fimmtudagur, september 29, 2005

Dagur 206 ár 2 (dagur 571, færzla nr. 313):

Fréttir. Þær eru hið voðalegasta fyrirbæri. Oftast nær fjalla þær um hluti sem mér er nákvæmlega sama um, eins og til dæmis Baugsmálið. Einungis Amma hefur gaman af baugsmálinu, þó hún geti með engu móti nefnt á nafn alla karakterana í því, enda heita þeir sumir svo flóknum nöfnum.

Eina leiðin til að hafa skoðun á því án þess að kynna sér málið -sem er hið leiðinlegasta- er að halda bara með minnst pirrandi aðilanum. Sem vill svo til að eru Jóhannes í bónus og co. Af hverju? Jú, þeir nöldra minna.

Um daginn var það Fellibylur í New Orleans, með tilheyrandi fréttum af stórskotaliðsárásum og gífurlegum ræningjahópum sem flökkuðu um stelandi öllu steini léttara. Seinna hefur að vísu komið á daginn að enginn í New Orleans hefur aðgang að stórskotaliðsvopnum, og báðir ræningjarnir hafa náðst.

Þar áður var stríð í Írak, sem reyndar er enn rætt um. Af mönnum sem hafa ekki hundsvit á aðstæðum. Auðvitað.

Svo er álverið og virkjunin. Það var ekki byrjað að mótmæla því af alvöru fyrr en eftir að það var byrjað að reisa virkjunina. Sem segir mér og öllum sem nenna að hugsa hvern mann þessir mótmælendur hafa að geyma.

Þar áður var röflað lengi um forsetaembættið. Hvort það hefði rétt á sér eða ekki. Mér sýnist sem geðveikiskast Davíðs hafi gert mönnum ljóst að forsetinn hefur eftir allt saman rétt á sér, þó ekki væri nema í þetta eina skifti. Væri honum ofraun að neita að skrifa undir oftar?

Það er enn ekki hætt að tala um neitt af þessu. Reyndar, þá er verið að ryfja upp Hafskipsmálið í þessu. Það gerðist árið 1984-1990, eða þar um bil. Það var í þá tíð er pólitíkusar höfðu enn meiri ítök en þeir hafa nú. Þeir sakna þess tíma, ég tek eftir því.

Um pólitík í dag: allir flokkarnir eru áberandi eins. Allir leitandi að "sterkum leiðtoga". Mætti benda þeim á Hitler?

Og hvað er þetta með öryggisráðið? Hver er afsökunin með að vilja þangað? Ekki kokteilboð. Nei. Það er raunverulega ástæðan, best að nefna hana ekki. nei, þeir segja að við höfum svo margt fram að færa. Já. Ég hef margt fram að færa. Þýðir það þá ekki að ég eigi að fara fram á sæti í læknaráði?

Fífl, alltsaman, og þið sem kjósið þetta eruð meiri fífl.

Amen.

mánudagur, september 26, 2005


Dagur 203 ár 2 (dagur 568, færzla nr. 312):

Það er kominn vetur fyrir norðan. Snjór og kuldi. Ja, kannski ekki svo mikill kuldi, en nóg til að það snjói. Ekki var ég að frjósa. Þetta er annar heimur.

Hér í RKV fer ekki að snjóa alveg strax. Kannski smá í næsta mánuði, bara svona rétt til að fá fólk til að skifta yfir á nagladekk, svo ekki meir alveg fram í desember.

Þá verður þetta bara slabb.

Og hvað segir google um slabb?





Ekki alveg það sem ég bjóst við, satt að segja.

þriðjudagur, september 20, 2005


Dagur 197 ár 2 (dagur 562, færzla nr. 311):

Ég sá í gær að það var kominn nýr köttur í bókhlöðuna. Minni en hinn. Hvítur á litinn. Alveg jafn latur. Ætli sá gamli hafi verið rekinn afþví hann vildi fá launahækkun?


Já, þessi mynd hefur ekkert með köttinn að gera. Eða ketti, almennt. Held ég. Veit ekki. Kannski er þetta köttur undir stýri, hver veit?

föstudagur, september 16, 2005

Dagur 193 ár 2 (dagur 558, færzla nr. 310):

Mikið er mér illa við sumar auglýsingar. Þessi furðulega auglýsing sem var aftaná Blaðinu i morgun til dæmis, hvað á hún að þýða?

Eitthvert krípí andlit, starandi út í bláinn, eða réttara sagt, á mig. Ég er ekki hrifinn af þessu. Ég er ekki hrifinn af hálf-ógnvekjandi starandi andlitum. Mig langaði til að kýla það, en sætti mig loks við að snúa bara blaðinu við.

Og ég veit ekki hvað er verið að auglýsa heldur. Hvað er þá fengið með þessu? Hverju vill þessi auglýsandi koma á framfæri?

"Hey! Við erum komin til þess að ógna þér við morgunverðarborðið!"
eða:
"Við erum miklu meira krípí en þú!"

Ég botna ekkert í þessu. Ég vil kenna Sirrí á skjá einum um þetta. Hún hefur þetta sama ógnandi, starandi augnarráð, líkt og brjálaður ófétiskrakki. Týpan sem maður varð alltaf að passa sig á hér til forna, henda í þá grjóti ef þeir voru til of mikilla vandræða. Meiða þá vel svo þeir fari, og haldi sig fjarri.

Er ekki hverjum nóg að vera með eitt illt auga?

þriðjudagur, september 13, 2005

Dagur 190 ár 2 (dagur 555, færzla nr. 309):

Sagan af Jóa og Bóbó

Einu sinni einn fagran sumardag hafði Jói fundið niðri í kjallara rakettu síðan á gamlársdag.

Honum datt í hug að hún hlyti að hafa gleymst þar, eða dottið úr pokanum þegar verið var að skjóta upp síðast á þrettándanum.

Þar sem Jói hafði alltaf haft gaman af að sprengja hluti, þá hugsaði hann sér gott til glóðarinnar, og ákvað að skjóta rakettunni upp, þó nú væri miður dagur. Honum fannst það jafn gott og hvað annað, því eins og allir vita er frekar bjart að nóttu til á sumrin, en sá munur er einna helst á nóttu og degi, að ekki eru miklar líkur á að sofandi fólk verði fyrir ónæði af smá sprengingum á daginn.

Og þar sem Jói var nú nokkuð tillitssamur náungi, þá ákvað hann að skjóta rakettunni sinni upp um miðjan dag fremur en um miðja nótt.

Svo Jói fer með rakettuna ít í garð, og treður prikinu á kaf í blómabeðið sitt. Síðan kveikir hann á þræðinum og hleypur aðeins frá til að vera ekki of nálægt ef vera skildi að rakettan losnaði ekki úr beðinu.

Nú bregður svo við að Bóbó hleypur af stað úr fylgsni sínu í nálægum runna, æðir beint að rakettunni, rífur hana upp úr moldinni, girðir niðurum sig og treður henni upp í rassinn á sér.

Hann er vart búinn að aðhafast þetta er kveikurinn brennur upp, og má sjá eldgosið spúast af miklu afli afturúr Bóbó. Loks springur svo rakettan með töluvert lægri hvelli en Jói hafði vonast til, og á eftir fylgir mikið kvalaöskur frá Bóbó, sem er að vonum skaðbrenndur að innan.

Jói hleypur til og úðar á Bóbó úr garðslöngunni sinni þar til hann er þess fullviss að allur eldur sé slokknaður í Bóbó. Eftir það hringir hann í sjúkraliðið.

Og þegar sjúkraliðarnir eru að týna stærstu leyfarnar úr rakettunni úr Bóbó, öskrar Bóbó illilega á Jóa:

"Þetta er allt þér að kenna! Ég ætla að kæra þig! Veistu, ef þú hefðir ekki verið með þessa ólöglegu rakettu hefði þetta aldrei gerst!"

"En þú gerðir þetta við sjálfan þig..." segir Jói á móti.

"Það er miklu hættulegra að leika sér að eldinum Jói!" svaraði Bóbó.

Og þess vegna er bannað að skjóta upp rakettum þegar það er ekki gamlárskvöld.

laugardagur, september 10, 2005

Dagur 187 ár 2 (dagur 552, færzla nr. 308):

Er skynsamlegt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til ... einhversstaðar annarsstaðar?

Með: þetta er stórt byggingarland.
Á móti: þetta er mýri, þessvegna heitir þetta "Vatnsmýrin".

Með: með því að flugvöllurinn hverfi úr mýrinni minnka líkurnar á að flugvél hrapi í Reykjavík.
Á móti: Líkurnar á að flugvél hrapaði í RKV voru alltaf litlar. En ef völlurinn fer út á löngusker minnka líkurnar ekki nema um 10% eða svo, ef þá svo mikið, ef hann fer út á Álftanes (sem verður aldrei vinsælt) þá hrapar hypothecical vélin okkar bara á fossetann í staðinn, ef flugumferð fer svo til KEF, þá aftur aukast líkur á veseni, því þar er nú þegar töluverð traffík.

Með: með því að færa völlinn einhvert annað fæst betra skipulag innan RKV.
Á móti: skipulag innan RKV er lélegt því þeir sem ráða skipulaginu eru og hafa alltaf verið bjánar. Það mun ekkert breytast. Það er ekki eins og það sé ómögulegt að gera veg umhverfis þennan flugvöll.

Með: miðbærinn stækkar og blómstrar.
Á móti: atvinna tengd vellinum fer með vellinum hvert sem hann svo fer.

Með: Gott fyrir RKV.
Á móti: Slæmt fyrir landsbyggðina.

Eitthvað sem þið viljið bæta við?

föstudagur, september 09, 2005


Dagur 186:

Ég fór út að keyra í gær. Vetrarvinnan. Góð afsökun til að keyra gamla veginn við Hafravatn. Hratt. Auðvitað. Malarvegir eru sniðugir þannig að maður virðist fara miklu hraðar á þeim en maður fer í rauninni. Til dæmis virðist maður vera á 150 kílómetra hraða þó maður sé í raun ekki á nema 145 kílómetra hraða.

Tékkið á þessu.

Annars er það svo að Reykjavík er ekki hönnuð með sendla í huga. Götur eru oftast þannig merktar að það er eins og ætlast sé til að það sé komið að þeim úr vissri átt. Komi maður úr hinni áttinni má maður ekkert vita hvað gatan heitir. Ég veit ekki afhverju þetta er, en mig grunar að það sé svona vegna þess að einhver í skipulaginu er fífl.

Þegar ég var seinast í útlandi, þá tók ég eftir því að það var afar erfitt að komast hjá því að vita hvert maður var að fara. Hér er þetta öðruvísi. Ég lenti einusinni í því að finna ekki innkeyrslu inn í eina götu. Ég sá húsið, en stjörnurnar voru ekki réttar eða eitthvað, svo leiðin inn fannst ekki. Samkvæmt kortinu voru tvær leiðir inn.

Að lokum stoppaði ég í sjoppu og spurði hvernig ég kæmist inn í götuna. Þar var mér tjáð að aðeins væri unnt að fara inn í þessa götu á fullu tungli, og með því að kyrja textann "Simbi sjómaður" á meðan hreinar meyjar mökuðu kindablóði á nakta líkama hvorrar annarrar.

Ég veit ekki hvernig ég á að geta afhent þennan pakka.

fimmtudagur, september 08, 2005

Dagur 185:

Tími fyrir enn eitt testið:

HASH(0x8b78140)
THE FUTURE
Famous Ruler: ?
Living Quarters: Futuristic house?
Hardship: ?
You'd prefer to live in a time that's unknown. You
like to live on the edge.


What Time Period Do You Belong In? (Updated!)
brought to you by Quizilla

Grunaði það.

miðvikudagur, september 07, 2005

Dagur 184:

Ég var að grilla. Aftur. Það var svo helvíti gott veður eitthvað í gær. Það, og það var til alveg hellingur af pylsum. Veit satt að segja ekki hvað amma hugsar. Mig hefur lengi grunað að hún segi ekki það sem hún hugsar. Það er í það minnsta ekki mjög margt sem hún segir sem stenst nánari skoðun, svo það getur varla verið mjög úthugsað. Svo getur verið að hún segi allt sem hún hugsar, sem þýðir að þegar hún segir ekkert er hún ekki að hugsa. Svona svipað eins og ljósið á tölvunni sem fer í gang þegar verið er að prósessa eitthvað.

Það er í mér einhver helgar-fílingur. Nema, í staðinn fyrir að taka spólu og sitja og gera ekkert, sit ég og reyni að lesa eitthvað af þessari vitleysu sem mér er sett fyrir. Var alveg að sofna yfir þessu í gær. Held ég gæti hafa borðað of mikið af pylsum.

þriðjudagur, september 06, 2005

Dagur 183:

Það er mikið öðruvísi að vera í skóla en að vinna. Í vinnunni var ég umkringdur allskyns teiknimyndafígúrum:

Fyrst ber að nefna Dumb & Dumber, eða þar til Dumb var fluttur til, og þá neyddumst við til að öppgreida Dumber í Rainman. Hinumegin fréttum við svo af Karate Kid. Afhverju fengu þeir Karate Kid, en við sátum uppi með Rainman? Fúlt.

Svo, viku áður en ég hætti eða svo, byrjuðu D'Artagnan og Jenni. Já, einmitt, nýji gæjinn í skyttunum þremur, og Jenni. Það er víst Tommi þarna einhversstaðar, en ég hef ekki hitt hann, eða bara veit ekki hver það er.

Svo var kuldaboli sjálfur að vinna í kælinum, og það má færa rök fyrir því að eingöngu tröllkallar fáist til vinnu sem vörubílstjórar.

En í skólanum, hvað hef ég þar?

Hjúkrunarkonur, allar að skríða af besta aldri... Jæja, Mjallhvít, en það eru engir dvergar.

Já. Það er mikill ævintýraheimur í flytjanda.

mánudagur, september 05, 2005

Dagur 182:

Það er fólk í bókhlöðunni núna. Það sefur einn við hliðina á mér. Lætur aðra nemendur ekki trufla sig, né heldur nennir nokkur þeirra að trufla hann. Sennilega er hann enn þunnur frá því um þjóðhátíð.

Ég er skráður í tvo áfanga í mismunandi siðfræði. Ég býst fastlega við því að ég eigi eftir að rugla þeim saman ef ég fer ekki gætilega. En ég er afar viðutan þannig að ég geri það líklega. Ætli nokkur taki eftir því?

Varla.

laugardagur, september 03, 2005

Dagur 180 ár 2 (dagur 545, færzla nr. 302):

Var að fylgjast með fréttum svona með öðru eyranu. Næ þeim illa vegna þess hve mikið ég vinn. Frétti af þessu flóði þarna í vúdú-landi. Mér virðist sem fregnir þaðan annað hvort hljóti að vera orðum auknar (sem oft reynist vera), eða þá að verið sé að fara rangt að.

Til dæmis væri mjög vænlegt til árangurs fyrir þá að líta bara svo á að allt sé ónýtt, og leyfa þessum ræningjum að vera í friði, og einbeita sér í staðinn að fólki sem þarf að bjarga frá drukknun. Hvernig væri það?

Þannig þyrfti ekki að skjóta á ræningjana, sem ylli því að ræningjarnir myndu ekki skjóta á móti. Það er örugglega 25% af vandanum.

Ég myndi nú líka nota tækifærið og færa þessa borg aðeins ofar. Láta svo rústirnar eiga sig. Þær gætu orðið flottur ferðamannastaður. Alveg sérstaklega ef vatnið flæðir ekki burt aftur. Það tekur náttúrlega smá stund fyrir skólpið að skolast burt, en á móti bendi ég á að stærsta skólpræsi Indlands, Ganges-fljótið, er ekkert óvinsæll ferðamannastaður.

Svo eru náttúrlega dýrustu lóðirnar í Reykjavík við skólpdælur.

Þessi færzla er 33% ill.
This site is certified 39% EVIL by the Gematriculator