föstudagur, júní 20, 2008

Dagur 108 ár 4 (dagur 1568, færzla nr. 693):

Mér finnst ennþá merkilegt að þessir aular sem öllu eiga að stjórna skuli ekki einusinni geta svæft einn ísbjörn. Og það svangan ísbjörn.



Þeir hefðu geta gefið honum steik með svefnlyfjum í.



Þeir hefðu geta skotið hann úr launsátri með pílubyssu.

En hvað var gert? Ég er ekki viss. Mér skilst helst að þessi Dani hafi ætlað sér að laumast aftan að kvikyndinu með vasaklút bleyttan uppúr klóróformi, eins og einhver mannræningi.

Að auki hefði verið hægt að ná dýrinu vakandi: í net, eða í gildru. Það hefði ekki þurft að taka nema svona 3 korter að reisa eitt stykki ofvaxna kattagildru, skella smá ilmandi kjöti þar inn og koma henni fyrir í grennd við dýrið.



Maður á þyrlu að veiða sauðnaut í net.

Þetta er ekki flókið.

Svo hefði verið hægt að sleppa báðum þessum dýrum lausum í kringlunni. Það hefði verið endalaust fjör.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli