laugardagur, september 03, 2005

Dagur 180 ár 2 (dagur 545, færzla nr. 302):

Var að fylgjast með fréttum svona með öðru eyranu. Næ þeim illa vegna þess hve mikið ég vinn. Frétti af þessu flóði þarna í vúdú-landi. Mér virðist sem fregnir þaðan annað hvort hljóti að vera orðum auknar (sem oft reynist vera), eða þá að verið sé að fara rangt að.

Til dæmis væri mjög vænlegt til árangurs fyrir þá að líta bara svo á að allt sé ónýtt, og leyfa þessum ræningjum að vera í friði, og einbeita sér í staðinn að fólki sem þarf að bjarga frá drukknun. Hvernig væri það?

Þannig þyrfti ekki að skjóta á ræningjana, sem ylli því að ræningjarnir myndu ekki skjóta á móti. Það er örugglega 25% af vandanum.

Ég myndi nú líka nota tækifærið og færa þessa borg aðeins ofar. Láta svo rústirnar eiga sig. Þær gætu orðið flottur ferðamannastaður. Alveg sérstaklega ef vatnið flæðir ekki burt aftur. Það tekur náttúrlega smá stund fyrir skólpið að skolast burt, en á móti bendi ég á að stærsta skólpræsi Indlands, Ganges-fljótið, er ekkert óvinsæll ferðamannastaður.

Svo eru náttúrlega dýrustu lóðirnar í Reykjavík við skólpdælur.

Þessi færzla er 33% ill.
This site is certified 39% EVIL by the Gematriculator

Engin ummæli:

Skrifa ummæli