laugardagur, júní 25, 2005

Dagur 110 ár 2 (dagur 475, færzla nr. 293):

Reykjavík og nágrenni meikar ekki sens. Sum hverfin finnast til dæmis ekki nema stjörnurnar séu réttar. Merki eru lítil og oft falin inni í runnum, vegirnir eru gerðir þannig úr garði að maður sér ekkert hvert maður er að fara, og númer innan hverfa eru bara eftir hendinni.

Til dæmis eru til hverfi þar sem eru bara hús með oddanúmerum, eða bara með jöfnum númerum, svo er til eitt hverfi þar sem talningin byrjar á 16, og ein gata þar sem eru aðeins tvö hús, númer 5, og númer 7.

Meikar sens?

Og hvað er eiginlega með þessi hringtorg? Er nauðsynlegt að byrgja vegfarendum sýn á þennan hátt? Má ekki bara sleppa götuljósunum eða skylda alla til að aka með bundið fyrir augun í staðinn?

Ég botna ekkert í þessu.

Eftir því sem tíminn líður, finnst mér meira og meira eins og vegir og gatnagerð í Borg óttans séu í höndum 100 vangefinna apa í tunnu.

föstudagur, júní 17, 2005

Dagur 102, ár 2:

17 júni. Hæ jibbý og allt það shit.

Þvílíkt veður.

Kominn heim, búinn að hitta hundinn og köttinn og sjá kanínuna. Smakkaði 3 gerðir af kókópössi. Ein bragðaðist eins og bylgjupappi hnoðaður í kúlur og velt uppúr kakódufti, annar eins og frauðplastkúlur eftir sömu meðferð. You can't beat the real kókópöss.

Já. Nenni ekki að skrifa meira.

laugardagur, júní 11, 2005

Dagur 96, ár 2:

Ég er með kvef og hausverk, og mér líður hræðilega því ég svaf ekki nema 4 tíma í nótt. Það eina sem ég get gert er að drekka te og borða eter-töflur. Þær get ég fengið úti í sjoppu. Það þarf meiri eter. Eða það þarf að setja smá klóróform í þær aftr, eins og þær voru í gamla daga.

Bjarta hliðin er hinsvegar sú að nú hef ég fengið meiri pening úr netinu.

laugardagur, júní 04, 2005

Dagur 89, ár 2:

Meiri vinna. Ég hef engan tíma í neitt vegna hennar, sem er á vissan hátt ergilegt, en á vissan hátt gott, því ég hef þá ekki tíma til að eyða öllum peningunum strax.

En á hinn bóginn er fritími góður...