föstudagur, mars 26, 2004

Dagur 22:

Enn bæti ég við linkum. Eins og sjá má hér til hægri er hægt að skoða örfáar en nokkuð snilldarlegar teiknimyndasögur, sé klikkað í vissa linka. En hvað eru teiknimyndasögur annað en (bókmenntir + myndlist) * 3.14 ?

Jæja.

Datt í hug að kenna dyggum lesanda bloggsins að elda spaghetti. Það fer þannig fram:

Maður sýður vatn. Á meðan er gott að hita smá kjöt. Ekki er æskilegt að hita of mikið kjöt. Gott er að kridda kjötið með hverju einasta kryddi sem fyrirfinnst í skápnum, arómati, steinselju, salti, pipar, msg... what sem er til. Svo þegar kjötið er orðið brúnt setur maður tómatmaukið útí. Tómatmauk fæst útí júróprís fyrir litlar 35 krónur ef ég man rétt, spaghetti kostar eitthvað innan við 100 kall, og kjötið sennilega 500, en það er ekki allt notað, svo mér reiknast til að máltíðin kosti svona, 150-200 krónur.

Þegar vatnið síður, á hvaða tímapunkti sem það svo gerir það skiftir engu, þá á að setja spaghettíið útí. Það á að geymast þar í svona 5-10 mínútur, eða þartil það tollir á veggnum eftir að hafa verið slengt þangað.

Þá hellir maður vatninu af, setur spaghettíið á disk, og hellir kjöthakkinu með tómatmaukinu yfir.

Gott er að rista smá brauð með þessu. Slæmt er að drekka með þessu rauðvín (það hefi ég prófað, og believe me, það var andstyggilegt.)

Svangur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli