föstudagur, september 04, 2015

Dagur 185 ár 11 (dagur 4201, færzla nr. 1406

Flestir segja, þar af *allir* fjölmiðlar: byssur leiða af sér morð.  Svo mér dettur í hug að tríta þetta eins og vísindakenningu: því fleiri byssur, > meiri aðgangur að byssum > fleiri morð.

Þetta er prófanleg kenning, með því einfaldlega að gúgla eða nota wikipediu.

Ef kenningin er sönn, þá hefur hún meira en 50% forspárgildi, þ.e.a.s. meira en random fylgni er á milli skotvopnaeignar og fjplda viljandi manndrápa.

Vindum okkur í þetta:

Þau 10 lönd þar sem flest skotvopn í almannaeigu eru, er skv netinu:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Finnland - 45.3 per 100 íbúar.
Serbía - 37.8 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.4 per 100 íbúar.
Sádí Arabía - 35 per 100 íbúar.
Írak - 34.2 per 100 íbúar.
Urugvæ - 31.8 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

Heimild: http://www.deseretnews.com/top/2519/0/15-nations-with-the-highest-gun-ownership.html

Wikipedia segir:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Serbía - 69.7 per 100 íbúar.
Jemen - 54.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.1 per 100 íbúar.
Sádí Arabía - 35 per 100 íbúar.
Írak - 34.2 per 100 íbúar.
Urugvæ - 31.8 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

https://en.wikipedia.org/wiki/Number_of_guns_per_capita_by_country

Sem eru mjög svipaðir listar, ef vel er að gáð.

Kenningin segir okkur að í þessum löndum séu þá líklega flest morð per capita.  Skoðum þá þann lista:

Honduras - 90.4/100.000
Venezuela - 53.7/100.000
Jómfrúareyjar: 52.5//100.000
Belíze - 44.7/100.000
El Salvador - 41.2/100.000
Gvatemala -39.9/100.000
Jamaika - 39.3/100.000
Lesótó - 38/100.000
Svasíland - 33.8/100.000
St. Kitts & Nevis - 33.6/100.000

... Já.  Engin skörun.  Reyndar er USA númer 111 á þessm lista, fyrir forvitna.

En hvað ef við tökum úr "Vestræn ríki?"  Þá meina ég USA & Kanada, og Evrópa, auk Ástralíu & Nýja Sjálands.

Þá standa þessi lönd eftir:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Finnland - 45.3 per 100 íbúar.
Serbía - 37.8 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.4 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

Og morðtíðnin á "vesturlöndum" er:

Rússland - 9.2/100.000
Litháen - 6.7/100.000
Moldóva - 6.5/100.000
Hvíta Rússland - 5.1/100.000
Eistland - 5/100.000
Albanía - 5/100.000
Lettland - 4.7/100.000
USA - 4.7/100.000
Úkraína - 4.3/100.000
Kósóvó - 3.6/100.000

Hmm...

Hve mörg skotvopn eru svo í umfreð í Rússlandi, Lettlandi & Litháen?

Rússland - 8.9/100
Lettland - 19/100
Litháen - 0.7/100

Þetta lítur illa út - forspárgildi kenningarinnar virðist hldur lítið.  En ekki er öll nótt úti enn: hvað eru margar byssur þar sem flest morð eru framin per capita?

Honduras - 6.2/100 (nr 87 af 175)
Venezuela - 10.7/100 (58 af 175)
Jómfrúareyjar - N.A

Þar höfum við það.  Fólk hefur verið að breiða út kenningu með forspárgildi sem er innan við 50%, innan við 20%, þú gætir betur valið af handahófi.  Og þessi kenning, sem spáir fyrir um ekkert, er notuð til að útskýra eitthvað.  Notuð til rökræðan.  Notuð til að réttlæta *raunverulega* löggjöf.

Fólk...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli