fimmtudagur, september 29, 2005

Dagur 206 ár 2 (dagur 571, færzla nr. 313):

Fréttir. Þær eru hið voðalegasta fyrirbæri. Oftast nær fjalla þær um hluti sem mér er nákvæmlega sama um, eins og til dæmis Baugsmálið. Einungis Amma hefur gaman af baugsmálinu, þó hún geti með engu móti nefnt á nafn alla karakterana í því, enda heita þeir sumir svo flóknum nöfnum.

Eina leiðin til að hafa skoðun á því án þess að kynna sér málið -sem er hið leiðinlegasta- er að halda bara með minnst pirrandi aðilanum. Sem vill svo til að eru Jóhannes í bónus og co. Af hverju? Jú, þeir nöldra minna.

Um daginn var það Fellibylur í New Orleans, með tilheyrandi fréttum af stórskotaliðsárásum og gífurlegum ræningjahópum sem flökkuðu um stelandi öllu steini léttara. Seinna hefur að vísu komið á daginn að enginn í New Orleans hefur aðgang að stórskotaliðsvopnum, og báðir ræningjarnir hafa náðst.

Þar áður var stríð í Írak, sem reyndar er enn rætt um. Af mönnum sem hafa ekki hundsvit á aðstæðum. Auðvitað.

Svo er álverið og virkjunin. Það var ekki byrjað að mótmæla því af alvöru fyrr en eftir að það var byrjað að reisa virkjunina. Sem segir mér og öllum sem nenna að hugsa hvern mann þessir mótmælendur hafa að geyma.

Þar áður var röflað lengi um forsetaembættið. Hvort það hefði rétt á sér eða ekki. Mér sýnist sem geðveikiskast Davíðs hafi gert mönnum ljóst að forsetinn hefur eftir allt saman rétt á sér, þó ekki væri nema í þetta eina skifti. Væri honum ofraun að neita að skrifa undir oftar?

Það er enn ekki hætt að tala um neitt af þessu. Reyndar, þá er verið að ryfja upp Hafskipsmálið í þessu. Það gerðist árið 1984-1990, eða þar um bil. Það var í þá tíð er pólitíkusar höfðu enn meiri ítök en þeir hafa nú. Þeir sakna þess tíma, ég tek eftir því.

Um pólitík í dag: allir flokkarnir eru áberandi eins. Allir leitandi að "sterkum leiðtoga". Mætti benda þeim á Hitler?

Og hvað er þetta með öryggisráðið? Hver er afsökunin með að vilja þangað? Ekki kokteilboð. Nei. Það er raunverulega ástæðan, best að nefna hana ekki. nei, þeir segja að við höfum svo margt fram að færa. Já. Ég hef margt fram að færa. Þýðir það þá ekki að ég eigi að fara fram á sæti í læknaráði?

Fífl, alltsaman, og þið sem kjósið þetta eruð meiri fífl.

Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli