miðvikudagur, mars 02, 2005

Dagur 363:

Það er kominn tími til að illskumæla.

This site is certified 20% EVIL by the Gematriculator

Ég verð alltaf hálf hissa þegar síðan mín mælist undir 50% ill.

En hvað um það...

Ég held ég hafi verið saddur þegar ég vaknaði. Að minnsta kosti er mér ómótt af ofáti núna, eftir morgunmatinn. Mig grunar að ég eigi eftir að vera saddur í allan dag.

Ég vaknaði áður en klukkan mín fór í gang. Nennti svo ekkert að slökkva á henni. Það eru íþróttafréttir á XFM alltaf þegar ég vakna. Þvílík steypa. Ef ég veit ekkert um íþróttir nú, mun ég halda því áfram, þökk sé íþróttafréttum á XFM.

Ekki það að maður læri mikið á þeim annarsstaðar.

"Mothaus er með boltann, gefur á bátinn við Grænland og KLÁRAR LEIKINN! TVÖ-NÚLL fyrir Münchausen!"

Til helvítis með það.

Og ég hef lengi velt fyrir mér afhverju það eru þulir með þessu í sjónvarpi. þetta er í sjónvarpi, menn sem horfa á sjónvarp SJÁ hvað er í gangi, hver er með boltann, hver gefur á hvern og svo framvegis. Kannski eru menn bara of uppteknir við að horfa á spilendurna sjálfa til að fylgjast með hvað þeir eru að gera.

Þóranna er ekkert ein um að vera hrifin af Eið, hefur mér virst.

Hvað varð svo um torfæruna? Það var alltaf einhver djöfuls bjáni að röfla undir henni. Hann truflaði vélarhljóðið.

Mmm... vélarhljóð...

Nei, torfæran gufaði upp eftir að Stöð 2 fór að fjalla um hana. Nú heyri ég ekkert um hana. Formúla 1 hefur yfirtekið hana. Formúla 1 hljómar ekki eins vel. Það er eins og að skifta á Radíó Reykjavík fyrir Fm-957. Aumt.

Formúlan gefur nefnilega frá sér hátíðnisuð sem fer í taugarnar á mér. Líkt og köttur sem er togað í skottið á. Og allir bílarnir eru eins. Ekki á litinn, nei. Ef þeir væru allir eins á litinn væri engin leið að segja hver væri hvað.

Í torfærunni voru engir tveir eins. Lengt, breidd og hæð var misjöfn, hvar gæinn sat var misjafnt. Allt bara einhvernvegin mixað saman. Og hljómaði betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli