miðvikudagur, mars 03, 2010

Dagur 366 ár 5 (dagur 2188, færzla nr. 879):

Ártalið er eitthvað... jæja, laga það eftir 2 daga.

***

Ef maður les þjóðsögur Jóns Árnasonar spjaldanna á milli kemst maður að því að Íslenskur húmor eftir 1400 er ekkert nema "þú varst að vera þar" sögur, með öllum nauðsynlegum upplýsingum:

Við höfum aðalpersónurnar, hagi þeirra og ættir, hvað þeir eiga margar kindur og hvernig þeirra persónuleiki er. Við fáum að vita hvar viðkomandi bjó, hverjir nágrannar hans voru og hve margar kindur þeir áttu.

Svo fáum við að vita aðdraganda brandarans, hvernig persónurnar höguðu sér til þess að komast í þær aðstæður sem voru svo ofsalega sniðugar að Jón Árnason fann hjá sér kvöt til að skrá þær. Allt þetta leiðir til þess að íslenskir brandarar þar til kaffibrúsakallarnir komu til sögunnar eru mjög langir.

Mér varð svolítið hugsað til þessara gömlu íslensku brandara þegar ég fann nokkuð á netinu um daginn.

Byrjum á byrjuninni:

Þetta er Sailor Moon:



Hún er aðalkarakterinn í "Sailor Moon," sem eru teiknimyndaþættir sem voru ágætlega vinsælir 1993-1995, eða þar um bil. Þættirnir fjalla um nokkrar 14 ára stelpur sem dubba sig upp í skautadansara-búninga og berjast við konur á milli 25-40 ára og breyta þeim í ösku með göldrum.

Nei, í alvöru.

Allt þetta er í nokkurnvegin sama stíl og gömlu republic-seríal þættirnir (radar men from the moon... til dæmis), ítalskt giallo (sem aftur veldur því að þættirnir koma miklu betur út döbbaðir á ítölsku en nokkru öðru tungumáli) og aðalpersónan lítur út eins og Lucy Ball.

Þó þetta heiti "Sailor Moon," þá var furðu lítið um siglingar. Það var til dæmis ekki bátur í nema 2-3 þáttum. Af svona 200. Það þarf ekkert að horfa á nema 147, eða 96. En heiti þáttanna er ekki til komið út af einhverjum siglingum, heldur er það vegna Andrésar andar/Stjána bláa peysunnar sem aðalpersónurnar eru allar í. Alltaf.

Þetta er eitthvað fetish þarna úti.

Ameríska útgáfan er fræg af endemum fyrir að vera ritskoðuð - það voru ýmsar ástæður fyrir því:



Til dæmis þetta... og vondu kallarnir máttu ekki vera hommar. Og svo var lesbíska parið... Sailor Moon var alveg sama um lessur, en hún hafði eitthvað á móti hommum og kvenfólki á besta aldri. Hún átti til að breyta þeim í duft. Með risastórum dósaopnara. Eða þessum lurk:



Það er til leikin útgáfa af þessu. Hún er greinilega með svipað, kannski lægra bödget en spaugstofan (þeir hafa ekki efni á að tölvuteikna þennan kött nema í 1-2 þætti, eftir það er hann bara tuskudýr sem einhver hreyfir með hendinni) og leikurum sem eru ekki valdir eftir leikhæfileikum, heldur eftir getunni til þess að standa úti á götu og segja ótrúlega bjánalega hluti - oft með bláa hárkollu - án þess að fara hjá sér. Snilldar stöff, sem sagt.

Og hvað er ég að fara með öllu þessu röfli um Sailor Moon? Jú, sjáið til, fólk á það til að klæða sig upp eins og uppáhalds Sailor Moon karakterinn sinn, og æða þannig búið út á götu:



Rússnesk cosplay otaku.

Það sem ég vissi ekki, var að nazistarnir hefðu haft svona brennandi áhuga á Sailor Moon:



Nokkrir nazistar í góðum fíling, klæddir eins og Sailor Moon.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli