miðvikudagur, september 07, 2005

Dagur 184:

Ég var að grilla. Aftur. Það var svo helvíti gott veður eitthvað í gær. Það, og það var til alveg hellingur af pylsum. Veit satt að segja ekki hvað amma hugsar. Mig hefur lengi grunað að hún segi ekki það sem hún hugsar. Það er í það minnsta ekki mjög margt sem hún segir sem stenst nánari skoðun, svo það getur varla verið mjög úthugsað. Svo getur verið að hún segi allt sem hún hugsar, sem þýðir að þegar hún segir ekkert er hún ekki að hugsa. Svona svipað eins og ljósið á tölvunni sem fer í gang þegar verið er að prósessa eitthvað.

Það er í mér einhver helgar-fílingur. Nema, í staðinn fyrir að taka spólu og sitja og gera ekkert, sit ég og reyni að lesa eitthvað af þessari vitleysu sem mér er sett fyrir. Var alveg að sofna yfir þessu í gær. Held ég gæti hafa borðað of mikið af pylsum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli