúðri matnum. Sem hefur ekki gerst ennþá - svo ég hafi orðið vitni að.

Ég get eldað. Að vísu finnst mér pirrandi að hafa ekki aðgang að minnst 40 kryddum. Svo verður þetta allt mjög slímlosandi hjá mér. Karrý er gott. (í hóf samt, þegar fólk er farið að tala um *matvæli* í karrý, þá veit maður að það er of mikið karrý) Gott karrý, þ.e.a.s. Þetta Íslenska bragðast eins og sag. Sag með sinnepi. Bleh.

***

Þá á að fara til Rekjavíkur. Smoky Bay, Borg Óttans. Seinast var þar flóð. Sem kom mér lítið við. Ætli nágrönnunum hafi fjölgað eða fækkað? Ég sé til. Rölti um hverfið og skoða það. Það væri mjög kómískt ef það væru fleiri auð hús. En samt... við því að búast.

Miðbær Lundúna er að miklu leiti auður. Einhverjir auðmenn og bankar eiga þetta allt, og leigan er svo há að enginn flytur inn svo það er tap af öllu saman. Í New York eru heilu blokkirnar tómar - þar spila inní einhverjar furðulegar reglur um leigufyrirkomulag, og stórlega of hátt verð. Það besta sem kom fyrir leigumerkaðinn í NY var 11 sept. Þá féll verðið nóg, og fólk flutti inn.

Reykjavík verður eins. Verðið hækkar og hækkar, og að lokum verður maður að erfa hús til að geta eignast eitt. Það er eitthvað mjög rangt við þetta allt saman.

Jæja...

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Dagur 171 ár 4 (dagur 1266, færzla nr. 579):

Var að glápa á slatta af undarlegum kvikmyndum. Auðvitað. Sá nokkrar gerðar af Dario Argento. Hann er ítalskur kvikmynda-iðnaðarmaður. Gerir 1-3 myndir á ári, að ví er virðist, og við nánari skoðun kemur á daginn að þar fer verulega ruglaður maður. En ég er ekkert að velta mér uppúr því.

Hvað um það. Dæmigerð Dario Argento mynd er svona: það er morðingi með svarta leðurhanska - maður sér aldrei allan morðingjann, bara hendurnar - hann er með hníf, svo rekur hann 5-6 fórnarlömb á hol með hnífnum, og svo deyja 2-3 á einhvern annan skrautlegri hátt. Svo kviknar í húsi. Alltaf tími milli morða til að ná í meira poppkorn.

Meikar sens?

Ástæðan til að horfa á þessar kvikmyndir er ekki hve hádramatísk lystaverk þetta eru. Ég get heldur ekki sagt með góðri samvisku að þetta séu lélegustu myndir í heimi. Ég sá "Nei er ekkert svar". Í samanburði við þá ræmu eru þetta snilldarverk.

Hafandi núna séð meira en 4 myndir gerðar af þessum peyja, fer ég að velta fyrir mér hvort það er handrit að þessu hjá honum, eða hvort hann bara býr þetta til jafn-óðum. Ég sé hann fyrir mér, ráfandi um á settinu, pælandi í hvað ætti að vera næst:


"Hmm... kannski lýtur eðlilega út ef það kemur morðingi og drepur þennan mann þegar hann er að fá sér nammi. - Nei, við getum það ekki, þá höfum við ekki efni á öllu blóðinu sem við ætlum að nota í lokaatriðinu."

"Hey, Dario, við fundum 20 lítra tank af blóði í skottinu á bílnum hans Sergio!"

"Jess! Þá get ég haft morð í þessu atriði! Töff töff töff."


Það er ekkert langt síðan ég sá Inferno. Það var mjög fyndin mynd. Ég gleymdi plottinu nokkurnvegin jafnóðum. Það var auðvelt.

Fyrst kom nefnilega atriði þar sem þessi stelpa fór inní einhverjar skuggalegar rústir í New York. Þar missti hún lyklana sína oní holu fulla af vatni, sem kom á daginn að var heil íbúð. Flott íbúð meira að segja. Hvernig komumst við að því? Jú, stelpan kafaði oní holuna á eftir lyklunum.

Alveg eins og kvenfólk er víst til að gera.

Kafandi oní vatnsfyllta lúxusíbúð - í KJALLARA!

Eftir svona korter kom fiskdaman upp aftur, eftir að hafa verið elt af nokkrum líkum. Já. Daman þarf sko ekkert að anda neðansjávar, og það voru mörg lík fljótandi þarna um. Það kom aldrei fram neitt hvað þau voru að gera þarna, eða hvaða íbúð þetta var, en mig grunar að þarna hafi verið á ferðinni fólk sem lét plata inná sig þessari íbúð fyrir slikk án þess að vita að hún var á kafi í vatni, en ákveðið að flytja bara inn samt.

Svo kemur morðingi og drepur aðalpersónuna og vin hennar. Held ég. Nema það hafi verið tvífari hennar. Svo er hin aðalpersónan eða tvífari hennar drepin seinna í myndinni. Þá tekur við önnur aðalpersóna sem mig mynnir að hafi lifað af.

Svo er þarna sena þar sem einhver dama er hengd. Það kom aldrei fram hver það var eða neitt. Gæti hafa verið sena úr annarri mynd, sem þeir ákváðu að nota... bara af því. Hærra bodycount, eða eitthvað. Ég veit það ekki. Ég veit aldrei hvað kvenfólk er að hanga í ítölskum b-myndum.

Snilldin ein er samt atriðið þar sem kellingin dettur niður lyftugöng. Logandi. Og kveikir í húsinu. Það var svo súrt að það var fyndið. Svo var beinagrind. Já... og hún talaði.

Og atriðið með rottunum. Og atriðið með öllum köttunum.

Það er nefnilega þekkt klysja, að ef einhver er að þvælast einhversstaðar á dimmum stað, og það er morðingi einhversstaðar að fela sig... þá skýst skyndilega fram köttur. Auðvitað er þannig atriði. Á sterum. Og það er auðvitað mjög asnalegt og sniðugt, allt samtímis.

Inferno er miklu skrýtnari en til dæmis Profondo Rosso, en í þeirri mynd er þó sena þar sem mekanísk dókka ræðst á einhvern, og svo deyr einhver í einkennilegu hálsmensslysi. Sem hefur eitthvað með lyftu að gera. Svo er senan í Tenebrae þar sem morðinginn heggur hendina af þessari kellingu, sem verður til þess að hún æðir um allt hús, spreyjandi veggina rauða. Það þarf að sjá til að ná almennilega. Með svona aksjón þarf plottið ekkert að meika sens."One of the scariest movies of all time". Yeah right.

Íslenskar kvikmyndir eru ekki svona. Nei. Íslenskar myndir þurfa allar að vera ógurlegt drama, eða ægilega fyndnar. Yfirleitt misheppnast dramað alveg ægilega, og húmorinn fer fyrir ofan garð og neðan.

Einhver þarf að gera kvikmynd þar sem Jólasveinar koma niður í bæ, um hásumar, í leit að Jólakettinum, sem er að föndra við að snæða smábörn, einstæðar mæður, róna, löggur, litlar byggingar... Það verða sprengingar, bílaeltingaleikir og fullt af blóði spreyjast í allar áttir.

Svo kviknar í húsinu.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Dagur 166 ár 4 (dagur 1261, færzla nr. 578):

Kvikmynd kvöldsins: D.O.A , eða Dead On Arrival, eins og það þýðir, frá 1950. Fyrir slysni er þessi mynd Public Domain, sem þýðir að hvaða bjáni sem er má skella henni á Internetið. Það var víst einhver deila um eignarrétt á henni sem varð til þess að eignarrétturinn - sem deilan stóð um, var ekki framlengdur, og niðurstaðan er: frí kvikmynd.

Pt 1/8


Þetta er alveg góð mynd. Fjallar um mann sem leysir morðið á sjálfum sér.

pt 2/8


Það eru svosem nokkrar aðrar ræmur sem eru almenningseign sökum aldurs, Things to Come, Nosferatu, Metropolis og fullt af rusli sem enginn vill eiga. Mest er ég hissa á að "Night of the living dead" skuli vera ein af þeim. (Það er ekki slæm mynd, þó hún sé vissulega B, þetta var eitthvað klúður hjá dreyfingaraðilunum. Skiftir engu, hún er búin að borga sig upp margfalt.) Flest er hægt að kaupa á 100 kall á DVD, sem er bara það sem kostar að framleiða diskinn + álagning + skattur.

Pt 3/8


Nóg komið af þessari vitleysu:

pt 4/8
pt 5/8
pt 6/8
Pt 7/8
pt 8/8

Hér á Google video í heilu lagi.

Ekki er mér alveg ljóst afhverju ég hef ekki séð neina af þessum myndum sem ég taldi upp áðan á RÚV. Þær eru klassík. Að vísu er "things to come" mjög asnaleg á alla vegu, og oft mjög fyndin, en hinsvegar er erfitt að horfa framhjá því að hún sagði fyrir um seinni heimstyrrjöldna.

***

Mamma var að átta sig á að hún er fótbrotin. Búin að rölta um svona margbrotin í nokkra daga... amk klukkutíma. Tómir töffarastælar, segi ég.

föstudagur, ágúst 17, 2007

Dagur 163 ár 4 (dagur 1258, færzla nr. 577):

Var að velta fyrir mér þessari Grímseyjarferju...

Núverandi Sæfari er næstum 40 metra skip, um 370 tonn, smíðað 1978. Og í staðinn vilja þeir fá skip ekki eldri en 15 ára... skv. mínum heimildum er það úttjaskað og ónýtt skip strax þar, og gjörsamlega verðlaust nema sem brotajárn. En skoðum þetta aðeins fyrst til að glöggva okkur á verðlaginu.

Hmm... Mér sýnist þessi 75 metra fraktari með 2 krönum kosta um 100 krónur íslenskar. Ekki slæmur díll það.

Og hérna hef ég fundið 454 farþega skemmtiferðaskip verðlagt á 450 millur. '62 módel. Klassi.

Ekki hefur ein 50 manna ferja kostað svona mikið? Nýleg ferja frá Grikklandi kostar ekki nema hálfan milljarð. Miklu tilkomumeira skip það; næstum þrefalt þyngra. Og þessi 140 farþega hraðbátur kostar ekki nema 100 millur.

En höldum áfram að skoða blaðagreinar:

Skv. þessari grein kostaði ferjan 100 millur. Og hún nær ekki einusinni 50 km/h. Eins og ég hef komið inná, þá er hægt að kaupa ansi ölugan hraðbát sem getur farið með alla Grímseyjinga og suma vini þeirra í smá ferðalag fyrir þann pening. En nei, það var keyptur einhver bilaður ryðkláfur. Bilaður? Það þurfti að fjárfesta í vélbúnaði fyrir 50 millur. Það er sko almennileg bilun. Öll skipin sem ég er með á lista eru "gangfær". Hér lét einhver svindla illilega á sér.

Sko, ef spaðabáturinn er Ferrari, þá er Grímseyjaferjan Hyundai Pony. Maður borgar ekki það sama fyrir Pony og fyrir Ferrari. Samkvæmt þessari grein
gerðu Grímseyjingar sér grein fyrir þessu.

Hverjar eru svo þessar óskir Grímseyjinga? Það er alltaf vitnað í þær. Mig grunar að það sé bara verið að kenna þeim um eitthvað: þeir komu með lista yfir hluti sem ferja þarf að hafa, svo er keypt ferja sem lýkist ekkert þeim kröfum, og svo er henni breytt... Höfum hér í huga að ansi stórt sjóskip virðist ekkert kosta neitt svo mikið. Svona hálfan milljarð, nánast nýtt.

Það er eitthvað rangt við þetta allt. Eru þessir menn hjá vegagerðinni sem keyptu þessa ferju svona vitlausir? Hver réð þá eiginlega? Hvernig komust þeir í þetta djobb? Hvaða spilling er eiginlega í gangi?

Eða, þeir vita hvað þeir eru að gera. Ferjan kostaði engar 100 millur. Hún kostaði í raun 50 millur, og þeir skiftu hinum 50 bróðurlega á milli sín. Með því að yfirheyra seljendurna er unnt að komast að þessu.

Svo getur verið að þessir gaurar séu bara á valdatrippi, kaupandi ferjur fyrir fullt af pening til að hafa eitthvað til að monta sig yfir í veizlum. Sem er mjög geðveikislegt.

Mér sýnist að það þurfi að reka alveg fullt af fólki útaf þessu. Við skulum byrja á Sturlu ráðherra. Hann er ráðherrann, hann ber ábyrgð á undirmönnum sínum. Þið vitið, þessum gaurum sem sóuðu peningum Landans, af fjárlögum, án samráðs við þing, án samráðs við menn sem vissu hvað þeir voru að gera. Svo má reka þá gaura alla með tölu. Reka þá sem lengst. Til Síberíu, helst.

Vegna þess að þetta er greinilega þeim að kenna, burtséð frá hvaða hvatir lágu þarna að baki.

Og allt þetta fær mig til að hugsa um hve mikið er að marka kostnaðaráætlanir þeirra peyja í vegagerðinni um göng. Mig grunar sterklega að það sé miklu meira að marka Árna Johnsen en þá. Svo ég er með tillögu: gerum göng, en höldum vegagerðinni út úr því dæmi. Það gæti marg-borgað sig.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Dagur 162 ár 4 (dagur 1257, færzla nr. 576):

Áðan kom lundapysja til okkar í kassa. Frá Reykjavík. Þeir sögðust hafa fundið hana á vappi í kringum vélina inní skýli. Datt í hug hún hefði komið frá okkur. Laumast um borð þegar við vorum ekki að horfa. Klifrað upp í hjólabúnaðinn eða eitthvað. Hver veit? Kannski átti hún pantað? Á nafninu Lund A. Pysja eða eitthvað. Kannski með flugkort.

En hvað um það, þar sem eyjar eru þekktar fyrir lunda en Reykjavíkurflugvöllur ekki, þá ályktuðu þeir að dýrið kæmi frá eyjum en ekki úr esjunni, eða einhverri af þessum eyðieyjum sem eru í nágrenni Reykjavíkur. Svo þeir sendu hana til okkar aftur. Þeir eru einhversstaðar að henda henni fyrir björg núna.

Hannes tók af henni einhverjar myndir, og þessi hér að ofan er ekki ein af þeim.

Já. Ljótt er, ef pysjurnar eru farnar að flýja úr eyjum með flugi. Hve margar ætli laumist burt með Herjólfi?

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Dagur 160 ár 4 (dagur 1255, færzla nr. 575):

Ég heyrði einusinni af bæ á Krímskaga sem heitir mjög löngu og óþjálu nafni. Það var til komið þannig, að þar var virki, og við það bjó slatti af fólki. Hvað það hét veit ekki nokkur maður, því á þetta virki var ráðist, og það yfirtekið af fólki sem talaði annað mál.

Nú, nýja liðið reysti sér nýtt virki. Þetta virki tók nafn sitt af þeirri byggingu sem fyrir var, enda töldu menn að staðurinn héti "virki", enda oft um það rætt af innfæddum, og nefndist þannig: "virkivirki", að öllum orðum þýddum. Þetta hljómaði ekki jafn asnalega fyrir þá.

En svo kom að því að virkinu var rústað af enn öðrum hóp, sem skildi hvorugt málið, og þeir reistu sér annað virki, og það hét: virkivirkivirki. Flott nafn, það.

Eftir fjórðu innrásina var nafnið orðið skuggalega lang, og allir sem réðust þar til valda á eftir töluðu bara um virkið í virkivirkivirkivirki.

Á englandi átti sér stað sambærilegur hlutur. Það er hæð sem er í daglegu máli nefnd: "Torpenhauer hill", eða Torpenhauer hæð. Þetta nafn vildi þannig til, að hæðin hét í raun ekkert. Hún var bara kölluð hæð. Eða Tor, á því máli sem var talað þá.

Svo var skift um fólk með ofbeldi, og Tor hæðin fékk þá nafnið Torpen. En Pen var orð komumanna yfir hæð. Hauer er svo orð úr forn-ensku sem þýðir hæð, enda vissu þeir ekkert hvað "Torpen" þýðir, gæti eins verið nafn á einhverjum guð eða eitthvað. Og auðvitað gerði sér enginn sem á eftir kom grein fyrir því að "Torpenhauer" þýðir hóllhóllhóll, og nefndu fyrirbærið "hólhólhol hól", eða "Torpenhauer hill".

Sem er náttúrlega bara snilld.

Í LA eru svo náttúrleg fyrirbæri sem nefnast á máli innfæddra "the LaBreia Tar pits".

"The" er greinir. "La" er greinir. Breia þýðir "tjörupyttur", og "tar pit" þýðir tjörupyttur. Sem þýðir að staðurinn heitir "tjörupytts tjörupyttirnir"

Þetta væri alveg hægt á Íslandi. Við gætum verið með Skansborgarvirkið. En við þurfum ekkert svoleiðis. Neibb. Við höfum sko Saurbæ. Með svoleiðis bæjarnöfn, þá þurfum við sko engar endurtekningasamar langlokur. Og það er Graskvörn og Fensalir, Þúsöld og Árborg... Við höfum fólk á launum við þetta. Það sagt, hvað munu öll sveitarfélög Austurlands heita? Snjósker? Fellahellir? Aldinkeyta?

Veit ekki.

Saurbær... algert skítapleis.

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Dagur 158 ár 4 (dagur 1253, færzla nr. 574):

Umhverfisverndarsinnar eru mjög grænir. það er alveg ljóst mál, og verður með hverjum degi ljósara. Og grænastir af öllum eru þeir sem trúa því sem þeir segja:

"Koltvísýringur er slæmur fyrir jörðina!"

Þeim er semsagt illa við tré og gras? Hlýtur að vera, því allir sem hafa tæmt úr kolsýruslökkvitæki í gróðurhúsi geta sagt ykkur hvernig vöxturinn tekur við sér á eftir.

Ekki getur þetta stöff verið mjög hættulegt við innöndun heldur - nema í mjög miklu magni, en í mjög miklu magni þá er jafnvel vatn eitrað. Höfum það bara bakvið eyrað.

Ríkið lepur upp eftir þessum bjánum alla vitleysuna alveg óskoðaða, og vill nú að allir kaupi sér bíla sem gefa frá sér minna af gróðuraukandi efnum. Sem fær mig til að hugsa... því eftir því sem Kristján hjá Fjölblendi hefur sagt mér, og hann er bókstaflega á kafi í þessu, þá eru vélar stillanlegar til að gefa frá sér í mismunandi hlutföllum eftirfarandi efni: Koltvísýring, NOX eða bara ryk.

Jafnvel rafmagnsbílar gefa frá sér vetni, sem er ekki beint heilnæm lofttegund. Það hefur eitthvað með batteríin að gera.

En svo ég útskýri: koltvísýra (CO2) er bara það sem við öndum frá okkur. NOX er nokkuð sem verður til við afar heitan bruna - eldingar og slíkt. Þetta er samheiti yfir alveg helling af mis-eitruðum efnum, eins og óson, blásýrugas, hláturgas... þið vitið, fullt af áhugaverðu stöffi. Eitri, einu orði.

Ef bílvél (eða bara einhver sprengihreyfill) gengur hægt, við lágan hita og nýtir þar af leiðandi eldsneytið ekkert mjög vel, gefur hún frá sér meira CO2 en NOX. Og sót.

Ef vél gengur hratt, við háan hita, og er þ.a.l að nýta eldsneytið betur, þá myndast meira NOX. Og svona grátt ryk. (Skoðið útblástursrörið á vel tjúnuðum Lamborghini einhverntíma. Dísel gefur svo frá sér enn meira og hættulegra ryk, sem sker lungun að innan og veldur með tíð og tíma blæðingum sem leiða til þembu).

Best er auðvitað að stilla vélina á milli þessara tveggja öfga, til að bæði brenna vel og fá lítið NOX. Gott getur líka verið að snöggkæla útblásturinn. Nota líka forþjöppu og intercooler. Treystið mér, þið viljið frekar anda að ykkur CO2 en NOX.

En nei, CO2 er hataðasta efni í heimi nú um stundir. Allar vélar eru dæmdar útfrá því hve miklu CO2 þær dæla út í andrúmslofti, samkvæmt einhverjum æfingum sem ég kann ekki alveg á, en hafa mjög líklega ekkert með raunveruleikann að gera. (EPA lætur bíla malla inní skúr við X mikinn snúning og mæla svo útblásturinn til að komast að eyðzlunni - sem þýðir að það er ekkert að marka eyðzlutölurnar frá þeim. Eyðzlumælirinn í fólksbílum mælir hve mikið súrefni vélin tekur til sín - sem eins og gáfaðri lesendur fatta sennilega, er ansi breytilegt eftir veðri).Svo fékk forseti lýðveldisins sér Hæbrid bíl, því þeir gefa svo lítið kolefni frá sér þegar þeir eru kyrrstæðir. Svo, þegar forsetinn kemst nógu hratt til að draga úr slysahættu í umferðinni fer bíllinn að spúa út CO2 af miklum móð, aðeins meira en til dæmis sambærilegur Benz. Sem fær mig til að hugsa aftur: annaðhvort er í þessum bíl mjög léleg vél, eða, og þetta er líklegra: þetta er mesti bensínsvelgur í sínum klassa. Það þarf sko að brenna eldsneyti til að búa þetta stöff til, og ef vélin er GÓÐ, sem ég efast ekki mikið um - þetta er nú Lexus, það er enginn traktor, er það? - og tjúnuð til optimum brennzlu, þá þarf hún að taka til sín meira bensín en sambærilegur Benz (500 eða 600) til að geta búið til meira CO2.Einu sinni var Benz flottur bíll...

Hmm... ég þarf að fá þennan bíl lánaðan í svona mánuð. Og Benz, til samanburðar. Það yrði kannski ekki mikið að marka, ég fæ alltaf frekar góða eyðzlu út úr bílum. (1991/2 Range Rover - 15/100, 1991 Pajero - 18/100)

Ef þessir gaurar væru samkvæmir sjálfum sér, væri forsetinn á hestavagni, með mannskap á eftir sér til að moka skítnum upp á annan hestavagn (af heilbrigðisástæðum), og allir á Þingi kæmu annaðhvort fótgangandi eða á strætó. Þangað til þeir gera það, er ekkert mark á þeim takandi.

Og Seiving Æsland, þeir héldu sig í Evrópulandi til að spara flugvélaeldsneyti.

***

Við þurfum 3 akreina hraðbraut til Þorlákshafnar. Eina akrein fyrir trukka, húsbíla og fólk með allskyns kerrur, eina fyrir venjulega umferð, og eina til að taka frammúr. Þetta þarf helst að lyggja alla leið að Sundahöfn.

Og ég mun aldrei skilja af hverju má ekki hafa bílastæði á tveimur hæðum, eins og við Erfðagreiningu, Kringluna og Smáralind. Þetta er ekkert flókin smíð. Sparar pláss. Og peningarnir eru til. Þetta sem er tekið til vegagerðar fer ekkert allt í vegagerð, munið?

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Dagur 154 ár 4 (dagur 1249, færzla nr. 573):

187 - það er löggumál fyrir morð. Samkvæmt þessari kvikmynd sem ég sá part af. Hún var mjög leiðinleg.

Hann er vinsæll þessi frasi sem stendur á löggumerkinu: "með lögum skal land byggja". Sem er alveg gilt. En mér finnst eins og afgangurinn af þessari tilvitnun hafi að ósekju verið annaðhvort viljandi hundsaður, eða hafi gleymst: "en með ólögum eyða".

Það sem ég er að hugsa um er þetta:

Vændi er löglegt á íslandi. Bara af því. Enginn sér neitt rangt við það. Afar kapítalískt, afar frjálshygjulegt.

Á sama tíma er bannað að kaupa vændi. Sem er, með hliðsjón af því að vændi er löglegt, alveg súrrealískt. Kafka hefði fílað þetta.

Þetta er sambærilegt við það að mega stofna til kappaksturs á Strandveginum, bikar í boði og allt. Ég myndi bara auglýsa þann atburð, keppendur myndu mæta og keppa, sumir myndu keyra útaf og hafna inní Krónunni, og nokkurnvegin allir myndi verða böstaðir af löggunni fyrir of hraðan akstur, glannaskap og fyrir að vera með háu ljósin á. En ég, sá sem stofnaði til rallsins, ég bæri enga ábyrgð, því að stofna til kappaksturs á götunni án nokkurs samráðs við klerka og þjóðhöfðingja væri alveg fullkomlega í lagi og löglegt.

Svo er nektardans bannaður. Því það varðar við almannaheill. Rökstuðningurinn er sá að þrælasala og vændi fari fram á öllum nektardansstöðum.

Og mig fer að gruna að þetta lið hafi aldrei farið á nektardansstað. Það hef ég gert nokkrum sinnum, og aldrei voru mér boðnir þrælar til kaups né vændiskonur til leigu. Þó var staðurinn mjög vel til ólöglegs athæfis fallinn, því hann var svo afskekktur - í sömu húsalengju og sala varnarliðseigna og Dómínós. Þeir hefðu getað selt skriðdreka á planinu, boðið uppá reynzluakstur og hvaðeina, og enginn hefði fattað eitt, en nei, það gerðist ekkert. Það var meira að segja haldið barnaafmæli þarna einusinni. Reyndar, þegar ég pæli í því, var þetta einn minnst skuggalegi bar sem ég hef farið á. Stúdentakjallarinn státaði af grunsamlegra fólki! Þeir ættu að hafa miklu meiri áhyggjur af Gauknum eða Lundanum.

Og vændi er löglegt?

Svo eru umferðarlögin... Þau hafa náð sínu fyrsta fórnarlambi núna. Það var við því að búast. Löggan blikkaði gæjann, og hann reyndi að flýja. Mig grunar að hann hefði ekki orðið jafn æstur undir gömlu lögunum, og jafnvel látið sig hafa það að stoppa og rabba við laganna verði - en það hefði haft slæmar afleiðingar fyrir manninn núna. Allt að 120K sekt og bíllinn upptækur? Svoleiðis var ekki gert í denn. Hann hefði farið á hausinn hefði hann stoppað. Auðvitað reyndi hann að sleppa. Og hann verður ekki sá síðasti heldur.

Fasismi drepur.

Ég skil ekki löggjafann. Það eina sem hann vill er að banna og refsa og refsa fyrir smávægileg brot.

Akureyringar voru víst að tapa fullt af pening á sínu síðasta banni. Allt kapitalið mun hafa dreyfst á alla staði nema Akureyri. Til dæmis til Eyja. Sem er gott. Þakka ykkur, Akureysku fasistar, fyrir alla þessa viðskiftavini! 12000 manns á þjóðhátíð, og ég varð frekar lítið var við þá. Hver og einn skildi eftir minnst 11.000 krónur hjá okkur. Sem er snilld. Ég mæli með að Akureyringar geri þetta aftur. Við eyjamenn getum bara grætt á þessu.

Sko bara, það eru bjartar hliðar á málinu stundum.

laugardagur, ágúst 04, 2007

Dagur 150 ár 4 (dagur 1245, færzla nr. 572):

Það var voða fátt með flugi, fannst mér. Afhverju ætli það sé? Veðurspáin? Verðið? Sambland af þessu öllu?

Áðan fór ég í dalinn. Hann lyktaði svolítið eins og blautur hundur sem hefur sofið í súrheysturni sem hefur verið ælt inní.

Nú má ekki standa eins nálægt brennunni og í fyrra. Ekki það að manni væri hleypt eitthvað nálægt henni þá. Mér sýndist að þeir hefðu fært sig út um 10 metra, minnst.

Gerum nú ráð fyrir að "öryggissvæðið"* stækki alltaf um eitthvað svipað á hverju ári, hve langt er þá að bíða eftir að öllum verði hóað saman út úr dalnum áður en það er kveikt í? 10 ár?

Þetta er svona á öllum sviðum. Sem betur fer er ekki enn farið að stunda vopnaleit á vellinum. Það yrði alveg til að fara með þetta, því hver borgar? Jú, farþegarnir. Og þeim mun finnast svo gaman að borga meira en 8000 fyrir far og gegnumlýsingu, og að rótað sé í farangrinum hjá því.

Vegna þess að alkæda kemur svo oft í frí hingað. Sprengir sig í loft upp í Kaffi Kró til tilbreytingar.

Annars er ég viss um að næsta skotmark terrorista verður einmitt svona vopnaleitarröð á flugvelli. Pælið aðeins í þessu: þetta liggur svo vel við höggi; fullt af fólki sem bara stendur þarna og bíður við einhvern flöskuháls á meðan einhverjir gaurargegnumlýsa töskurnar þess og stela naglaþjölum og hársápu. Örugglega yfir 40 manns á 100 fm svæði. 10X10m. 5 kíló af semtexi geta alveg drepið það. Jafnvel eitthvað kraftlaust, eins og 5 kg af TNT gætu alveg gert það.

Og viðbrögðin við því... yfirvöld myndu svoleiðis spila beint uppí hendurnar á þeim.

Að sprengja við innritun yrði auðveldara, og þannig gæti sprengjumaðurinn jafnvel sloppið. Hann bara mætir með tösku fulla af sprengju, biður einhvern að líta eftir henni, og fer svo. Svo, utan færis, sprengir hann töskuna. Það tekur ekki nema 1 mínútu að komast hæfilega langt frá. Hann gæti bara farið á klósettið.

Hafandi skrifað þetta - endilega, ef þið eruð í útlöndum og einhver ókunnur biður ykkur um að líta eftir farangrinum, skoðið hvað er í töskunni. Ef það er sprengja...

Sko, það er kveikibúnaður. Allar líkur eru til að hægt sé bara að einfaldlega rífa hann af og henda honum. Ef hann springur svo skömmu seinna, þá veistu að þetta var tilræði. Ef þú gerir þetta ekki og það er tilræði, þá deyrðu bara.** Það mun ekki vera tími til að kalla til lögreglu. Þetta mun, og verður að springa strax, ef tilræðið á að heppnast, eins og ég sé það fyrir mér.

Jamm. En ég held samt að við fáum eldgos fyrst.

*Öryggi er ofnotuð afsökun fyrir allskyns paranoiískum æfingum.
**Ef það er sprengja, er gott að vita hvernig á að aftengja þær. Að mér læðist sá grunur að það sé fáráðlega auðvelt.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Dagur 147 ár 4 (dagur 1242, færzla nr. 571):

Atvik undanfarinna daga hafa fengið mig til að hugsa - til dæmis þá vita Íslendingar ekki hvernig á að bregðast við skotárásum. Þeir staldra við og hugsa: ætti ég kannski að panta Pizzu? Ákveðinn aðili lét sér detta í hug að fórnarlambið þyrfti í sund.

Annað er, hve mikils virði halda menn eiginlega að kvenfólk sé?

Nú, þar sem ég er afar praktískur náúngi, þá datt mér í hug að reikna það út.

Gefið er, að atvinnulaust fólk er einskins virði. Það framleiðir ekkert, og þar er það. Bara kostnaður. Af sömu ástæðu eru krakkar verðlausir, en þeir hafa þó þann kost að breytast stundum í fólk sem er einhvers virði.

Sem sagt, annað hvort geturðu gert eitthvað, eða þú getur verið kattamatur - í því tilfelli er kílóverð á þér.

Og þar sem fólk er einungis eigin framleiðni virði, er þetta auðvelt dæmi.

Kona fær t.d. í laun 250.000 á mánuði. M.v. 38% þjófn.... ég meina skatt, þá erum við að tala um rauntekjur uppá 155K. Eitthvað af því fer í viðhald. Kvenfólk borðar allskyns undarlega hluti eins og fitusnautt þetta og kalóríulaust hitt, og gengur um í fötum... auðvitað. Ef það fær enga næringu visnar það og deyr, skilst mér. Hafa sumir af því miklar áhyggjur.

Við getum gert ráð fyrir 100K á mánuði, eða 1200K á ári.

Til að halda kvenmann þarf maður oggulítið stærra húsnæði, sem gæti þurft að stækka því stundum verða til lífverur sem heita "krakkar", og er ekki nóg að geyma slíkt bara í kjallaranum eða undir rúmi. Hef ég fyrir því góðar heimildir.

Húsnæði getur kostað frá 150K á mánuði, eða 1800k á ári.

Bíll, það er frá 250K á ári fyrir notaðan bíl eða 380K á ári fyrir nýjan.

Samtals: 2.050K eða 2.180K - 1.200K = 850 eða 980.

Krakki, slíkt kostar skv mínum heimildum 2000 kall á dag. Það er 730K á ári. Eða 1710 til 1840.

Hafi maður sjálfur einungis 250K í laun fyrir þjófn... skatt, þá er ljóst að maður lendir í mínus, því húsnæðisverð er slíkt að enginn er í raun borgunarmaður fyrir því. Maður rétt hefur efni á því með engum krakka.

Gott er því að skrá gæludýrið sitt... ég meina konuna sem leigjanda. Rukka hana um leigu og hvaðeina til að hafa alla pappíra til, og skrá hana svo sem einstæða móður ef svo óheppilega vill til, því einstæðir foreldrar fá 238K á krakka vs. 166K á krakka sem sambúðarfólk fær. Sjálfur getur maður skráð sig til heimilis í foreldrahúsum, eða hjá kunningja sínum sem eins er ástatt fyrir eða skilur hvað er í gangi.

Já.

Nú, komi maður út á sléttu, þá er hægt að sjá að konan er einskins virði. Annars lítur út fyrir (miðað við að bæði sé með 250K á mánuði, eigi notaðan bíl og borgi 150K fyrir hús) þá fái maður 350K á ári til að eiga til að fara í frí, borða og svona. Sem er ekki slæmt.

Með 1 krakka erum við að tala um sömu tölu, í mínus.Þar höfum við það. Með þessum forsendum er kona 350.000 króna virði á ári. Ef hún á barn, erum við að tala um stórfellt tap. Persónulegt, meina ég. Þjóðfélagslega er hagkvæmt að hver fjölskylda sé amk foreldrar með 3 börn* - til að halda uppi sístækkandi hóp ellimanna.

Mér sýnist að eina leiðin til að koma því í kring sé að lækka skattana það mikið á neyzluvörur að það sé í lagi fyrir fólk að eignast afkvæmi, án þess að slíkt setji það á hausinn. Á móti mætti gera það andstyggilegt að vera einstætt foreldri, því slíkt fólk er mjög oft öryrkjar, sem stækka bara hóp bótaþega, sem veldur aftur þyngzlum á ríkinu sem veldur skattahækkunum, sem veldur því að minna vit er í fyrir gott fólk að eiga afkvæmi, sem veldur á endanum hruni.

En það er miklu flóknari útreikningur en ég nenni að standa í.

*Faðir sér, móðir sér, það eru 2 íbúðir/hús, sem er auka kostnaður, ekki bara í húsnæði, heldur pappírskostnaður fyrir ríkið vegna allskyns reglugerða og bulls sem var ekkert til á Landnámsöld, svo ég höfði til kommúnista. (Þó ég efist um, eðli málsins samkvæmt, að Kommarnir fíli Landnámsstjórnkerfið).