miðvikudagur, mars 16, 2005

Dagur 11 ár 2:

Nú á að losa symfóníuna frá RÚV. Ég mæli með því hún verði losuð alveg frá ríkinu, að öllu leyti, svo ég og þú þurfum ekki að borga fyrir hobbý þessara aðila sem eru í symfóníunni.

Til hvers erum við að borga? Ekki er mér borgað fyrir að stunda mín áhugamál.

Já. Ég mæli með því að symfónían standi undir sér sjálf eins og góð hljómsveit. Þeir geta stofnað séreignastofnun undir sig, kallað sig "Musical group" Vinsælt.

Það er ekki eins og symfónían sé mjög menningarleg heldur. Seinast þegar ég hlustaði á hljómsveit performa læv, þá voru það ef ég man rétt, Hjálmar. Ég þekki engan sem hefur minnsta áhuga á að hlusta á symfóníuna. Og ég þekki heldur engan sem vill borga sig inn á tónleika með symfóníunni.

***

Ég vil ekki heldur borga fyrir RÚV. 1100 kall á mánuði, á það að kosta mig, þökk sé Þorgerði Katrínu. Þessi kellingartrunta vill stela af mér peningum persónulega, er ég viss um. Ég kýs hana aldrei. Hún getur gleymt því. Hún og allur hennar flokkur.

Fyrir 1100 kall gæti ég keypt 18 lítra af pepsí, meira ef ég verzla í Bónus, eða efni í spaghetti sem myndi endast 3 daga, eða 11 lítra af bensíni, sem myndu endast í viku eða svo, eða strætóferð til hafnarfjarðar og til baka 2 daga í röð, eða 13 lítra af mjólk, eða áskrift af skjá 1 að eilífu + mánaðarbyrgðir af poppi.

RÚV má leggja niður mín vegna. Nei, ég fer frammá að RÚV verði lögð niður sem stofnun, og ekkert komi í staðinn. RÚV deyi.

***

Meira um RÚV: þessir fávitar sem eru að rífa sig vegna þess að fréttastjórinn er "pólitískt ráðinn". Hvernig haldiði að þeir sjálfir hafi verið ráðnir? Af eigin verðleikum?

Ég mæli með að þessum gæja verði haldið inni. Sjáum hvort fíflin hætta. Ég þarf ekkert 2 fréttatíma hvort eð er, né langar mig að borga fyrir þá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli