laugardagur, janúar 29, 2011

Dagur 331 ár 6 (dagur 2523, færzla nr. 987):

2003:

Columbia fór á loft í síðasta skifti. Hún kom reyndar niður aftur, en ekki í heilu lagi.

Erjur hefjast í Darfur.

SARS hefst. Það var fuglaflensan, eins og frægt er orðið.

Erjur hefjast í Írak.

Gen mannkyns 99% kortlögð.


Síðasta Bjallan framleidd.
Það skeði í Mexíkó.

Hryðjuverkamenn dunda sér við það yfir árið að sprengja í loft upp meira en 500 manns, mest í Rússlandi.

Dauðir á árinu:

Dolly, kind; Uday & Quasay, synir Saddams; Idi Amin, einræðisherra, mannæta og konungur Skotlands; Charles Bronson, sem var í öllum þessum "Death Wish" myndum; Teller Ede, AKA Edward Teller, vann við að finna upp kjarnorkusprengjuna; Johnny Cash, söngvari og Keiko, AKA Siggi, AKA Villi, hvalur.

Kvikmyndir ársins:

Cidade de Deus, Interstella 5555, Ong Bak, Tokyo Godfathers.

Músík:Godsmack. "Straight out of line."Marilyn Manson. "(s)aint."Lamb of God. "As the palaces Burn."Black Rebel Motorcycle Club. "Stop"

Og þá nenni ég ekki að grafa upp meira. Samt... betra en vondulagakeppnin. (Ekki að það sé erfiðlega toppað...)

þriðjudagur, janúar 25, 2011

Dagur 327 ár 6 (dagur 2519, færzla nr. 986):

2002. Man ekki eftir því ári, reyndar... svo flettum því upp í wikipedíu:

1 Jan: Evran tekin í notkun á Spáni, Frakklandi, í Þýskalandi, á Ítalíu, í Portúgal, Grikklandi, Finnlandi, Lúxemborg, Belgíu, austurríki, Írlandi og því sem við köllum alltaf Holland, en er í raun "Niðurlönd." Holland er sýzla í Niðurlöndum. Eins og Hessen er sýzla þýskalandi. 28 feb hætta löndin að nota sína upprunalegu gjaldmiðla.

Kaninn ræðst inn í Afganistan. Og svo... er þar enn.

Ný gerð af pöddum uppgötvaðist.Ný padda.

Stærðar loftsteinn rakst á Rússland - aflið var á við á milli 200 og 5000 tonn af TNT. Skömmu áður hafði 10 metra loftsteinn sprungið yfir miðjarðarhafi. Engum sögum fer af sprengikrafti, aðrar en hann var "mikill."

Leyniskyttur dunduðu sér við að plaffa á fólk vestra, og hlutu frægð fyrir.

Dauðir á árinu:

Freddy Heineken. Þið vitið fyrir hvað hann er frægur. Einmitt. Skíðastökk!
Alexander Prokhorov. Tók líka þátt í að finna upp leiserinn.
Astrid Lindgren. Fann upp Línu Langsokk.
John Gotti. Bófi.
Joe Strummer. Pönk-rokkari.

Kvikmyndir ársins.... æ, fokk it:

"Sympathy For Mr. Vengeance," kóreisk, á hana á DVD, án texta. Var bara samt góð. Þetta er nefnilega KVIK-mynd; "The scorpion King," rusl, en skemmtilegt rusl;
"Honogurai mizu no soko kara" AKA "Dark Water;" "Eight legged freaks," "24 hour party people" & "Bubba Ho-tep."

Og tónlist:Quarashi. "Baseline"Röyksopp. "Remind me." Eitt sniðugasta myndband sem ég hef séð.Sigur rós. Heitir ekkert... þannig.Nightwish. "End of all hope."Hammerfall. "Hearts on fire." Það er óþarfi að þvælast eitthvað út fyrir norðurlönd.Blind Guardian. "Battlefield." Þessi er Þýzk. Allt annað er Norrænt.

föstudagur, janúar 21, 2011

Dagur 323 ár 6 (dagur 2515, færzla nr. 985):

2001:

Vísindamenn klóna Gaur.3 Gaurar á beit.

Ég vissi ekki að til væri svona "gaur" fyrr en bara núna. Og nú vitið þið það.

Wikipedia byrjar.

Jarðskjálftar drepa 1000 í El Salvador, 12000 á Indlandi

Bandarískur kafbátur siglir á Japanskt skip og sökkvir því. Seinna á árinu keyrði Orion flugvél á Kínverska orrustuþotu, svo hún hrapaði. Kaninn var mikið fyrir að klessa á hluti þetta ár. Svo var aðeins klesst á þá.

Mír hrapaði.Mír.

Fyrsti túristinn fór út í geim.

Prinsinn í Nepal kálaði megninu af fjölskildu sinni.

Sádí-Arabar stela nokkrum flugvélum og fljúga þeim á nokkrar byggingar í USA.

Miltisbrandarinn var einnig þetta ár.

Og "Providing Appropriate Tools Required to Intercept and Obstruct Terrorism", eða eins og ég myndi frekar kalla það: USA 0, 'Kæda 3. Og akkúrat þetta flokkast undir það sem fótboltamenn kalla "sjálfsmark."

Enron fór á hausinn.

Á árinu féllu frá nokkrir, og sumir drápust, á meðan aðrir söfnuðust til feðra sinna, létust eða jafnvel dóu, meðal annarra:

Laurent Kabila, skæruliðaleiðtogi í Kongó; Robert Ludlum, sem samdi "Bourne Identity" ofl; Hanna, úr "Hanna Barbera"; Anthony Quinn, AKA "Grikkinn Zorba"; og Nikolay Basov, gaurinn sem fann upp leiserinn, og fullt af öðru afar speisuðu stöffi.

Kvikmyndir ársins: Lord of the Rings, Memento, Enemy at the gates og Amelie. Þetta var gott ár fyrir kvikmyndaáhugafólk.

Og smá músík:Daft Punk. Þetta er ekki eitthvert FanVid, þetta er myndbandið - þeir létu gera teiknimynd til að hafa undir *allri* plötunni. Nokkuð góð mynd - get mælt með henni.Gorillaz. "19-2000."Jag Panzer. "Take to the sky"Slayer. "Here comes the pain."Kreator. "Violent revolution"Arch Enemy. "Ravenous"

Segjum það þá komið nóg. Þar til næst.

föstudagur, janúar 14, 2011

Dagur 316 ár 6 (dagur 2508, færzla nr. 984):

Þar sem nýr áratugur er löngu byrjaður, skulum við stuttlega fara yfir þann síðasta. Tökum þetta í réttri röð, ár fyrir ár.

Árið 2000:

Jarðarbúar voru þá 6.070.581.000 til eða frá einn eða tveir.

Það ár dó gaurinn sem teiknaði smáfólk (peanuts) sem var á sínum tíma eina myndasagan sem var á ensku í blaðinu. Veit ekki af hverju það var. Einnig gaurinn sem lék Ernest; Carl Barks, sem er gaurinn sem fann upp Jóakim Aðalönd; og fullt af öðrum mis-mikilvægum mönnum.

Pýreníu Íbexinn dó út. Ja, sá síðasti náttúrulegi... það er þá kannski til einn í búri einhversstaðar.Mynd. Aldrei heyrt um þetta.

Pútín var kosinn forseti Rússlands.

Suðurlandsskjálftinn varð, og vakti mikla lukku.

Concorde þota brotlenti á hóteli í frakklandi. Það varð til þess að hætt var að fljúga þeim merkisrellum.

Kúrsk sökk. Rétt áður var ný-búið að ná Hunley á flot. Veit ekki hvorum bátnum ég vildi síður sigla með.

Síðasti Míníinn framleiddur.

Al Kæda réðist á USS Cole. Það var bara lítill hluti af sigurgöngu þeirra.

Seinni Bússi valinn forseti USA.

Og þetta sama ár var slökkt á síðasta kjarnaofninum í Chernobyl.

Kvikmyndir ársins:

Battle Royale, Dude, where's my car? Requiem for a dream (tónlistin úr henni er í öðrum hverjum treiler - þið hafið heyrt hana þó þið hafið aldrei séð myndina) og fullt af öðru miseftirminnilegu stöffi.

Músík ársins:Badly drawn boy: Pissing in the wind.Dandy Warhols

Og svo stöff sem þið vissuð ekki að væri til:Nile.Volaire. "God thinks" nú með karíókítexta.

2001 næst.

sunnudagur, janúar 09, 2011

Dagur 311 ár 6 (dagur 2503, færzla nr. 983):Nóg komið af jólum.

Meira af þessu: Þetta er síðan 1993. Sýnir vissulega hve merkilega hluti við félagarnir vorum að gera fyrir 18 árum.Vestmannaeyicus part 2.

Related vids: Ningyohime???

fimmtudagur, janúar 06, 2011

Dagur 308 ár 6 (dagur 2500, færzla nr. 982):

Treiler:Dungeons and Dragons.

Þessi mynd var gerð 1996, að því mig minnir. Þetta er líklega síðasta mynd með Bogga og Bjarka.

Að vanda byrjar myndin á allt of löngum brandara, áður en hún tekur sig til og verður virkilega skrítin.

Plott: James Blond er á vappi í kjallaranum, þegar erkióvinur hans byrjar að elta hann. Það er mjög súrt. Svo nær hann honum, og fær hann til að gera dáldið fyrir sig. Vodka kemur við sögu.

Að lokum þarf áhorfandinn bara sjálfur að gera upp við sig hvað hann var eiginlega að horfa á. Hvort þetta er mikil snilld eða eitthvað allt annað. Talandi um endi...

Bestu senur: Það er ein eftir kreditlistann. Önnur rétt á undan. Sánuatriðið er mjög fyndið, bæði viljandi og óviljandi. Og eltingaleikurinn í byrjun er mjög góður samanborið við senuna strax á undan.

Ég á þetta til í tveimur pörtum - til komið vegna þess að á síðasta ári var ekki hægt að setja inn vídjó lengri en 10 mínútur. Svo var leyft að setja inn korter, og þá setti ég alla myndina inn. Núna má setja inn 24 tíma, ef stemming er fyrir slíku. TD er bara spurning um tíma hvenær einhver öpplódar "Empire" eftir Andy Warhol þarna í heild sinni. En hvað um það, kvikmynd kvöldsins:James Blond 3

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Dagur 306 ár 6 (dagur 2498, færzla nr. 981):

Þá er komið að kvikmynd kvöldsins, sem getur bara þýtt eitt:Two minute warning.The Blue Max.Dellamore Dellamorte

Og þá ræman:

Þetta er löngu gleymd kvikmynd um gaur sem er að gera kvikmynd um mótorhjólamenn, og fjármagnar það með láni frá mafíunni, með veði í öllu sem hann á. Auðvitað sendir mafían gaur til að trufla kvikmyndina, til að mafían eignist veðin.

En þá vill svo til að gaurinn sem mafían sendir á staðinn er kolruglaður. Þið eigið eftir að klóra ykkur í höfðinu yfir þessari:Hollywood man - 1976.

laugardagur, janúar 01, 2011

Dagur 303 ár 6 (dagur 2495, færzla nr. 980):

Og það er komið nýtt ár. Vei.Vinir Ketils kveiktu á merkinu sínu að vanda - en það slokknaði á því áður en nýja árið byrjaði. (Það var byrjað einhversstaðar hinumegin á jörðinni, ef það er einhver huggun.)Við kveiktum á blysum í tilefni dagsins.Röltum með þau um lóðina.Fólki leist misjafnlega á þau, þessi blys.En svo slokknaði á þeim.Mamma sætti sig við stjörnuljós.Guðlaug & IllugiIllugi vill líka skála á nýja árinu.Og þannig var það.