þriðjudagur, september 29, 2009

Dagur 208 ár 5 (dagur 2033, færzla nr. 835):

Af vefnum:1959 Bel Air vs. 2009 Malibu.

Ég tékkaði, báðir bílarnir eru ámóta þungir. (~3400 pund) Báðir á 40 mílna hraða - þ.e 64 kmh, eða samanlagt 128 kmh.

Ef Bel Air hefði stýri sem leggst saman, og ramminn kringum framrúðuna sneri hinsvegin, þá væri hann jafn öruggur og Toyota Yaris ... Sem segir meira um Yaris en Bel Air, reyndar:2009 Camry vs. 2009 Yaris.Honda vs. HondaSama - nema með bílum frá 1971-2, og 1995. Þetta vídeo sýnir manni að hér í denn þá voru krumpusvæðin hinn bíllinn. Ambassador vs. Gremlin kom vel út. Ef maður á AMC, þá gengur maður í burtu frá svona. (Gremlin var/er unibody, og byggður á töluvert stærri bíl upprunalega.)

1959 voru engin belti, 1971 var hægt að fá þau. Árið '59 skifti það bara engu máli. Sjá mynd.Þetta er 198X Holden Commodore (Opel) að keyra á vegg á 120 kmh. Þetta var gert til að prófa græjurnar, ekki til að prófa bílinn - sem var orðinn gamall þá...

Við nánari skoðun, þá sýnist mér að best se að aka bíl framleiddum eftir 1970, helst uniboddý (Chrysler, AMC, allir bílar núorðið), og aðeins stærri en hinn bíllinn. Ef það er ekki hægt - allt yfir 1200 kílóum er gott.

Og ekki keyra á neina steinveggi á 120.

laugardagur, september 26, 2009

Dagur 205 ár 5 (dagur 2030, færzla nr. 834):

Jæja, þá er laugardagur. Og þá er góður dagur fyrir þá sem ekki nenna að fara út á leigu og taka spólu, því það er komið að kvikmynd kvöldsins - og að venju byrjum við á treilerum, sem eru eins og allir vita nauðsynlegur hluti af því að taka spólu:War-Gods of the deep.Saishu Heiki Kanojo.Pulgasari.

Og þá er það kvikmynd kvöldsins: Cold Sweat með Charles Bronson.Mér er ekki fulljóst af hverju þessi mynd er public domain, en hún er mjög gömul, og það man enginn eftir henni. Reyndar þá held ég allt með Bronson sé gleymt nema Death Wish & Telephon.

Það gerir enginn svona myndir lengur.

Þetta er ekki alvond mynd, og torfæru-Opelinn er þess vrði að sjá að minnsta kosti einu sinni. Einu sinni var sena þar sem einhver keyrði lélegum bíl ofsalega hratt um hlykkjóttan fjallveg á annarri hvorri Rivierunni í þriðju hverri kvikmynd. Ekki lengur.

Ef fólk er ekki í stuði fyrir Bronson, þá er Saikano-ræman sem er treileruð hér fyrir ofan til á Jútúb... með spænskum texta.

miðvikudagur, september 23, 2009

sunnudagur, september 20, 2009

Dagur 199 ár 5 (dagur 2024, færzla nr. 832):

Það var ágætlega heitt í gær. Miklu hlýrra en ég bjóst við. Góður dagur til að plaffa aðeins á rafmagnstæki. Fékk nóg af þeim þegar það var hreinsað út úr geymzlunum um daginn.Það var minna af fólki með hunda. Held að það hafi ekki fattað að það var svona veður. Yfirleitt er allt vaðandi í þessum kvikyndum, öll með sama markmið í lífinu: að verða fyrir bíl.

Af hverju velja þessi heimsku dýr annars alltaf að hlaupa yfir veginn rétt áður en maður ekur framhjá þeim? Hvað er eiginlega með það?

Kannski er bara ekkert gaman að vera hundur. Kannski bölva þessi kvikyndi manni fyrir að vera að bremsa. Hver veit?

föstudagur, september 18, 2009

Dagur 197 ár 5 (dagur 2022, færzla nr. 831):Haukur Sveinsson lifir enn!

mánudagur, september 14, 2009

Dagur 193 ár 5 (dagur 2018, færzla nr. 830):

Skemmtilegt veður.

Góður tími til að hanga inni og gera sem minnst. Horfa á meiri teiknimyndir, spila tölvuleiki, sörfa netið...

Ég fæ hausverk af því.

Þá er einmitt málið að standa upp aðeins, fara niður og fá sér te. Horfa á krakkann hennar Guðlaugar elta hundinn og köttinn til skiftis.

fimmtudagur, september 10, 2009

Dagur 189 ár 5 (dagur 2014, færzla nr. 829):

Árið 1996 var stefnan heimsyfirráð. Eða amk yfirráð yfir skandinavíu. Ég held ekki að það væri verra fyrir íbúa skandinavíu - væri bara til bóta fyrir Íslendinga eins og er, ef ég tæki upp á einhverju slíku.

Hve erfitt væri það?

Norðmenn hafa aðgang að svona 1 - 2 milljón manns til að verjast, svíar hafa 1.7 - 3.4 milljónir. Sem sagt, 2.7 - 5.4 milljónir. Til að yfirbuga slíkt þarf svona 10 milljón manna her. Ég get fengið 27 milljón manns í Tælandi. (Undarleg skifting - 13 milljón karlar, 14 milljón konur. Skrítið... (og nei, þetta er ekki herinn per se, bara sá mannskapur sem á að vera "fir for service")) Get floodað pleisið með liði.

Á meðan leggur einhver Tæland undur sig, er ég viss um. Burma, til dæmis. Þeir hafa 18 milljón manns í þetta. Þá hef ég afsökun til að mæta þangað með liðið mitt - þarf bara helminginn af því þegar ég er búinn að leggja undir mig Bofors verskmiðjurnar og SAAB. Tek bara Burma líka. Gef Tælendingum sem borgun fyrir að taka skandinavíu.

Þetta að sjálfsögðu gerir ráð fyrir að Burma geri innrás. En þeir sem þar ráða eru nógu miklir skúrkar til þess, sérstaklega þegar helmingur landsmanna er að dunda sér við að gera innrás hinumegin á hnettinum. Ekkert eftir nema ellimenn og smábörn.

Vinn betur úr þessu seinna.

mánudagur, september 07, 2009

Dagur 186 ár 5 (dagur 2011, færzla nr. 828):

Jæja.

Þá er búið að klessa bílinn minn. Það var ekki mikið högg, en samt koma skruðningar þegar afturstuðarinn rekst utaní dekkið. Það hristist eitthvað til í gírkassanum líka, en það virðist hafa gengið til baka.

Virðist. Kannski verða eftirköst af þessu... Satt að segja er þynnra í bílnum en ég hélt - hann er skráður jafn þungur og Dodgeinn sem ég var á fyrir nokkrum árum. Ég bjóst við minna tjóni, byggt á því. En nei.

Ég þurfti þetta ekki. Nú á ég bara eftir að fá upphringingu frá tryggingafélaginu. Hvað bjóða þeir?

***

Svo var árgangsmótið. Fólkið eldist misvel, eins og gengur. Kannaðist lítillega við suma síðan seinast. Djöfull eru margir farnir upp á land.

Sólrún kennari úr barnó mætti. Hún hefur nú lítið breyst.

Ég vann eitthvað. Tók ekki eftir fyrir hvað hinsvegar. Ég var úti þegar það byrjaði - breytir ekki öllu.

Já. Sé þetta fólk aftur 2014. Þá mun eitthvað af því kannski koma frá Noregi.

þriðjudagur, september 01, 2009

Dagur 180 ár 5 (dagur 2005, færzla nr. 827):

Treilerar:Street fighterCaboblancoZardos. (Sagan segir að leikstjórinn hafi verið í vímu allan tímann. Sem gæti útskýrt ýmislegt.)

Þá er kominn tími á kvikmynd kvöldsins:

The Lost World, frá 1925.

Þetta er kvikmyndin þar sem risaeðla rústar London. Sem gerir þetta að fyrstu kvikmynd í sögunni þar sem riastórt eitthvað rústar borg. Seinna, eins og frægt er orðið komu Godzilla og félagar og hafa síðan rústað Tokyo alloft, sem gerir Tokyo að þeirri borg sem oftast hefur verið rústað af einhverju stóru. En London er fyrsta borgin til að verða fyrir slíku áfalli.

Tilbúin með poppið?