sunnudagur, september 20, 2009

Dagur 199 ár 5 (dagur 2024, færzla nr. 832):

Það var ágætlega heitt í gær. Miklu hlýrra en ég bjóst við. Góður dagur til að plaffa aðeins á rafmagnstæki. Fékk nóg af þeim þegar það var hreinsað út úr geymzlunum um daginn.



Það var minna af fólki með hunda. Held að það hafi ekki fattað að það var svona veður. Yfirleitt er allt vaðandi í þessum kvikyndum, öll með sama markmið í lífinu: að verða fyrir bíl.

Af hverju velja þessi heimsku dýr annars alltaf að hlaupa yfir veginn rétt áður en maður ekur framhjá þeim? Hvað er eiginlega með það?

Kannski er bara ekkert gaman að vera hundur. Kannski bölva þessi kvikyndi manni fyrir að vera að bremsa. Hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli