sunnudagur, mars 20, 2005

Dagur 15 ár 2:

þetta. Velt fyrir mér hve slæmt þetta er í raun og veru. Þegar fólk er dautt, og hefur gefið leyfi til að nota hræið af sér til vísindatilrauna, nú, hvað er vandamálið?

Þetta eru vísindatilraunir. Eru þetta eitthvað óæðri tilraunir en t.d að saga líkin í þynnur? Ég spyr?

Ég persónulega er að vonast til að enginn taki eftir því þegar ég hrekk uppaf. Fynnist ekki fyrr en ári seinna, og þá verði rottur búnar að snæða líkið og dreyfa beinunum um allt. Það væri flott. Þá væri ég búinn að koma af stað svona urban legend sem mundi lifa lengur en ég.

Já, nei, venjulegt fólk er bara grafið hvort sem þeim líkar það betur eða verr í lifanda lífi. Dauðir menn fá aldrei að ráða neinu. Á endanum munum við öll gista á garði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli