fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Dagur 338 ár 3 (dagur 1068, færzla nr. 515):

Þannig var það. Búinn að kjósa, en þið? Vonandi fer þá pakkið að hætta að hringja í mig. Amma sagði við mig í gær að Illugi hefði verið að reyna að ná tali af mér. Sem varð til þess að ég tékkaði á missed calls listanum, og sá þar að ég hef misst af 2 símtölum frá mömmu í desember.

Annað hvort er amma að rugla eitthvað, eða Illugi er að hringja í skakkt númer. Eða Illugi er að rugla í ömmu. Sem er of auðvelt. Stundum tekur amma upplýsingar, misheyrir það sem sagt er, rangtúlkar svo það sem henni þó misheyrðist og segir svo það. Ekki vænlegt til aukins skilnings. Mér hefur ekki reynst vel að reiða mig á það em amma hefur sagt mér.

Eða þessa grunsamlegu vinkonu ömmu, sem gat þulið upp örlög allra molbúa, öryrkja og atvinnuglæpamanna sem bjuggu í hverfinu hennar ömmu í denn - mér reiknast til að þeir hafi verið 4, en eins og sagan var þulin upp - með ítrekuðum endurteknungum með nægu svigrúmi til rangtúlkana og misskilnings - þá virkaði það eins og allt hverfið hefði verið umsetið tómum hálf-vangefnum illvirkjum.

Ekki margt um þetta lið að segja, en kellingartuðran talaði ekki um annað í yfir klukkutíma. Hljómaði eins og eitthvert Varis Dírí viðtal - fullt af orðum en engar nýjar upplýsingar. Klám, segi ég.

Mér verður hugsað til almennings. Amma er þverskurður af samfélagunu: læst, ekkert eða lítið menntað fólk, sem þú heldur uppi samræðum við en fattar svo að skilur ekki orð af því sem þú segir. Ég meina, hún var heillengi að rabba við ömmu Jennifer, og hvorug skildi hvað hin sagði. Samt töluðust þær lengi við.

Samfélagið er 90 ára gömul kelling sem er fædd á miðöldum og man ekkert annað. Dásamlegt alveg, en útskýrir ýmislegt.

***

Ómar Ragnars vill að ríkið skattleggi alla extra sem eiga bíla lengri en 2.5 metrar. En dásamlega fasísk hugmynd. Það mun kosta extra alla sem hafa ekki efni á að fjárfesta í eldri bíl - allir bílar á íslandi eru yfir 2.5 metrum að lengt.

Smart bíllinn er 90% of dýr. Ég meina, þetta eru bölvaðar druslur sem bila alla daga sem enda á "gur", eru unsafe á öllum hraða yfir hægum ganghraða manns og eyða nákvæmlega jafn miklu eldsneyti og Kia Picanto - sem er 3.x metrar. Eða Fiat Panda.

Það er hægt að liðka fyrir umferð með því að fjarlægja um það bil 6 ljósastaura sem ég get persónulega bent á núna á eftir, og leyfa hægri beygjur á rauðu. Það er gert í USA með mjög óslæmum árangri. Og ef færri þurfa að stoppa alveg eyðist minna bensín, sem er minni viðskiftahalli.

Það liðkast ekkert um umferð með því að auka gjaldtöku á "of stóra bíla". Það kemur bara niður á fólki - sem kemur ekkert til með að breyta hegðun sinni. Lífverur gera ekkert slíkt.

Með því að lækka gjöld á alla bíla undir 10 ára aldri væri hægt að hægja á endurnýjun, og minnka vöruskiftahallann aðeins meira. Svo væri flott að SVR skifti yfir í vetnisvagna við næstu endurnýjun flotans, og farið væri frítt - til að spara bensín.

Hugsa aðeins.

Þetta er ekki spurning um mengun, heldur flæði fjármagns úr landi. Ef vetnisframleiðzla fer í gang, þá get ég ekki mælt með mikilli skattlagningu á það, því það er ofsalega dýrt í framleiðzlu.

Væri fólk svo til í að hætta að heimta meira eftirlit! Það er orðið svoleiðis núna, að ef maður sér lögguna með ljósin blikkandi, þá er það ekki árekstur eins og í denn, heldur einhver sem hefur mælst á 91 km/h en ekki 90. Við fólk sem vill meira eftirlit segi ég: Fokk jú! Afhverju tilkynniði ekki í blöðin hve þungar hægðir ykkar eru? Helvítis fífl.

***

Saga vikunnar: Who goes there? eftir John W. Campell. Það er búið að kvikmynda þessa tvisvar - sú seinni fylgdi sögunni nokkuð nákvæmlega.

Mynd vikunnar:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli