sunnudagur, mars 30, 2014

Dagur 25 ár 10 (dagur 3676, færzla nr. 1276

Svona mánuður núna þar til ég þarf að losa mig við bílinn.  Sem er bara vesen, sem ég varla nenni að standa í.

Til lukku er mikið framboð af bílum á virðáðanlegu verði, ökutækjum sem eru þeim kostum búin að komast bæði yfir fjöll og fyrnindi og þola að verða  fyrir gaffallyftara endrum og eins.  Sem er alltaf ákveðin hætta þar sem ég vinn.

Vandinn er að ég hef ansi litla nennu til að sækja mér annan bíl.

Feh.


Jæja... ég hef enn mánuð.  Svona sirka.

miðvikudagur, mars 26, 2014

Dagur 21 ár 10 (dagur 3672, færzla nr. 1275

Kvikmynd kvöldsins:

trailer 1:


Split second

Trailer 2:


Antiviral

Traler 3:

 Sicilian connection

En...

Þetta er sem sagt kvikmyndin "Blind Beast," eða á frummálinu: "Moju."  Plottið er eiginlega bara það sama og í "Butterfly collector", nema þessi er aðeins meira kinky.  Byggð á skáldsögu Edogawa Rampo, frá 192X.  Veit ekki vort það er texti - það var ekki texti á útgáfunni sem ég sá, en það á ekki að skipta of miklu máli.  Þetta skilst nokkuð vel.


föstudagur, mars 21, 2014

Dagur 16 ár 10 (dagur 3667, færzla nr. 1274


Kaffið hressir.  Ágætt að nota þessa bolla, fyrst maður var að stela þeim.

laugardagur, mars 15, 2014

Dagur 10 ár 10 (dagur 3661, færzla nr. 1273

Kind
Þessar myndir eru ekki í réttri röð
Þar höfum við það, Toyota 2X4 off-road.

fimmtudagur, mars 13, 2014

Dagur 8 ár 10 (dagur 3659, færzla nr. 1272

Garðverkin:


Svona var þetta í gær.


Þarna kom trukkur.


Svona var þetta í morgun.


Rétt áðan.  Kannski virkar skólpið eitthvað frekar núna.  Nágranninn verður þá sáttur.

sunnudagur, mars 09, 2014

Dagur 4 ár 10 (dagur 3656, færzla nr. 1271

Búinn að vera að þessu í 10 ár.   Vá.  Færzla á 3 daga fresti, að meðaltali.

Hvað var að gerast 2004?


Þetta lag var spilað í útvarpinu.


Þetta, ekki svo mikið.


Ein aðal kvikmynd ársins.

Já... Facebook byrjaði það ár,  og Rússland hætti að viðurkenna vegabréf merkt sovétríkjunum.  Það, og hellingur af hryðjuverkum.

Þá dóu Ronald Reagan, Marlon Brando,  Rodney Dangerfield, Superman, Arafat, og margir fleiri.

þriðjudagur, mars 04, 2014

Dagur 363 ár 9 (dagur 3648, færzla nr. 1270

 Mamma sagði mér um daginn, að systurnar hefðu verið að hanga eitthvað á jútúb að glápa á vídjóin mín. Hún segir að þeim finnist vera voðalega mikið af byssum í kjarnorkutilraununum - sérstaklega núðluvídjóinu. 

Hvað á maður að segja við svoleiðis?

 Ég held að þær ættu að venja sig af því að droppa sýru á meðan þær eru að sörfa netið.

sunnudagur, mars 02, 2014

Dagur 361 ár 9 (dagur 3646, færzla nr. 1269

Sá þetta:


Takið eftir hvernig má sjá móta fyrir öllu tunglinu?