sunnudagur, júlí 25, 2010

Dagur 143 ár 6 (dagur 2335, færzla nr. 934):

Jæja, þá er loksins kominn tími fyrir nýja kvikmynd kvöldsins... en eins og venjulega:

Treilerar:



Drive angry 3D



Mirrormask



The Shining. (OK, svo þetta er pínu öðruvísi treiler... hvenær hefur treiler svsosem verið 100% heiðarlegur?)

Þetta er svo "little shop of Horrors:"



Roger Corman gerði þessa sextíu og eitthvað, að eigin sögn á tveimur dögum, bara til að sýna að það væri hægt. Gekk bara vel sýnist mér.

Já, þessi var svo gerð að söngleik á broadway, sem aftur varð að annarri kvikmynd - nema ekki með Jack Nicholson. Án laganna er þetta rétt yfir klukkutími að lengd, sem er alveg nóg.

Ágætis ræma, merkilegt nokk. Skárri en söngleikurinn.

sunnudagur, júlí 18, 2010

Dagur 136 ár 6 (dagur 2328, færzla nr. 933):

Ætli maður verði ekki að skrifa eitthvað hérna...



Þetta sá ég uppi á hrauni.



Þetta var uppi á fjalli.



Og þetta, á sama fjalli.



Þetta er skotæfingasvæðið í eyjum.



Þangað fer maður til að skjóta úr rifflum.



Meira en einum, þ.e.



K11 skýtur patrónunum svo langt upp í loft að þær beyglast í lendingu. Ég veit ekki af hverju svissararanir vilja skjóta patrónunum hálfa leið á sporbaug, en það er það sem skeður.



Hér er skotmarkið.



Hér er það upp stillt.



Hér er það eftir.

Það er gaman að þessu.

mánudagur, júlí 12, 2010

Dagur 130 ár 6 (dagur 2322, færzla nr. 932):

Þetta er 1978 módel Still rafbíll.



Sjáið þessar rennilegu línur.

Svona bíll vegur í kringum 1800 kíló, og kemst frá 0- ... eitthvað, á svona 5 sekúndum. Gera má ráð fyrir að svona bíll nái kannski 60 kmh sé honum ekið fram af vestari brautarendanum.

Bensíneyðzla á hundraðið er... uhm... þetta er jú rafmagnsbíll.

Það eru 2 gírar: áfram og afturábak.

Staðalbúnaður í svona bíl er sæti. Bæði hægra og vinstra megin. Loftkæling er aukabúnaður, svo og 6 diska spilari, spinnerar, HUD mælaborð og spoilerkitt.

Sjáum nútímalegan framendann:



Fjöðrunin í þessu væri sjálfstæð á öllum hjólum ef það væri fjöðrun. En í stað hennar er nokkurnvegin ekkert. Sem veldur því að þessi bíll hefur verri aksturseiginleika en Mitsubishi Pajero.

Það er frekar ömurlegt að aka út á möl á þessu. Maður finnur fyrir hverri ójöfnu, svipað og í Ferrari.

Bíllinn er að auki búinn vöðvastýri, svo hver sem honum ekur verður afar stæltur - amk í sumum vöðvum - eftir tveggja mánaða akstur.

Sökum þess að ekkert þak er á ökutækinu, engar hurðir eða framrúða, þá er aukabúnaður eins og rafdrifnar rúður, sóllúga og upphituð afturrúða hálf tilgangslaus.



Fyrir utan slík smáatriði er bíllinn afar vel búinn: á þessari mynd má sjá báða mælana, annar sem mælir hve lengi bíllinn hefur verið í gangi, hinn hve mikið rafmagn er enn á honum. Einnig má sjá hvar fjarstýringin að bílskúrnum hefur verið haganlega felld inn í mælaborðið.

Hann væri kannski töff á '33 dekkjum, en það er hætt við að slík breyting gæti endanlega gengið frá aksturseiginleikunum.

fimmtudagur, júlí 08, 2010

Dagur 126 ár 6 (dagur 2318, færzla nr. 931):

Björn fór upp á land til að láta laga á sér nefið eftir að einhver þrjótur stangaði hann. Nú er hann kannski kominn með nef eins og Owen Wilson.... eða ekki.

Hérna, horfið á þetta:



Illugi að dansa og borða umbúðir utan af verkjalyfjum.

Related videos: teletubbies... jæja. Hvernig skeði það? Það er ekkert tagg á þessu. Jæja... það er amk ekki Airi & Meiri. ... og the gummi bear song?!? HVAÐ?

laugardagur, júlí 03, 2010

Dagur 121 ár 6 (dagur 2313, færzla nr. 930):

Þá er árið um það bil hálfnað. Hingað til hefur verið aksjón: 2 eldgos uppi á landi, annað var bara upp á showið, hitt rústaði flugsamgöngum í Evrópu og jós ryki yfir eyjar, og víðar, sem verður viðloðandi vandamál út árið - minnst.

Úti í heimi: Grikkland fór á hausinn. Það er ekki á hverjum degi sem heilt land fer á hausinn. Allt fullt af jarðskjálftum. Það er eins og allir skjálftar hafi safnast saman til að verða á þessu ári. Chile, Haíti, Kína... osfrv. Mesta olíuslys sögunnar er í gangi í þessum skrifuðum orðum. Það verður áhugavert þegar það er allt loksins komið upp. Kannski hrynur lindin, og þá kemur allt upp í einu. Gæti gerst. Eins og er er flekkurinn stærri en Ísland. Og svo kynntist heimurinn Vúvúzelanu. Sumir segja að það sé það versta sem hefur gerst á árinu enn sem komið er.

Meðal frekari hörmunga eru vetrarólympíuleikarnir í kanada, HM í Vuvuzela og Heimssýningin í Shanghæ. Allt í lagi, þetta síðasta var kannski ekki svo slæmt.

Þetta hefur verið vont ár fyrir fræg fólk - samt aðallega tónlistarmenn. Eins og venjulega veit maður aldrei hvað þeir heita, þó maður hafi heyrt helstu verk:

Peter T. Ratajczyk, dauður í Apríl, ekkert úr neinu spes, bara útbrunninn:



Type O negative. (Það getur verið að þú hafir aldrei heyrt neitt með þessari hljómsveit, en ef þú hefur ekki heryt af henni, þá hefur þú hlustað of mikið á gömlu gufuna.)

Ronnie Dio dó svo í Maí, úr krabba, sem er mjög ó-rokklegur dauðdagi.



Tóndæmi.

Paul Gray hrökk uppaf í sama mánuði úr eiturlyfjaneyzlu. Sem er mjög mikið rokk, auðvitað.



Slipknot. Þið bjuggust við einhverju öflugra, er það ekki?

Jæja. Að lokum er hér fótboltaleikur sem fór fram fyrir skömmu:



Næstum jafn leim og alvöru fótbolti.