laugardagur, febrúar 03, 2007

Dagur 330 ár 3 (dagur 1060, færzla nr. 513):



Þetta er 1962 módel Lincoln Continental. Þeir voru framleiddir svona milli 1961-1964. Árið '65 var grillinu aðeins breytt. Sem er gott, því 1961-1964 týpurnar lýktus rafmagnsrakvél alveg skuggalega mikið. Boddíinu var ekki breytt fyrr en 1970. annars voru þessi farartæki öll eins.

Þeir hjá verksmiðjunni hefðu alveg verið til í að halda áfram að framleiða þessa bíla með sama grillinu, ef ekki hefði verið fyrir smá vandamál: fólk sá enga ástæðu til að endurnýja þessa bíla. Það bara keypti þá og ók um á þeim. Árum saman. Sumir eru enn á þessu. Þetta gengur í erfðir. Af hverju? Jú, fyrsti bíllinn til að vera með 2 ára eða 25.000 mílna ábyrgð. Hljómar ekki mikið, en varð til þess að minnka viðhaldskostnað verulega. Það, og bílarnir biluðu ekkert.

Það var til blæju-útgáfa af þessu. Það er bíllinn sem Kennedí var í þegar hann var skotinn. Sú týpa var um það bil 4 tonn að þyngd. Með almennilegu þaki var bíllinn svona ámóta þungur og Landcrúser 100, eða 2.5 tonn.

Þetta voru fyrstu bílarnir með sveigðum hliðarrúðum. Fyrir 1961 voru allir bílar með flötu gleri í hliðunum. Oft bara venjulegt rúðugler.

Herlegheitin voru svo knúin áfram af 460 rúmtommu V-8. Að vísu ekki nema 350 hestöfl, en það er lítið mál að tjúna það uppí 460 hestöfl án þess að reyna á mótorinn, eða ef maður vill fara alla leið: 800 hestöfl. Að vísu erum við þá að tala um bíl sem færi úr kyrrstöðu í 100 á svona 5 sekúndum og eyddi svona 80 á hundraðið... en hey - ef peningarnir eru fyrir hendi...

Normal bíllinn eyddi ekki nema um 25-30. Blæjubíllinn notaðu um 40 lítra og uppúr til að komast leiðar sinnar. Þessi extra 2 tonn sögðu til sín. Eina leiðin til að fá þetta ökutæki til að eyða undir 20 væri að láta einn svona draga 2 aðra á eftir sér, og deila eyðzlunni á heildarfjölda ökutækja í rununni.

Samt, 6 metra langur bíll með pláss fyrir 6 fullorðna í sæti? Landcruiser getur ekki tekið nema 4 fullorðna, krakka og 2 hunda. Og kannski hest í kerru. Ef maður vill flytja 4 fullorðna, krakka, 2 hunda og hest á Continental, þá er það gert svona: 4 menn, krakki og 2 hundar taka sig til og borða hestinn. Svo setja þeir krakkann í skottið með hundunum áður en þeir setjast sjálfir upp í bílinn og aka af stað. Allt það, og eyðir ekkert meira.



Þetta er 1970 módel Lincoln Continental MK III. Þessi bíll var líka með 460 V-8, eyddi líka 25-30, og var eitthvað um 400 hestöfl. Afhverju þeir létu vélina ekki vera 460 hestöfl skil ég ekki. Það hefði ekkert verið erfitt.

Þetta er líka fyrsti bíll til að vera með ABS bremsur. Að vísu ekki á öllum hjólum, en hey, ABS! Að aftan. Veit ekki til hvers. Á sama tíma var Cadillac Eldorado með drifi að framan, sem olli því að það var hægt að fara í torfærur á þeim. Ég sé ekki fyrir mér einhvernvegin af hverju menn vildu æða í einhverjar torfærur á þessum bílum, en ... þetta eru kanar. Þeir framleiða jeppa með engum millikassa. Fattiði? Ekki ég.



Þetta er svo 1976 módel Continental. Sem er 4 dyra bíll með 2 dyrum. Án þess að stytta boddíið. Flott, ó já. Gjörsamlega vonlaust að finna stæði fyrir þetta í Borg Óttans.

Það var ekkert nýtt í þessum bílum. Þeir voru bara stórir. Og 460 vélin hafði verið tjúnuð NIÐUR í 220 hestöfl til að spara bensín, sem virðist hafa valdið því að bíllinn eyddi ekki nema 25-30 á hundraðið. Sem er svolítið kunnugleg tala... hmm...

Hvað er meiningin með þessu hjá mér? Jú. Næst þegar þú sérð einhvern hossast um á lúxusjeppa, mundu þá, að ef það er ekki Range Rover, þá er það traktor, og alveg ósambærilegur við 1970 módel Lincoln að öllu leyti nema bensíneyðslu. Stendur seventís bílnum sem sagt að öllu leyti aftar. (Samt er eitt - 460 big block er í hálftíma að hitna, nútíma vélar eru með sjálfvirku innsogi og geta feikað hita. Sumir skilja hvað ég meina, aðrir hafa alrei ekið gömlum bíl.)

Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli