fimmtudagur, október 27, 2016

Dagur 236 ár 12 (dagur 4618, færzla nr. 1496

Það er allt of langt milli pósta:


Pappírs-Pésa kvikmyndin gengur líka of hægt.

Nenna, ekki til.

fimmtudagur, október 06, 2016

Dagur 215 ár 12 (dagur 4597, færzla nr. 1495

Ég skrifaði þetta á fesibúkk, en setjum þetta hér líka.  Bakköpp, sko:

Leikum okkur aðeins að kosningavitanum.
Nú til dags er í tísku að bera alla saman við Hitler, svo, til skemmtunar og yndisauka spyrjum okkur: hvað myndi Hitler kjósa ef hann væri með kosningarétt á Íslandi.
En við skulum gera það vísindalega. Það þarf ekki að giska, Hitler nefnilega gaf alveg til kynna hvað hann vill, og kom því frá sér á prenti, td hér:https://simple.wikipedia.org/wiki/NSDAP_25_points_manifesto
Ef vafi kemur upp, þá er til grein á wiki sem er tileinkuð Hitler, og við getum ráðfært okkur við hana. Ef ég get ekki sagt, þá er "vil ekki svara" valkostur.
Svo, vindum okkur í þetta:
1: Taka á við fleiri flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi en nú er gert
Hmm...
"Non-citizens may live in Germany, but there will be special laws for foreigners living in Germany.[4]"
Hvað ætlum við að gera við flóttamennina? kemur ekki fram. Eru flóttamennirnir gyðingar? Segir ekki.
Hitler og co var alveg sama um útlendinga, svo fremi sem þeir voru ekki gyðingar eða sígaunar. Segir sagan.
Segjum: "Hvorki né." Það virðist safe bet.
2: Íslensk menning á undir högg að sækja vegna alþjóðavæðingar
"We want the law to stop politicians from being anti-German,"
Frekar sammála, sennilegast.
3: Of margar ákvarðanir sem hafa áhrif á íslenskt samfélag eru teknar innan alþjóðastofnana á kostnað innlendrar ákvarðanatöku
Sama tilvitnun gildir. Svo mjög sammála.
4: Upptaka erlends gjaldmiðils er nauðsynleg fyrir efnahagslega framtíð Íslands
Ég held varla að Hitler tæki vel í þetta.
5: Draga á úr stuðningi stjórnvalda við íslenskan landbúnað
Hitler segir: "We want all very big corporations to be owned by the government."
Hitler vill ekki bara styðja landbúnaðinn, hann vill þjóðnýta hann. Svo: nei.
6: Það er gott fyrir efnahag Íslands að fólk frá öðrum löndum flytjist hingað
Hitler segir: "Only Germans may be citizens of the Germany. Only those of the German races may be members of the nation, their religion does not matter. No Jew may be a citizen.[3]
Non-citizens may live in Germany, but there will be special laws for foreigners living in Germany.[4]"
Gott eða slæmt, not happening. merki við "vil ekki svara." Ég hef ekki hugmynd um hvað Hitler vill um efnahag, og hef reyndar grun um að hann hafi ekki haft vit eða áhuga á hagfræði.
7: Innflytjendur eiga að þurfa að aðlagast íslenskum gildum
Hitler: "Only Germans may be citizens of the Germany."
Nei. Alls ekki.
8: Auka á fjárframlög Íslands til alþjóðlegs þróunarsamstarfs
Hitler datt þetta aldrei í hug. "vil ekki svara"
9: Rýmka á möguleika erlendra einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa og eiga fasteignir og jarðir á Íslandi
Nei.
10: Ísland á að hefja á ný og ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið
"Vil ekki svara"
11: Hækka á skatta á hátekjufólk til að draga úr ójöfnuði
(Götz Aly): "Paragraph 22 of the ordinance imposed an additional wartime tax of 50 percent on all wages, but it also promptly excluded all but the wealthiest Germans, those with annual incomes of more than 2,400 reichsmarks. In practice that exempted 70 percent of the German population. "
"So it appears that, if you were German, the highest tax rate was 50% of wages and that was only applied to the top 4% of the income distribution." (https://www.quora.com/What-was-the-highest-income-taxation-…)
Algerlega sammála.
12: Lækka þarf skatta á Íslandi jafnvel þó það þyrfti að skera niður ríkisútgjöld og opinbera þjónustu á móti
Ísland getur ekki látið gyðinga og hernumda borga allt, en 50% er lægri skattur en er hér, total...
Ég er nokkuð viss um að "nei" sé svarið. Eða yrði það við hérlendar aðstæður.
13: Háskólanám við ríkisrekna háskóla á að vera gjaldfrjálst fyrir nemendur
Hitler segir: "If poor parent cannot afford to pay the government should pay for education."
Já.
14: Banna á frjálsar fjárfestingar einstaklinga og einkafyrirtækja í orkugeiranum
Hitler: "We want all very big corporations to be owned by the government."
Einkafyrirtæki, segirðu? Nei.
15: Fyrirtæki í ríkisrekstri vinna almennt betur að almannahag en fyrirtæki í einkarekstri
Hitler er alveg ammála þessu.
16: Bankastarfsemi á Íslandi á að vera rekin af hinu opinbera
Og þessu.
17: Stefna á að auknum einkarekstri í íslensku heilbrigðiskerfi
Við vitum alveg hvað Hitler finnst um einkafyrirtæki.
Nei.
18: Hækka á vaxta- og barnabætur, jafnvel þó það þyrfti að auka skatta á móti
Hitler segir, um barnabætur: "The State must protect health standards by
protecting mothers and infants
stopping children from working"
Um vexti almennt: "No one should live off money from rents or other income unless they have worked for that money"
Barnabætur: já. Vaxtabætur: not applicable.
19: Leyfa á frjálsa sölu léttvíns og bjórs í íslenskum matvöruverslunum
Hér verð ég að játa að ég veit ekki hvar Hitler væri staddur. Annarsvegar er hann... var... evrópumaður, og í evrópu eru svona drykkir og hafa alltaf verið fáanlegir. Hisnvegar hafði Hitler allskyns sérvizku hugmyndur um mat og heilsu.
Vil ekki svara.
20: Hinu opinbera ber að setja lög og reglur til að jafna hlutföll kynjanna í stjórnmálum
Þetta hafði Hitler aldrei dottið í hug.
Vil ekki svara.
21: Friðhelgi náttúrunnar á að vera æðri hagsmunum atvinnulífsins þegar virkjanakostir og iðnaður eru til umræðu
Aftur: Vil ekki svara.
22: Álver og sambærileg stóriðja hafa almennt séð bætt íslenskt samfélag
Hitler segir: "Every citizen should have a job. Their work should not be selfish, but help everyone. " og "Big industrial companies should share their profits with the workers."
Svo: já.
23: Eðlilegt er að á Íslandi sé þjóðkirkja sem stjórnvöldum ber að vernda og styðja sérstaklega
Hitler segir: "We want to allow all religions in the State, unless they offend the moral feelings of the German race. The NSDAP is Christian, but does not belong to any denomination. The NSDAP will fight the Jewish self-interest spirit, and believes that our nation will be strongest only if everyone puts the common interest before self-interest."
"hvorki né."
24: Banna á með lögum verðtryggingu á húsnæðislánum
Hitler: "No one should live off money from rents or other income..."
Já.
25: Frumvarp Stjórnlagaráðs á að verða grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands
Fyrir Hitler kemur þetta utan út geimnum.
Vil ekki svara.
26: Breyta þarf íslenska kvótakerfinu í sjávarútvegi í grundvallaratriðum
Já, þjóðnýta það.
27: Hið opinbera á að beita sér gegn klámvæðingu í samfélaginu
Ég held "já," en þori ekki að fara með það.
Vil ekki svara.
28: Flytja á Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni
Hefði Hitler dottið þetta í hug?
Vil ekki svara
29: Þingmenn ættu að hámarki að geta setið á þingi í 12 ár
Vil ekki svara
30: Einstaklingum á að vera frjálst að neyta hvers kyns vímuefna svo fremi sem þeir skaða ekki aðra
Ekki issue 1933 AD.
Vil ekki svara
Jæja... og niðurstaðan er:
Húmanistaflokkurinn, með 74% samræmi.
Alþýðufylkingin, 63%
Vinstri Græn: 55%
Dögun: 52%
Flokkur fólksins/Framsókn: 39%
Samfylking: 18% (hissa, ég)
Píratar: 16%
Íslenska þjóðfylkingin: 12% (og þið getið hætt að kalla þá nazista núna)
Björt framtíð: -16%
Sjálfstæðisflokkur: -40%
Viðreisn: -43%
Samkvæmt minni bestu vitund.


mánudagur, október 03, 2016

Dagur 212 ár 12 (dagur 4594, færzla nr. 1494

Bílar, úr timbri:


Áður en ég teiknaði grillið á.

Flott grill

Samanborið við pappa-bíl


Svarti bíllinnMjög KGB
Það voru þessir tveir.  Næst?  Hver veit?