þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Dagur 176 ár 4 (dagur 1271, færzla nr. 580):

Mamma situr bara og glápir á sjónvarpið. Það er allt nýtt fyrir henni. Og mér reyndar. Ruslið sem hún glápir á...

Ég sit þarna og sörfa netið, nenni ekki að horfa á þetta, en ég heyri:

"The woman who had a hamster grafted to her shoulder. Tonight, on Sick Sad World."



Frábært.

Þórgunnur tók að sér að laga matinn. Viljandi. Varð svo vitlaus af því hún varð að laga matinn. "Afhverju þarf ég að gera þetta?" spurði hún. "Ég hef ekki tíma," sagði hún. Tók þetta samt að sér, af einhverjum orsökum.

Við sveltum ekki, held ég, þá Þórgunnur klúðri matnum. Sem hefur ekki gerst ennþá - svo ég hafi orðið vitni að.

Ég get eldað. Að vísu finnst mér pirrandi að hafa ekki aðgang að minnst 40 kryddum. Svo verður þetta allt mjög slímlosandi hjá mér. Karrý er gott. (í hóf samt, þegar fólk er farið að tala um *matvæli* í karrý, þá veit maður að það er of mikið karrý) Gott karrý, þ.e.a.s. Þetta Íslenska bragðast eins og sag. Sag með sinnepi. Bleh.

***

Þá á að fara til Rekjavíkur. Smoky Bay, Borg Óttans. Seinast var þar flóð. Sem kom mér lítið við. Ætli nágrönnunum hafi fjölgað eða fækkað? Ég sé til. Rölti um hverfið og skoða það. Það væri mjög kómískt ef það væru fleiri auð hús. En samt... við því að búast.

Miðbær Lundúna er að miklu leiti auður. Einhverjir auðmenn og bankar eiga þetta allt, og leigan er svo há að enginn flytur inn svo það er tap af öllu saman. Í New York eru heilu blokkirnar tómar - þar spila inní einhverjar furðulegar reglur um leigufyrirkomulag, og stórlega of hátt verð. Það besta sem kom fyrir leigumerkaðinn í NY var 11 sept. Þá féll verðið nóg, og fólk flutti inn.

Reykjavík verður eins. Verðið hækkar og hækkar, og að lokum verður maður að erfa hús til að geta eignast eitt. Það er eitthvað mjög rangt við þetta allt saman.

Jæja...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli