þriðjudagur, ágúst 30, 2011

Dagur 178 ár 7 (dagur 2734, færzla nr. 1039)Necrobus.Breska lögreglan óttast eitthvað.Hér er ég á hinum veitingastaðnum sem ég fór á í London, Salieri. Þarna sést glitta í eigandann, en hann lýktist Anthony Quinn svolítið.Forrétturinn: Ostur í Parma-skinku, og hey.Aðalrétturinn: pasta carbonara. Það er spaghetti með osti. Þetta var gott stöff.Kokteill eftir mat. Manhattan. Miklu betra en Dry Martini, að mínu mati.

Salieri er miklu betri staður en Skoska steikhúsið, þó skoska húsið hafi nú ekki verið neitt slor svosem.

Og þá er komið að viðeigandi músík. Hérna, hlustið á Toto Cutugno:Þið þekkið þetta.

föstudagur, ágúst 26, 2011

Dagur 174 ár 7 (dagur 2730, færzla nr. 1038)Löggan á hestbaki í London.

EN hvað um það, fjöllum smá um mat:Hér er ég á Skoska veitingahúsinu í London.Þetta er steikin sem ég fékk mér þar. Þetta er sirloin. Með einhverjum risa-frönskum. Þetta var afar ljúffeng steik.Þetta er eftir-drykkurinn, Dry Martini. Það er svona la-la.

Þetta var allt í lagi búlla, svona þannig, maturinn ódýr og góður, en bara ein þjónustustúlka, svo allt var frekar lengi að ske.

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Dagur 171 ár 7 (dagur 2727, færzla nr. 1037)

Þá er ég loksins kominn heim eftir langa ferð. Og ég fór að velta fyrir mér frasa sem ég hef oft heyrt í fréttum:

"löndin sem við viljum bera okkur saman við."

Hvaða lönd eru það? Það er alltaf verið að benda á þessi lönd sem við viljum bera okkur saman við, og segja hvernig þetta og hitt er þar. Og hvaða lönd eru það? Það fylgir aldrei sögunni.

Varla er það Bretland. Eða hvað? Það er mjög svipað - nema þetta með almenningssamgöngukerfið sem virkar þar. Við höfum ekkert slíkt. Á móti kemur að það liggur engin hraðbraut niður í miðbæ London - það er hinsvegar til staðar í RKV.

Er ég ekki viss um að það sé plús.

Sum hverfi minna mikið á Hlíðarnar, sum á Vogana. Voða Reyjavíkurfílingur þar sem ég gekk um til að fara í söbbveiið.

Í Frakklandi er hægt að fá glæsilega steik á barnum. Ég hef enn ekki séð það hér. Frakkland er heldur ekkert sjáanlega líkt Íslandi.

Þýzkaland er eins og önnur pláneta í samanburðinum. Þar keyra allir eins og menn, þar má kaupa brennivín á hvaða bensínstöð sem er, og bjór kostar minna en gos. Bjór kostar líka minna en eplasafi. Góður bjór, ekki þetta Carlsberg & Tuborg sull sem allir hér eru svo hrifnir af.

Svo er Danmörk...

Viljum við í alvöru bera okkur saman við Danmörku? Ég meina, það er eins og útibú frá Afríku! Ég hef komið inn á almenningssalerni sem lyktuðu betur en Kaupmannahöfn! Detroit var ekki svona subbuleg. Og þar er allt fokking dýrt. London var ódýrari, það var svo slæmt.

Svo það verður víst að vera Bretland.

laugardagur, ágúst 20, 2011

Dagur 168 ár 7 (dagur 2724, færzla nr. 1036)

Er nu i Danmørku.

For til Frakklands med ferju, bordadi a frønskum veitingastad, for til Brussel - sem er eins og frakkland, nema sodalegra - fekk mer kaffi.

Keyrdu um alt Thyskaland.

Keyrdu Nurburgring. Thad var fjør. For a flleri med rangeygdum vørubilstjor. Lika fjør.

Priladi i kastala, priladi upp kirkjuturn, ... eitthvad meira. Segi seinna. Tok fullt af myndum.

mánudagur, ágúst 15, 2011

Dagur 163 ár 7 (dagur 2719, færzla nr. 1035)

Kominn til London. Buinn ad drekka bjor a irska barnum og steik a skoska veitingastadnum.

Villtist adeins i gaer og komst ekki ad thvi kvar eg var fyrr en seint og um sidir.

Hef ekki sed neitt brenna enntha.

Fer ur thessu landi a morgun. Nema eg villist og endi i Blackpool.

(Ef Jona les thetta, sem eg tel liklegra en ad mamma geri that, tha endilega, segja henni fra.)

miðvikudagur, ágúst 10, 2011

Dagur 158 ár 7 (dagur 2714, færzla nr. 1034)

London verður eins og Detroit þegar ég kem þangað... jæja:

Engin orð fá lýst þessu:Part 8.

sunnudagur, ágúst 07, 2011

Dagur 155 ár 7 (dagur 2711, færzla nr. 1033)Tjörnin í Ólafsfirði.Þar eru endur.Í Tjarnarborg.... meira af því sama.Fólkið mætir í súpuna.Tjarnarborg. Súpa...Einhver.Það komu ekkert allir á sama tíma, og fólk var að þvælast þarna í vel yfir 10 mínútur.Þarna er megnið af mínu liði mætt.

miðvikudagur, ágúst 03, 2011

Dagur 151 ár 7 (dagur 2707, færzla nr. 1032)Endur.Fleiri endur.Hér er fólkið búið að kveikja í.Eldur.Bál.Áhorfendur fylgjast með úr öruggri fjarlægð.Notalegt.Vantar bara sykurpúðana - þeir komu daginn eftir.

mánudagur, ágúst 01, 2011

Dagur 149 ár 7 (dagur 2705, færzla nr. 1031)Smá um þjóðhátíðina:Ég fann eitthvað random lið inn í stofu.Það voru Tjaldar á lóðinni.Þessi þyrla var á sveimi.Og taxi.