miðvikudagur, september 30, 2015

Dagur 212 ár 11 (dagur 4225, færzla nr. 1410

Kaninn er búinn að reikna það út að hann getur ekki sigrað Rússa í stríði.

Já, meikar sens, ef maður hugsar aðeins um forsendurnar:

Kaninn hefur aðeins færri menn í hernum, 300.000, á meðan Rússar hafa enn vel yfi 500.000.  Jafnvel milljón - þó það væru kannski draumórar.

Kaninn gæti náttúrlega draftað mannskap, en ég held samt að seint fengju þeir fleiri en 2.000.000 nýtilega menn, af ýmsum ástæðum.  Rússarnir geta gengið að a.m.k 1.200.000 núna, og létt verk ætti að vera að fá 1.200.000 í viðbót, þó ekki væri nema vegna þess að sjálfboðaliðunum leiddist.

En fleira spilar inní:

Græjur.

Þoturnar gera fátt.  En hér hafa Rússar þá yfirburði að þeirra þotur eru talsvert miklu ódýrari, svo minna tjón er ef ein tekur uppá að hrapa.  Fyrir kanann er meiriháttar tjón ef *ein* F22 hrapar.

Skriðdrekarnir er same shit, nema þeir rússnesku eyða talsvert minna, sem þýðir auðveldari logistics.


Þetta er Humvee


Þetta er rússneskt personnel carrier.

Smávopnin eru öll sambærileg.  AKM vs AR15... same shit.  Þú getur teiknað andlit á botninn á kókdós með AR 15 af 100 metra færi.  Þú getur hitt eitthvern í andlitið með AKM af 100 metra færi.

Nógu gott.

En samt, aðal málið:

Vígvöllurinn er svo stutt frá Rússlandi að þeir geta keyrt þangað á skriðdrekunum.

Kaninn þarf að fara alla leið yfir Atlantshafið.  Einhvernvegin.  Það tekur tíma og kostar.  Stór flöskuháls í allri aðgerðinni, og til mikila vandræða.

laugardagur, september 26, 2015

Dagur 207 ár 11 (dagur 4221, færzla nr. 1409

Nazistar eru núna "góða fólkið."

Af hverju þarf ég að vera bendlaður við nazista?

Þeir eru með núna, stjórnvöld, meina ég, viðskiptabann á Rússa til þess að hjálpa nazistum þar.

Borgarstjórn vill viðskiptabann á Ísrael til þess að styðja múslima þar, sem er pólitísk kenning sem er illþekkjanleg frá nazisma.  (Sem er verra, en við skulum ekkert skoða það nánar.)

Svo á að kúga all til þess að ganga í takt núna.  Ef þú hugsar ekki eins og þessir nazista-sypathizerar þá koma brúnstakkar og garga á þig.

Hvernig er heimurinn að verða?

sunnudagur, september 20, 2015

Dagur 201 ár 11 (dagur 4215, færzla nr. 1408

Kalashnikov rifflar:


Meira um það mál:


Zastava M70


Kínversk skammbyssa


Önnur kínversk skammbyssa


Þriðja kínabyssan.  Síðan 1900-1930, sennilega.


Heimatilbúin byssa, veit ekki hvar, hvenar eða hvernig var smíðuð, en er áhugaverð.

miðvikudagur, september 09, 2015

Dagur 190 ár 11 (dagur 4206, færzla nr. 1407

Suma daga finnur maður some creepy shit á internetinu:


Þetta mun vera uppstoppaður apiAlveg hreint magnað helvíti.

föstudagur, september 04, 2015

Dagur 185 ár 11 (dagur 4201, færzla nr. 1406

Flestir segja, þar af *allir* fjölmiðlar: byssur leiða af sér morð.  Svo mér dettur í hug að tríta þetta eins og vísindakenningu: því fleiri byssur, > meiri aðgangur að byssum > fleiri morð.

Þetta er prófanleg kenning, með því einfaldlega að gúgla eða nota wikipediu.

Ef kenningin er sönn, þá hefur hún meira en 50% forspárgildi, þ.e.a.s. meira en random fylgni er á milli skotvopnaeignar og fjplda viljandi manndrápa.

Vindum okkur í þetta:

Þau 10 lönd þar sem flest skotvopn í almannaeigu eru, er skv netinu:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Finnland - 45.3 per 100 íbúar.
Serbía - 37.8 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.4 per 100 íbúar.
Sádí Arabía - 35 per 100 íbúar.
Írak - 34.2 per 100 íbúar.
Urugvæ - 31.8 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

Heimild: http://www.deseretnews.com/top/2519/0/15-nations-with-the-highest-gun-ownership.html

Wikipedia segir:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Serbía - 69.7 per 100 íbúar.
Jemen - 54.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.1 per 100 íbúar.
Sádí Arabía - 35 per 100 íbúar.
Írak - 34.2 per 100 íbúar.
Urugvæ - 31.8 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

https://en.wikipedia.org/wiki/Number_of_guns_per_capita_by_country

Sem eru mjög svipaðir listar, ef vel er að gáð.

Kenningin segir okkur að í þessum löndum séu þá líklega flest morð per capita.  Skoðum þá þann lista:

Honduras - 90.4/100.000
Venezuela - 53.7/100.000
Jómfrúareyjar: 52.5//100.000
Belíze - 44.7/100.000
El Salvador - 41.2/100.000
Gvatemala -39.9/100.000
Jamaika - 39.3/100.000
Lesótó - 38/100.000
Svasíland - 33.8/100.000
St. Kitts & Nevis - 33.6/100.000

... Já.  Engin skörun.  Reyndar er USA númer 111 á þessm lista, fyrir forvitna.

En hvað ef við tökum úr "Vestræn ríki?"  Þá meina ég USA & Kanada, og Evrópa, auk Ástralíu & Nýja Sjálands.

Þá standa þessi lönd eftir:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Finnland - 45.3 per 100 íbúar.
Serbía - 37.8 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.4 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

Og morðtíðnin á "vesturlöndum" er:

Rússland - 9.2/100.000
Litháen - 6.7/100.000
Moldóva - 6.5/100.000
Hvíta Rússland - 5.1/100.000
Eistland - 5/100.000
Albanía - 5/100.000
Lettland - 4.7/100.000
USA - 4.7/100.000
Úkraína - 4.3/100.000
Kósóvó - 3.6/100.000

Hmm...

Hve mörg skotvopn eru svo í umfreð í Rússlandi, Lettlandi & Litháen?

Rússland - 8.9/100
Lettland - 19/100
Litháen - 0.7/100

Þetta lítur illa út - forspárgildi kenningarinnar virðist hldur lítið.  En ekki er öll nótt úti enn: hvað eru margar byssur þar sem flest morð eru framin per capita?

Honduras - 6.2/100 (nr 87 af 175)
Venezuela - 10.7/100 (58 af 175)
Jómfrúareyjar - N.A

Þar höfum við það.  Fólk hefur verið að breiða út kenningu með forspárgildi sem er innan við 50%, innan við 20%, þú gætir betur valið af handahófi.  Og þessi kenning, sem spáir fyrir um ekkert, er notuð til að útskýra eitthvað.  Notuð til rökræðan.  Notuð til að réttlæta *raunverulega* löggjöf.

Fólk...

þriðjudagur, september 01, 2015

Dagur 182 ár 11 (dagur 4198, færzla nr. 1405


Þetta er ekkert góð könnun, þar sem hún er tekin í gegnum vísi.is, eða bylgjan.is, og er því bjöguð í samræmi við það.

Það kemur heldur ekki fram hve margir tóku þátt - það eina sem við vitum með vissu er að það voru ekki *slétt 100.*

Það sem hinsvegar vekur alla mína athygli við þetta er í hve litlum tenglzum visir/bylgjan er við eigin hlustendur.