þriðjudagur, mars 30, 2010

Dagur 26 ár 6 (dagur 2218, færzla nr. 889):

Guð bjó til Pac Man:



En við vissum það alltaf innst inni... eða hvað?

Ég kom ömmu uppá að borða núðlur. Svona 3 mínútna í boxi. Svo amma bað Bússa að kaupa nokkrar fyrir sig. Hann gerði það... næstum. Kaypti núðlur í poka. Sem er, jú, ódýrara og meiri matur, en meira vesen. Þessar í kassanum eru svo andskoti einfaldar.

Redda því næst.

AMV:



Eins og venjulega, þetta er lokalag úr teiknimyndaþáttum. Óvenjulega tilkomumikið myndband. Teiknimyndin lítur út eins og best of sixties grafísk hönnun á sýrutrippi.

Sem þýðir að það verður meira af þessari vitlaysu: þetta er vel yfir klukkutíma að lengd, sem er svipað eins og 3 þættir af Robot Chicken í röð. Aftur, betra en það hljómar, og lítillega skárra en það sem hefur komið á undan. Merkilegt nokk. (Þið munið hlæja þegar gaurinn úr Dragonball byrjar á Whitney Houston.)



Svona 10% af þessu eru úr Azumanga Daioh. Hlýtur að vera í miklu uppáhaldi... sem er kannski skiljanlegt.

sunnudagur, mars 28, 2010

Dagur 24 ár 6 (dagur 2216, færzla nr. 888):

Kominn tími til að gefa frá sér eitthvað bull. Þið getið leikið ykkur að þessu: Kínversk stjörnuspeki. "You are Brown Monkey, born in the year of White Monkey." Takk, einmitt það sem ég þurfti að vita.

Ég nennti ekki að safna yfirvaraskeggi. Svo margir eru að reyna þetta, og vilja lýkjast ýmsum merkum mönnum, býst ég við. Eins og til dæmis Bismark



nú, eða Lemmy í Motörhed.



... er ekki viss um að ég vilji það.

Hvað gerir maður þegar maður hefur ekkert að segja en finnur hjá sér kvöt til að hafa ægilega langt innlegg: Jú, AMV!



Þetta er eitthvað breskt band, Boa heitir það. Og þetta lag er í teiknimynd.

Og aftur: AMV hell, championship edition.



Ef þér finnst Robot Chicken þættirnir vera alveg ofsalega fyndnir eru góðar líkur á að þér finnist þetta stórsniðugt, og öfugt, ef þú veist ekki hvað Robot Chicken er.

fimmtudagur, mars 25, 2010

Dagur 21 ár 6 (dagur 2213, færzla nr. 887):

Og þá er aftur komið að kvikmynd kvöldsins. Sem þýðir:



Galaxy of terror. Horror in space!



Hawk the slayer



Hrafninn flýgur. Auðvitað.

Poppið til? Mér datt í hug að hafa góða kvikmynd núna, svona til tilbreytingar.



The Great Silence, 1968. (AKA Il Grande Silencio.)

Bönnuð í Finnlandi & Noregi. Höfðar ekki mikið til Kínverja, en er sennilega bönnuð þar líka. Það bara tekur því ekki að minnast á það, það er nefnilega allt bannað þar hvort eð er. (Svolítið eins og er að ske hér.)

Hvað um það, eins og ég sagði, ekki eins vond mynd og sumt sem birtist hérna. Ekki eins hrist fram úr erminni og Dementia 13, eða the Terror, og ekki jafn mikið bull og Pulgasari, og ekki jafn gleymanleg og Death Rage. Mjög ofbeldisfull, jú, en þetta er líka spaghettívestri. Og hverjum líkar ekki við smá spaghettí öðru hvoru? Spaghettí er gott fyrir þig.

mánudagur, mars 22, 2010

Dagur 18 ár 6 (dagur 2210, færzla nr. 886):



Snjókallar.



Geitungur. Þessi var lifandi.



Nanna.



Einhverjir fuglar.

Það er eitthvað svo óvetrarlegt eitthvað.

laugardagur, mars 20, 2010

Dagur 16 ár 6 (dagur 2208, færzla nr. 885):

Meira AMV, bara til að hafa eitthvað:



Uhm... já. Þetta er úr byrjuninni á xxxHolic. Engar vampýrur, ekkert þjóðmynjasafn...

Já, AMV hell 2:



Það hjálpar mikið að hafa séð Evangelion & Berserk. Það, og Azumanga Daioh eru alltaf í þessu. Allt annað... bara kannski.

miðvikudagur, mars 17, 2010

Dagur 13 ár 6 (dagur 2205, færzla nr. 884):

Fann fyrir nokkrum mánuðum AMV hell. AMV er stytting á Anime Music Video,



Nei, ekki þetta. Jú, þetta *ER* vissulega tónlist úr anime, en ekki alveg það sem ég er að meina. (Þett lag er úr einhverjum þáttum um vampýrur. Í nokkrum þáttum var eitthvað talað um að það væri verið að rannsaka vampýrur á Íslandi, svo ég beið í rólegheitunum eftir að sjá hvernig það kæmi út. Hvað er þjóðareinkenni Íslands? Jú, þeir sýndu mynd af einu húsi: Þjóðmynjasafninu. Þá vitum við það. Komu sér að öðru leiti alveg hjá því að hafa einhverjar senur hér.)

Ef þú leitar að AMV á jútúb þá finnurði venjulega nokkur atriði úr Naruto með Linkin Park undir. Það er alltaf Linkin Park.

AMV hell er þetta:



Röð af 30 sekúndna atriðum úr hinum og þessum teiknimyndaseríum/kvikmyndum með misjafnlega óviðeigandi músík undir. Eða hljóðrás úr einhverju allt öðru.

Eða: sumt fólk hefur of mikinn tíma.

Meira af þessu seinna.

sunnudagur, mars 14, 2010

Dagur 10 ár 6 (dagur 2202, færzla nr. 883):

Þá er komið að einni svona kvikmynd, en fyrst: treiler:



Navajo Joe.

Við Haukur gerðum þessa árið 1991, minnir mig. Þetta átti að vera kvikmynd um indjána sem hefnir sín á kúreka. Árið 1870. Það... virkaði ekki alveg. Þessi mynd er um margt merkileg. Til dæmis er í þessari kvikmynd meira shaky-cam en í meðal Bruckheimer ræmu, það er mikill Batman halli á öðru hvoru atriði, og ein senan stendur yfir í heila mínútu, alveg óklippt, alveg upp úr þurru, gjörsamlega án alls tilgangs, af því bara.

Plottið er nokkurnvegin svona: aðal skúrkurinn drepur einhvern, og aðal hetjan fer, gearar sig upp, og berst við hann.

Batman halli og shaky cam skeður.

Það tók ekki nema klukkutíma að hrista þessa saman.



"Fokilli hnefi eld-sparks," AKA "Sá Svali."

föstudagur, mars 12, 2010

þriðjudagur, mars 09, 2010

Dagur 2 ár 9 (dagur 2197, færzla nr. 881):



Besti bíl EVER!



REJECTED

Mjög súrrealísk teiknimynd.



Þú veist að þú hefur drukkið of mikið þegar...

laugardagur, mars 06, 2010

Dagur 2 ár 6 (dagur 2194, færzla nr. 880):

Þá er aftur komið að kvikmynd kvöldsins, svo takið fram poppkornið og búið ykkur undir að sjá treilera sem eru betri en kvikmyndin:



Robogeisha. "Geisha chainsaw! Ninja Robot! Fried Shrimp!" (Þetta er alvöru kvikmynd)



Last supper.



Thunder Warrior

Og kvikmynd kvöldsins: Dementia 13, frá því 1963. Ekkert ógeðslega góð mynd, gerð fyrir fjármagn sem varð afgangs eftir að Roger Corman kláraði aðra kvikmynd undir kostnaðaráætlun, inn á milli atriða við tökur á eitthvarju öðru, eða svo segir sagan.

Og það sést: hljóðneminn á þarna stjörnuleik í einu atriðinu alllengi, og svo sést skugginn af honum mjög lengi eftir það. Menn ypptu bara öxlum yfir því og héldu áfram. Öllum er sama.

Hvað um það:

Plott: náungi sem lítur út eins og Bingó fær hjartaáfall og deyr, og kærasta hans lætur fjölskildu hans halda að hann sé enn lifandi til þess að geta fengið arf sem hann er að fara að fá. Leyndarmál í fjölskildunni, bla bla bla. Þið vitið hvernig þetta gengur. Ódýrt Psycho rip off. Og public domain:

miðvikudagur, mars 03, 2010

Dagur 366 ár 5 (dagur 2188, færzla nr. 879):

Ártalið er eitthvað... jæja, laga það eftir 2 daga.

***

Ef maður les þjóðsögur Jóns Árnasonar spjaldanna á milli kemst maður að því að Íslenskur húmor eftir 1400 er ekkert nema "þú varst að vera þar" sögur, með öllum nauðsynlegum upplýsingum:

Við höfum aðalpersónurnar, hagi þeirra og ættir, hvað þeir eiga margar kindur og hvernig þeirra persónuleiki er. Við fáum að vita hvar viðkomandi bjó, hverjir nágrannar hans voru og hve margar kindur þeir áttu.

Svo fáum við að vita aðdraganda brandarans, hvernig persónurnar höguðu sér til þess að komast í þær aðstæður sem voru svo ofsalega sniðugar að Jón Árnason fann hjá sér kvöt til að skrá þær. Allt þetta leiðir til þess að íslenskir brandarar þar til kaffibrúsakallarnir komu til sögunnar eru mjög langir.

Mér varð svolítið hugsað til þessara gömlu íslensku brandara þegar ég fann nokkuð á netinu um daginn.

Byrjum á byrjuninni:

Þetta er Sailor Moon:



Hún er aðalkarakterinn í "Sailor Moon," sem eru teiknimyndaþættir sem voru ágætlega vinsælir 1993-1995, eða þar um bil. Þættirnir fjalla um nokkrar 14 ára stelpur sem dubba sig upp í skautadansara-búninga og berjast við konur á milli 25-40 ára og breyta þeim í ösku með göldrum.

Nei, í alvöru.

Allt þetta er í nokkurnvegin sama stíl og gömlu republic-seríal þættirnir (radar men from the moon... til dæmis), ítalskt giallo (sem aftur veldur því að þættirnir koma miklu betur út döbbaðir á ítölsku en nokkru öðru tungumáli) og aðalpersónan lítur út eins og Lucy Ball.

Þó þetta heiti "Sailor Moon," þá var furðu lítið um siglingar. Það var til dæmis ekki bátur í nema 2-3 þáttum. Af svona 200. Það þarf ekkert að horfa á nema 147, eða 96. En heiti þáttanna er ekki til komið út af einhverjum siglingum, heldur er það vegna Andrésar andar/Stjána bláa peysunnar sem aðalpersónurnar eru allar í. Alltaf.

Þetta er eitthvað fetish þarna úti.

Ameríska útgáfan er fræg af endemum fyrir að vera ritskoðuð - það voru ýmsar ástæður fyrir því:



Til dæmis þetta... og vondu kallarnir máttu ekki vera hommar. Og svo var lesbíska parið... Sailor Moon var alveg sama um lessur, en hún hafði eitthvað á móti hommum og kvenfólki á besta aldri. Hún átti til að breyta þeim í duft. Með risastórum dósaopnara. Eða þessum lurk:



Það er til leikin útgáfa af þessu. Hún er greinilega með svipað, kannski lægra bödget en spaugstofan (þeir hafa ekki efni á að tölvuteikna þennan kött nema í 1-2 þætti, eftir það er hann bara tuskudýr sem einhver hreyfir með hendinni) og leikurum sem eru ekki valdir eftir leikhæfileikum, heldur eftir getunni til þess að standa úti á götu og segja ótrúlega bjánalega hluti - oft með bláa hárkollu - án þess að fara hjá sér. Snilldar stöff, sem sagt.

Og hvað er ég að fara með öllu þessu röfli um Sailor Moon? Jú, sjáið til, fólk á það til að klæða sig upp eins og uppáhalds Sailor Moon karakterinn sinn, og æða þannig búið út á götu:



Rússnesk cosplay otaku.

Það sem ég vissi ekki, var að nazistarnir hefðu haft svona brennandi áhuga á Sailor Moon:



Nokkrir nazistar í góðum fíling, klæddir eins og Sailor Moon.