laugardagur, júlí 03, 2010

Dagur 121 ár 6 (dagur 2313, færzla nr. 930):

Þá er árið um það bil hálfnað. Hingað til hefur verið aksjón: 2 eldgos uppi á landi, annað var bara upp á showið, hitt rústaði flugsamgöngum í Evrópu og jós ryki yfir eyjar, og víðar, sem verður viðloðandi vandamál út árið - minnst.

Úti í heimi: Grikkland fór á hausinn. Það er ekki á hverjum degi sem heilt land fer á hausinn. Allt fullt af jarðskjálftum. Það er eins og allir skjálftar hafi safnast saman til að verða á þessu ári. Chile, Haíti, Kína... osfrv. Mesta olíuslys sögunnar er í gangi í þessum skrifuðum orðum. Það verður áhugavert þegar það er allt loksins komið upp. Kannski hrynur lindin, og þá kemur allt upp í einu. Gæti gerst. Eins og er er flekkurinn stærri en Ísland. Og svo kynntist heimurinn Vúvúzelanu. Sumir segja að það sé það versta sem hefur gerst á árinu enn sem komið er.

Meðal frekari hörmunga eru vetrarólympíuleikarnir í kanada, HM í Vuvuzela og Heimssýningin í Shanghæ. Allt í lagi, þetta síðasta var kannski ekki svo slæmt.

Þetta hefur verið vont ár fyrir fræg fólk - samt aðallega tónlistarmenn. Eins og venjulega veit maður aldrei hvað þeir heita, þó maður hafi heyrt helstu verk:

Peter T. Ratajczyk, dauður í Apríl, ekkert úr neinu spes, bara útbrunninn:



Type O negative. (Það getur verið að þú hafir aldrei heyrt neitt með þessari hljómsveit, en ef þú hefur ekki heryt af henni, þá hefur þú hlustað of mikið á gömlu gufuna.)

Ronnie Dio dó svo í Maí, úr krabba, sem er mjög ó-rokklegur dauðdagi.



Tóndæmi.

Paul Gray hrökk uppaf í sama mánuði úr eiturlyfjaneyzlu. Sem er mjög mikið rokk, auðvitað.



Slipknot. Þið bjuggust við einhverju öflugra, er það ekki?

Jæja. Að lokum er hér fótboltaleikur sem fór fram fyrir skömmu:



Næstum jafn leim og alvöru fótbolti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli