föstudagur, október 08, 2004

Dagur 219:

Fyrsta lestarslys íslandssögunnar varð núna fyrir skömmu. Ekki það að það hafi ekki verið lest hér áður. Það var þessi sem var alltaf geymd á bryggjunni fyrir framan kolaportið. Hún olli þó engum slysum á meðan hún var í notkun. Þetta finnst mér afskaplega merkilegt. En samt ekki. Það var ekki lest á íslandi á síðustu öld í nema smá stund. Og hún hafði enga aðra lest til að rekast á. Svo var fólk örugglega skíthrætt við hana, og hélt sér í góðri fjarlægð frá henni, svo það yrði örugglega ekki undir henni. Það er því kannski ekki svo skrýtið að ekki hafi orðið slys.

Svo komu fleiri lestir núna, allar á sama sporinu. Það er kannski ekki að undra að það hafi orðið slys. Það var bara spurning um tíma býst ég við. Ef það hefði bara verið ein lest, þá eru menn svo lítið bangnir nú til dags við tæknina, að það hefði sennilega verið bara spurning um tíma hvenar einhver léti keyra á sig.

En í millitímanum, þá voru engar lestir. Maður getur ekki meitt sig á einhverju sem er ekki til staðar, er það? Til að það kvikni í útfrá uppþvottavélinni þinni þarftu að eiga uppþvottavél. Ekki satt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli