þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Dagur 171 ár 7 (dagur 2727, færzla nr. 1037)

Þá er ég loksins kominn heim eftir langa ferð. Og ég fór að velta fyrir mér frasa sem ég hef oft heyrt í fréttum:

"löndin sem við viljum bera okkur saman við."

Hvaða lönd eru það? Það er alltaf verið að benda á þessi lönd sem við viljum bera okkur saman við, og segja hvernig þetta og hitt er þar. Og hvaða lönd eru það? Það fylgir aldrei sögunni.

Varla er það Bretland. Eða hvað? Það er mjög svipað - nema þetta með almenningssamgöngukerfið sem virkar þar. Við höfum ekkert slíkt. Á móti kemur að það liggur engin hraðbraut niður í miðbæ London - það er hinsvegar til staðar í RKV.

Er ég ekki viss um að það sé plús.

Sum hverfi minna mikið á Hlíðarnar, sum á Vogana. Voða Reyjavíkurfílingur þar sem ég gekk um til að fara í söbbveiið.

Í Frakklandi er hægt að fá glæsilega steik á barnum. Ég hef enn ekki séð það hér. Frakkland er heldur ekkert sjáanlega líkt Íslandi.

Þýzkaland er eins og önnur pláneta í samanburðinum. Þar keyra allir eins og menn, þar má kaupa brennivín á hvaða bensínstöð sem er, og bjór kostar minna en gos. Bjór kostar líka minna en eplasafi. Góður bjór, ekki þetta Carlsberg & Tuborg sull sem allir hér eru svo hrifnir af.

Svo er Danmörk...

Viljum við í alvöru bera okkur saman við Danmörku? Ég meina, það er eins og útibú frá Afríku! Ég hef komið inn á almenningssalerni sem lyktuðu betur en Kaupmannahöfn! Detroit var ekki svona subbuleg. Og þar er allt fokking dýrt. London var ódýrari, það var svo slæmt.

Svo það verður víst að vera Bretland.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli