laugardagur, mars 05, 2005

Dagur 365:

Fáið ykkur köku.



Já. Þá er ár liðið frá því ég byrjaði á þessu, föstudaginn 5. mars 2004, á orðunum:

"Nú skulum við sjá hvernig þetta bölvaða drasl virkar..."

Síðan þessu fleygu orð voru rituð, hefur ýmislegt gerst, þó ég muni það nú ekki allt.

Næsta dag fór bloggið strax að taka á sig þá mynd sem það er í núna. Þá setti ég upp fyrsta teljarann, en ég er einmitt með tvo, anna sem bakköpp. Þá fór ég eiinig að spá í hvað ég ætti að skrifa um:

"Fjasa kannski um hve marga daga ég hefi lifað, eins og Boggi, eða tala um hor, eins og Þóranna? Einstaklega dömulegt, BTW, að tala um hor. Ég man þegar ég hitti hana að máli seinast, þá talaði hún um hve dásamlega kvalafullt það er að láta rífa af sér hin og þessi líkamshár. Hægt, og rólega. Hún sagði nú eitthvað meira, en þetta stendur úppúr. Svo fóru samræðurnar útí eitthvað annað minna athyglisvert."

Sem mynnir mig á það... væri einhver til í að fara með vídeóvél til að fylgjast með svona vax-meðferð á einhverri stelpu... svo gæti verið gott að múta þeim sem sér um aðgerðina að framkvæma hana hægt. Mjög hægt. Það er efni í vísi að mjög góðu vídeókvöldi, og kannski betra rifrildi.

Svo var þetta með kökuna. Var að lesa yfir þessar uppskriftir, þessar síðan í gær, og tek eftir því að fólk vill nota sýróp í kremið. Ég mynnist þess ekki að það hafi verið notað sýróp í nokkuð á mínu heimili. Kremið er nær eingöngu flórsykur og kakó.

Kakan
3 stk egg
5 dl sykur
7 dl hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
200 g smjörlíki
2 dl mjólk
2 dl Baileys Irish cream
2 tsk vanilludropar
1,5 dl Cadbury's kakó

Kremið
150 g smjörlíki
1 b Cadbury's kakó
3 b flórsykur
1/2 b heit mjólk
2 tsk vanilludropar eða kaffi
Baileys bætt útí eftir smekk.

Kakan:
Þeytið saman eggin og sykurinn svo það verði ljóst og létt. Setjið öll blautefni útí, svo brætt smjörlíkið og svo þurrefnin. Bakið í þremur kökuformum við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur.
Sniðugt er að bræða súkkulaði (50-100 gr) og láta það leka á smjörpappír eins og maður væri að krassa með því, láta það harðna og setja svo ofan á kökuna til skreytingar.
Kremið:
Bræðið smjörlíkið í potti og bætið kakóinu útí, síðan volgu mjólkinni, flórsykrinum, dropunum og svo Bailey's eftir smekk. Kremið þykknar þegar það kólnar.

Mmm... súkkulaðikaka með viský... mmm... Gott er að drekka rauðvín með því.

Vissuð þið að súkkulaðikaka er það eina sem fer vel með rauðvíni? Prófið, sjáið sjálf, þetta er rétt.

Mjólk er best með kökum, að öðru leiti, og stöppuðum fiski í tómatssósu, vatn er best með spaghettíi, maltöl með reyktu svínakjöti, eða svínakjöti almennt, kók með mjög feitum eða söltum mat, svo sem pylsum, hamborgurum, kjúkling og svo framvegis. Eiinig er gott að drekka með slíkum mat daufan bjór. Eins og til dæmis Corona. En eins og allir vita er Corona framleiddur utan Evrópu, og er því miklu hollari en til dæmis Beck's eða Carlsberg.

Evrópumenn hafa nefnilega eitthvað á móti næringarefnum - eins og manneldisráð.

Yfirleitt er samt best að drekka sterkan bjór með venjulegum mat. Til dæmis Tetley's.

Þannig er nú það.

Ég nenni ekki að hafa annál, því það er hægt að nálgast allt draslið í gegnum link hér til hliðar.

Skemmtið ykkur vel... og, já, úr því ég er að stunda feik barnaafmæli á annað borð: hér er teiknimynd fyrir ykkur.

Skemmtið ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli