fimmtudagur, mars 31, 2005

Dagur 25 ár 2:

Það snjóaði smá áðan. Bara til að minna á að það er víst enn vetur, tæknilega séð. Svo rakst ég á þetta: þessi óþolandi áróður sem vissir trúarhópar eru alltaf að reyna að troða uppá saklausa vegfarendur. Þetta er að vísu grín-útgáfan, en alveg eins. Það var líka búið að setja lögbann á þetta, en, þegar það er einusinni komið inn á netið...

Þegar þið hafið skoðað þennan bækling, þá getið þið teiknað svín. Það hvernig maður teiknar svín segir víst margt um þinn innri mann. Ég persónulega er samt hrifnastur af hamborgarhrygg. Og maltöl með. Gott stöff.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Dagur 23 ár 2:

Fischer. þvílík snilld er að hafa fengið hann til landsins. Þvílík gífurleg snilld, en þó snilld einungis fyrir slysni.

Nú situr geurinn hér heima, orðinn íslenskur ríkisborgari, og hvað er hans fyrsta verk?

Ju, hann brýtur gegn hegningarlögum. Sem er mikil snilld, óafvitandi, og ég skal útskýra hvernig: Það fæst enginn til að kæra hann fyrir opinber ummæli sín, þó vissulega séu þau refsiverð, þannig að næst þegar einhver er böstaður fyrir refsiverð ummæli í fjölmiðlum, þá getur sá hinn sami bara bent á Fischer og spurt: "Afhverju má hann en ekki ég? Þetta er ljóslega brot á jafnræðisreglu." Og þeir neyðast til að sleppa honum ef þeir vilja ekki vera uppvísir að mjög svo óréttarríkislegu athæfi.

Já, Fischer, málsvari málfrelsis á íslandi, án þess að vita það. Ég heilsa honum: Sæll.

laugardagur, mars 26, 2005

Dagur 20 ár 2: Færzla nr. 261.Páskaegg á morgun. Ætlið þið að borða þartil þið ælið? Það ætla ég ekki að gera. Ég ætla bara að halda áfram að velta fyrir mér hvað þessi kvenmaður á myndinni hér fyrir neðan er að gera alsber uppi í tré.

Páskaegg...

þriðjudagur, mars 22, 2005

Dagur 17 ár 2 (dagur 382):Nú hafiði eitthvað til að hugsa um.

sunnudagur, mars 20, 2005

Dagur 15 ár 2:

þetta. Velt fyrir mér hve slæmt þetta er í raun og veru. Þegar fólk er dautt, og hefur gefið leyfi til að nota hræið af sér til vísindatilrauna, nú, hvað er vandamálið?

Þetta eru vísindatilraunir. Eru þetta eitthvað óæðri tilraunir en t.d að saga líkin í þynnur? Ég spyr?

Ég persónulega er að vonast til að enginn taki eftir því þegar ég hrekk uppaf. Fynnist ekki fyrr en ári seinna, og þá verði rottur búnar að snæða líkið og dreyfa beinunum um allt. Það væri flott. Þá væri ég búinn að koma af stað svona urban legend sem mundi lifa lengur en ég.

Já, nei, venjulegt fólk er bara grafið hvort sem þeim líkar það betur eða verr í lifanda lífi. Dauðir menn fá aldrei að ráða neinu. Á endanum munum við öll gista á garði.

föstudagur, mars 18, 2005

Dagur 13 ár 2:

Ég fer út alltaf öðru hvoru til að hreyfa blóðið. Niður í Elliðaárdal, eftir myrkur. Það er svo sjaldan að ég hitti fólk þar - þó stundum finn ég lyktina af því. Já. Dópistar, lyktsterkir andskotar segi ég.

Þeir fela sig inn á meðal trjánna og reykja hass. Sterk vindlalyktin berst undan vindi langa vegu. Ég gæti auðvitað runnið á lyktina, en til hvers?

Það sést ekkert milli trjánna. Dópistarnir fá alveg að vera í friði í skóginum. Þeir einu sem vilja eitthvað ræða við þá eru lögreglan.

Bráðum verður bjart. Hvað gera þeir þá? Það er ekki eins og þeir sjáist eitthvað frekar inni í kjarrinu, en þeir munu miklu frekar halda það. Mönnum líður betur að stunda myrkraverk í myrkri, þið vitið. Menn eru ekki jafn skuggalegir ef það stafar ekki af þeim skuggi.

Það eru líka kanínur í Elliðaárdalnum. Ég hef séð til þeirra, heyrt í þeim. Lítil dýr.

Kannski reykja kanínur kannabis?

miðvikudagur, mars 16, 2005

Dagur 11 ár 2:

Nú á að losa symfóníuna frá RÚV. Ég mæli með því hún verði losuð alveg frá ríkinu, að öllu leyti, svo ég og þú þurfum ekki að borga fyrir hobbý þessara aðila sem eru í symfóníunni.

Til hvers erum við að borga? Ekki er mér borgað fyrir að stunda mín áhugamál.

Já. Ég mæli með því að symfónían standi undir sér sjálf eins og góð hljómsveit. Þeir geta stofnað séreignastofnun undir sig, kallað sig "Musical group" Vinsælt.

Það er ekki eins og symfónían sé mjög menningarleg heldur. Seinast þegar ég hlustaði á hljómsveit performa læv, þá voru það ef ég man rétt, Hjálmar. Ég þekki engan sem hefur minnsta áhuga á að hlusta á symfóníuna. Og ég þekki heldur engan sem vill borga sig inn á tónleika með symfóníunni.

***

Ég vil ekki heldur borga fyrir RÚV. 1100 kall á mánuði, á það að kosta mig, þökk sé Þorgerði Katrínu. Þessi kellingartrunta vill stela af mér peningum persónulega, er ég viss um. Ég kýs hana aldrei. Hún getur gleymt því. Hún og allur hennar flokkur.

Fyrir 1100 kall gæti ég keypt 18 lítra af pepsí, meira ef ég verzla í Bónus, eða efni í spaghetti sem myndi endast 3 daga, eða 11 lítra af bensíni, sem myndu endast í viku eða svo, eða strætóferð til hafnarfjarðar og til baka 2 daga í röð, eða 13 lítra af mjólk, eða áskrift af skjá 1 að eilífu + mánaðarbyrgðir af poppi.

RÚV má leggja niður mín vegna. Nei, ég fer frammá að RÚV verði lögð niður sem stofnun, og ekkert komi í staðinn. RÚV deyi.

***

Meira um RÚV: þessir fávitar sem eru að rífa sig vegna þess að fréttastjórinn er "pólitískt ráðinn". Hvernig haldiði að þeir sjálfir hafi verið ráðnir? Af eigin verðleikum?

Ég mæli með að þessum gæja verði haldið inni. Sjáum hvort fíflin hætta. Ég þarf ekkert 2 fréttatíma hvort eð er, né langar mig að borga fyrir þá.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Dagur 10 ár 2:

Ég var að spá í hvort ég er ekki með góða hugmynd að tölvuleik: einskonar sambland af Mortal Kombat og... hmm... Doom. Og kannski chessmaster 2000.

Já. Köllum hann "Bobby Fischer í Japan". Einmitt. Þetta á allt að fjalla um hvernig Fischer laumast um þetta japanska fangelsi, og berst öðru hvoru við fangaverði. Það er sko Mortal Kombat hlutinn. Doom hlutinn er þegar hann er að laumast um. Hann getur meðal annars hent skóm, sushi, peðum... ýmsu tilfallandi.

Svo mun vera í þessu svona fítus þar sme maður getur teflt skák a la Fischer, með taflmönnunum bara raðað upp einhvernvegin og einhvernvegin á borðinu, og kannski eins mörgum eða fáum peðum og maður kærir sig um. Frá engu up í 24.

Snilld. Hver tekur að sér að búa þetta til?

sunnudagur, mars 13, 2005

Dagur 8 ár 2:

Ég gleymdi að endurnýja te-birgðirnar mínar í gær. Te, hef ég fundið, er gott. Fer töluvert betur í maga en kaffi, og þarfnast ekki jafn mikils sykurs til að vera drekkandi. Það er samt ódrekkandi sykurlaust.

Hmm... hugsa um að það væri gott að draga úr gosdrykkju í staðinn. Ég drekk allt of mikið gos, sérstaklega á kvöldin. En á móti kemur að það er miklu meira vesen að drekka te. Það þarf að sjóða vatn, eiga til sítrónuvökva, smá sykur...

Spurning að skella smá koníaki í það líka, úr því ég á það til...Óttars-koníak.

laugardagur, mars 12, 2005

Dagur 7 ár 2:

Suma daga vakna ég bara vegna þess að ég get ekki sofið lengur. Þá er að finna sér eitthvað að gera, eitthvað til að drepa tímann.

Þá er bara að pæla í verðstríðinu. Hvaða tölur hef ég um það? Ég heyrði í fréttum um daginn, eða las, að mjólkurframleiðandinn, sem ég man ekkert hvað heitir, selji NÚNA 150.000 lítra af mjólk á sama tímabili og hann seldi áður í kringum 70-80.000 lítra. Og lítrinn selst á 78 kr. Eða 68? Skiftir litlu. Gef mér bara það sé stærri talan.

En hvert er tímabilið? Það breytir öllu. Var það dagur? Varla. Ekki drekk ég lítra af mjólk á dag. Segjum viku. Sem gerir... næstum 12 millur á viku fyrir alla þessa mjólk. Það er sameiginlegt tap Bónus og krónunnar og Nettó fyrir alla þessa mjólk sem þeir eru að gefa daglega.

12 millur á viku... það eru 50 millur á mánuði. Hmm... hvaða tekjur hefur Jóhannes í Bónus? En það er ekki allt hans tap. Gefum okkur að tapið skiftist nákvæmlega í þrennt milli stríðandi fylkinga:

Næstum 17 millur á hvern þá. Mjög gróflega reiknað. (Það er best svoleiðis). Þá á eftir að reikna inn hverju þeir tapa á lægra verði á kók... kannski er það bara heildsöluverð, og þeir standa á sléttu?

Hmm... Nú, Baugur er að græða - ekki velta, græða - meira en 17 millur á mánuði. Einhvernveginn grunar mig að bæði Jóhannes og sonur hans séu með hærri tekjur en þetta á mánuði. Hugsanlega um eða yfir 50 millur hvor, en það þarf þó ekki að vera svo mikið. Það þarf bara að vera yfir 20 millum, og þá geta þeir persónulega borgað tapið hvern mánuð, bara til að angra samkeppnisaðilann.

Já... Það er hægt að lifa meira en góðu lífi á 3 milljónum á mánuði.

föstudagur, mars 11, 2005

Dagur 6 ár 2:Þetta er 2.7 mm Kolibri. Byssukúlan þarna við hliðina er .45 ACP(11.37 mm)(.22 LR er ca 5 mm) til að sýna stærðina á þessu. Ef þú verður fyrir árás brjálaðs kakkalakka, drekaflugu, eða einhvers slíks, þá er þetta málið... eða flugnaspaði.Kakkalakki. Ef það kemur til kjarnorkustyrrjaldar, þá er þetta það sem erfir jörðina. Svona eins og í myndinni þarna, þar sem þetta fólk ók um í eyðimörkinni á jeppanum sínum. Þá komu þau inn í borg þar sem svona ofur-kakkalakkar voru búnir að éta alla. Þá átu kakkalakkarnir einn af þeim. Sá hefði haft gott af því að hafa eina svona 2.7 mm Kolibri. Eða flugnaspaða.

Kakkalakkar eru víst pöddur. Mér er illa við pöddur. Ég skil þær ekkert, veit ekkert hvað þær eru að gera. Bara labba um, eins og þær séu að leyta að einhverju. Svo ef það eru pöddur, þá eru líka lirfur. Lirfur skríða um, tilgangslaust, eins og þær séu að leyta að einhverju. Það ætti að skjóta þær. Með 2.7 mm Kolibri... eða einhverju.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Dagur 4 ár 2:

Fæ ég vinnu í sumar? Hef mínar efasemdir um það. Er ekki í neinni klíku. Það er alltaf heftandi. Datt í hug að sækja um hjá RÚV. Eiginlega eingöngu vegna þess að ég kæri mig ekki um að borga afnotagjöldin. Mér fyndist það nefnilega betra ef þeir borguðu mér. Þá þætti mér það ekki jafn blóðugt að borga þeim.Það er ekki eins og ég geti ekki gert... hvað sem þeir eiginlega gera þarna. Laga kaffi... hver veit. Það þarf enga sérstaka menntun til að halda á myndavél er það?

Ég þekki náttúrlega einhvern sem vinnur hjá RÚV. Hmm... kannski það nýtist mér? Hver veit?

þriðjudagur, mars 08, 2005

Dagur 3 ár 2:

Ríkið ætlar að skemma daginn fyrir okkur öllum. Aftur.

Það eru 2 mismunandi hugmyndir í gangi núna í akkurat þeim tilgangi.

1: það stendur til að setja GPS tæki í hvern bíl um 2011, til þess að sjá hvert menn keyra, og rukka þá um ekna kílómetra. Ég hélt að það væri í gangi nokkuð sem héti "bensíngjald" sem virkaði á sama hátt án allra persónunjósna. Segið mér nú ef það er rangt.

Ég vil halda því fram að þetta sé bara Illa meint bögg fyrir okkur öll, því svo munu þessir asnar sekta okkur fyrir of hraðann akstur -það er ekkert mál að mæla hann með GPS- í tíma og ótíma. Hugsið ykkur:

Þið eruð bara úti að keyra eins og venjulega, í mestu makindum, svo komið þið heim, og í næstu viku fáið þið sekt:
"Þú mældist á ólöglegum hraða í Ártúnsbrekkunni kl: 15:27 24.6.2011. Of hraður akstur stóð yfir í 20 sekúndur. Borga núna."

Fjör. Þið styðjið þetta náttúrlega.

2: Það stendur til að láta alla yfir 18 borga nefskatt til að halda úti sjónvarpsstöð sem stenst ekki Popp-tíví snúning. Og tveimur útvarpsstöðvum.

Hvað er rangt við það? Nú, þeir segja að nefskatturinn eigi að vera 10.000 kall á ári. Miðað við að einstaklingar yfir 18 séu milli 150-200.000, þá erum við að tala um 1.500.000.000-2.000.000.000 á ári, eða 4.1 - 5.5 millur á dag.

Hvað vinna eiginlega margir á rúv? Hvað kostar eiginlega að taka upp stundina okkar og spaugstofuna? Sjitt!

Það þarf svona 10 manns til að filma þetta allt. Það yrðu, miðað við að hver fengi 250 þús á mánuði, svona 30 millur á ári fyrir það.

Það eru hvað, 5 fréttamenn og 5 veðurfræðingar. Aðrar 30 millur.

Það er táknmálsfréttaliðið, en það mætir ekkert alla daga, og er því ekki nema 3 millur í heildina.

Spaugstofan er bara á veturna, eða í um 5 mánuði. Þeir eru 6, held ég. Það gerir 7.5 millur.

Rúv er með smiði. Eigum við að segja 10? 30 millur aftur. Þeir smíða sett að verðmæti eins einbýlishúss á ári: 30 millur.

Við erum nú komin með bödget allrar íslenskrar dagskrárgerðar: 130 millur á ári. Tvöföldum það til að hafa skemmtidagskrá allt árið um kring: 260 millur.

1500-260=1240.

1240 millur er það sem þá hlýtur að kosta minnst að viðhalda útvarpshúsinu á Efstaleyti og halda uppi 2 útvarpsrásum. Jæja. Ég trúi því ekki.

Einkavæðið það, eða seljið græjurnar hverjum sem vilja kaupa, eða eitthvað. En ég kæri mig ekki um að borga.

Ég ætla ekki einusinni að tala um menningarlegt hlutverk RÚV, hvað þá meint öryggishlutverk sömu stofnunar. Það er brandari, og við vitum það öll.

mánudagur, mars 07, 2005

Dagur 2 ár 2 (dagur 367):

Fór til Keflavíkur áðan. Til þess að hitta Rúna Júl annarsvegar, og fara í atvinnuviðtal hinsvegar. Er ekki viss um að ég nenni að keyra 90+ kílómetra á dag á ýmsum undarlegum tímum til að fá 90K á mánuði.

Ég efast um að það borgi sig. Svo ég fór í bakaleiðinni og sótti um í álverinu. Þar ætti ég að fá svipaðan pening eða meira, en þarf að keyra styttri vegalengd.

Keflavík mynnir mig mikið á Vestmannaeyjabæ. Svipuð ljót hús, svipaðir auðir garðar. Ekki jafn ljót hús og í RKV, en nógu ljót. Mig grunar að leki sé minna vandamál í KEF en í RKV. Það er sko vatshalli á flestum þökum.

Já, nei. Mér líst einhvernvegin ekki á tímasetningarnar á þessu. Ég yrði að mæta klukkan 6:00 og 22:00 til skiftis. Mig grunar að með slíkri vinnu, og 40-50 mínútna akstri (þið hafið séð Reykjanesbrautina), þá eigi ég eftir að sofna undir stýri einhverntíma um miðjan dag og keyra útaf. Ég veit ekki afhverju ég er ekki í stuði til þess.

sunnudagur, mars 06, 2005

Dagur 1. ár 2:

Bara spurning:

Var einhver þarna sem bakaði köku?

laugardagur, mars 05, 2005

Dagur 365:

Fáið ykkur köku.Já. Þá er ár liðið frá því ég byrjaði á þessu, föstudaginn 5. mars 2004, á orðunum:

"Nú skulum við sjá hvernig þetta bölvaða drasl virkar..."

Síðan þessu fleygu orð voru rituð, hefur ýmislegt gerst, þó ég muni það nú ekki allt.

Næsta dag fór bloggið strax að taka á sig þá mynd sem það er í núna. Þá setti ég upp fyrsta teljarann, en ég er einmitt með tvo, anna sem bakköpp. Þá fór ég eiinig að spá í hvað ég ætti að skrifa um:

"Fjasa kannski um hve marga daga ég hefi lifað, eins og Boggi, eða tala um hor, eins og Þóranna? Einstaklega dömulegt, BTW, að tala um hor. Ég man þegar ég hitti hana að máli seinast, þá talaði hún um hve dásamlega kvalafullt það er að láta rífa af sér hin og þessi líkamshár. Hægt, og rólega. Hún sagði nú eitthvað meira, en þetta stendur úppúr. Svo fóru samræðurnar útí eitthvað annað minna athyglisvert."

Sem mynnir mig á það... væri einhver til í að fara með vídeóvél til að fylgjast með svona vax-meðferð á einhverri stelpu... svo gæti verið gott að múta þeim sem sér um aðgerðina að framkvæma hana hægt. Mjög hægt. Það er efni í vísi að mjög góðu vídeókvöldi, og kannski betra rifrildi.

Svo var þetta með kökuna. Var að lesa yfir þessar uppskriftir, þessar síðan í gær, og tek eftir því að fólk vill nota sýróp í kremið. Ég mynnist þess ekki að það hafi verið notað sýróp í nokkuð á mínu heimili. Kremið er nær eingöngu flórsykur og kakó.

Kakan
3 stk egg
5 dl sykur
7 dl hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
200 g smjörlíki
2 dl mjólk
2 dl Baileys Irish cream
2 tsk vanilludropar
1,5 dl Cadbury's kakó

Kremið
150 g smjörlíki
1 b Cadbury's kakó
3 b flórsykur
1/2 b heit mjólk
2 tsk vanilludropar eða kaffi
Baileys bætt útí eftir smekk.

Kakan:
Þeytið saman eggin og sykurinn svo það verði ljóst og létt. Setjið öll blautefni útí, svo brætt smjörlíkið og svo þurrefnin. Bakið í þremur kökuformum við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur.
Sniðugt er að bræða súkkulaði (50-100 gr) og láta það leka á smjörpappír eins og maður væri að krassa með því, láta það harðna og setja svo ofan á kökuna til skreytingar.
Kremið:
Bræðið smjörlíkið í potti og bætið kakóinu útí, síðan volgu mjólkinni, flórsykrinum, dropunum og svo Bailey's eftir smekk. Kremið þykknar þegar það kólnar.

Mmm... súkkulaðikaka með viský... mmm... Gott er að drekka rauðvín með því.

Vissuð þið að súkkulaðikaka er það eina sem fer vel með rauðvíni? Prófið, sjáið sjálf, þetta er rétt.

Mjólk er best með kökum, að öðru leiti, og stöppuðum fiski í tómatssósu, vatn er best með spaghettíi, maltöl með reyktu svínakjöti, eða svínakjöti almennt, kók með mjög feitum eða söltum mat, svo sem pylsum, hamborgurum, kjúkling og svo framvegis. Eiinig er gott að drekka með slíkum mat daufan bjór. Eins og til dæmis Corona. En eins og allir vita er Corona framleiddur utan Evrópu, og er því miklu hollari en til dæmis Beck's eða Carlsberg.

Evrópumenn hafa nefnilega eitthvað á móti næringarefnum - eins og manneldisráð.

Yfirleitt er samt best að drekka sterkan bjór með venjulegum mat. Til dæmis Tetley's.

Þannig er nú það.

Ég nenni ekki að hafa annál, því það er hægt að nálgast allt draslið í gegnum link hér til hliðar.

Skemmtið ykkur vel... og, já, úr því ég er að stunda feik barnaafmæli á annað borð: hér er teiknimynd fyrir ykkur.

Skemmtið ykkur.

föstudagur, mars 04, 2005

Dagur 364:

Færzla nr. 247.

Drumbur skipstjóra; Stjörnudagsetning 242487,34.Nóg af vitleysu.

Skellti henni frænku minni á listann. Athugið samt fyrst, að það fyrsta sem þið munuð sjá, fyrir utan hafsjó af brosköllum, er starandi augnarráð einhverrar þeirrar ófrýnilegustu mannveru sem ég hef séð lengi. Eins og broskallar séu ekki nógu pirrandi einir sér.

Á morgun mun ég hafa verið að þessu í ár. Samt ekki hvern einasta dag. Afköstin eru ekki það mikil. Samt er ég nokkuð viss um að hafa skrifað yfir 100.000 orða á síðasta ári. Hef sennilega lesið yfir milljón.

Til glöggvunar, þá eru 50.000 orð nóg í eina skáldsögu, ca 120 blaðsíður, +-20 eftir fjölda orða á hverri síðu. Týpísk orðabók er með 20-50.000 uppflettiorðum, + útskýringar, að meðaltali 15 orð, eða um 750.000 orð.

Já. Á morgun hef ég í hyggju að fara yfir það athyglisverðasta á árinu. Og það verður mynd af köku. Ég var að spá í að skella upp uppskrift af alvöru köku, ef einhver væri í stuði fyrir svoleiðis. Á hinn bóginn kann ég bara að elda eggjaköku.

Hér eru nokkrir linkar fyrri áhugasama:

Kaka 1
Kaka 2
Kaka 3

þar hafiði það.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Dagur 363:

Það er kominn tími til að illskumæla.

This site is certified 20% EVIL by the Gematriculator

Ég verð alltaf hálf hissa þegar síðan mín mælist undir 50% ill.

En hvað um það...

Ég held ég hafi verið saddur þegar ég vaknaði. Að minnsta kosti er mér ómótt af ofáti núna, eftir morgunmatinn. Mig grunar að ég eigi eftir að vera saddur í allan dag.

Ég vaknaði áður en klukkan mín fór í gang. Nennti svo ekkert að slökkva á henni. Það eru íþróttafréttir á XFM alltaf þegar ég vakna. Þvílík steypa. Ef ég veit ekkert um íþróttir nú, mun ég halda því áfram, þökk sé íþróttafréttum á XFM.

Ekki það að maður læri mikið á þeim annarsstaðar.

"Mothaus er með boltann, gefur á bátinn við Grænland og KLÁRAR LEIKINN! TVÖ-NÚLL fyrir Münchausen!"

Til helvítis með það.

Og ég hef lengi velt fyrir mér afhverju það eru þulir með þessu í sjónvarpi. þetta er í sjónvarpi, menn sem horfa á sjónvarp SJÁ hvað er í gangi, hver er með boltann, hver gefur á hvern og svo framvegis. Kannski eru menn bara of uppteknir við að horfa á spilendurna sjálfa til að fylgjast með hvað þeir eru að gera.

Þóranna er ekkert ein um að vera hrifin af Eið, hefur mér virst.

Hvað varð svo um torfæruna? Það var alltaf einhver djöfuls bjáni að röfla undir henni. Hann truflaði vélarhljóðið.

Mmm... vélarhljóð...

Nei, torfæran gufaði upp eftir að Stöð 2 fór að fjalla um hana. Nú heyri ég ekkert um hana. Formúla 1 hefur yfirtekið hana. Formúla 1 hljómar ekki eins vel. Það er eins og að skifta á Radíó Reykjavík fyrir Fm-957. Aumt.

Formúlan gefur nefnilega frá sér hátíðnisuð sem fer í taugarnar á mér. Líkt og köttur sem er togað í skottið á. Og allir bílarnir eru eins. Ekki á litinn, nei. Ef þeir væru allir eins á litinn væri engin leið að segja hver væri hvað.

Í torfærunni voru engir tveir eins. Lengt, breidd og hæð var misjöfn, hvar gæinn sat var misjafnt. Allt bara einhvernvegin mixað saman. Og hljómaði betur.