miðvikudagur, mars 09, 2005

Dagur 4 ár 2:

Fæ ég vinnu í sumar? Hef mínar efasemdir um það. Er ekki í neinni klíku. Það er alltaf heftandi. Datt í hug að sækja um hjá RÚV. Eiginlega eingöngu vegna þess að ég kæri mig ekki um að borga afnotagjöldin. Mér fyndist það nefnilega betra ef þeir borguðu mér. Þá þætti mér það ekki jafn blóðugt að borga þeim.



Það er ekki eins og ég geti ekki gert... hvað sem þeir eiginlega gera þarna. Laga kaffi... hver veit. Það þarf enga sérstaka menntun til að halda á myndavél er það?

Ég þekki náttúrlega einhvern sem vinnur hjá RÚV. Hmm... kannski það nýtist mér? Hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli