miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Dagur 259 ár 5 (dagur 2083, færzla nr. 848):

Jæja. Enn og aftur er komið að... treilerum:



Svo þetta er ekki treiler. Þetta yrði líka mjög stutt kvikmynd.



Repo! The genetic opera. Sem er ópera.



Happiness of the Katakuris. Nákvæmlega jafn bjánaleg og treilerinn gefur til kinna.



Code Geass. Þáttaröð. Betri en hún lítur út fyrir að vera.

Og kvikmynd kvöldsins: Pulgasari, frá 1985.



Já. 1985. Ekki 1973.

Sko... þetta er Norður Kóreisk kvikmynd. Þeir fóru sérstaklega til Suður Kóreu til þess að ræna leikstjóranum. Eitthvað af leikaraliðinu er líka svoleiðis til komið. Þeim tókst einhvernvegin að plata einhverja Japani til að taka þátt í kostnaðinum, sem er líklega eina ástæðan fyrir að við sjáum þessa mynd. Vegna þess að þegar þeir horfðu á hana tilbúna sáu þer að hún meikaði engan sens og neituðu að sýna hana.

Á endanum tókst japönunum með nöldri að fá myndina sýnda - 10 árum síðar - þeir þurfti það til að fá eitthvað af peningunum til baka. Eitthvað segir mér að það hafi gengið hálf erfiðlega.

Hvað um það: plott: Hinn Illi kóngu vill allt járn í landinu til að búa til vopn fyrir herinn, svo auðvitað býr járnsmiðurinn til skrímsli sem borðar járn.

Mmm...

Fokk it. Það er fokking huge skrímsli, það stompar einhverja random höll, það er nóg.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli