föstudagur, september 03, 2010

Dagur 183 ár 6 (dagur 2375, færzla nr. 943):

Treiler:



Og þá að kvikmynd kvöldsins:

Þessi mynd var gerð 3 september 1995, eða fyrir nákvæmlega 15 árum.

"Bambó." Fjallar um... Bambó, sem er einskonar einkaspæjari/málaliði. Og ofurmenni, augljóslega, þar sem hann er í ofurmennabókinni. Hann er ráðinn til að leita að rúbín eggi, sem aðal bófinn stal.

Það kom aldrei fram hvað hann ætlaði að gera við eggið, utan að hann sést í einu atriðinu dunda sér við að búa til leiser úr því.

Allir í myndinni ofleika. Þetta hefði verið ansi daufleg mynd ef svo hefði ekki verið. Framhöldin voru samt jafnvel meira ofleikin, ef eitthvað.

En hvað um það: Bambó er ráðinn til að finna þetta egg. Áður en hann fer í það, þá græjar hann sig upp, sem felst aðallega í því að hann bindur á sig þetta höfuðband á meðan hann sönglar forleikinn fyrir William Tell eftir Rossini.



Big guns.

Þetta hljómar miklu asnalegra en það er. En það er samt mjög asnalegt atriði. Og eftir það heldur myndin bara áfram að verða súrari.

Í stystu máli: þjófurinn er yfirheyrður af Bambó alveg af handahófi, og kemst þá að því að það er verið að leita að honum. Svo þjófurinn ræður leigumorðingja, sem myrðir fyrst vörðinn sem réð Bambó, og ræður svo Contra skæruliða til að myrða Bambó.



Eltur af Contra skæruliðum.

Eftir fyrsta bardagann fattar Bambó skyndilega hvers hann leitar, og þá kemur til annars bardaga. Afar hugljúf músík er spiluð undir öllum bardögum í þessu.



Þannig er nú það.

Það sést alveg hverjar fyrirmyndirnar eru. Við fáum þarna senu sem er eins og klyppt úr kúrekamynd í lokin, bardagasenurnar eru alveg eins og úr gamalli stríðsmynd - merkilega líkar Commando, reyndar, og fram að því er allt plottið eins og treiler fyrir einhverja sixties gangstermynd. Með einkaspæjara sem er eins og sambland af Sam Spade og Harry Dunne.

Ég stytti hana aðeins, til þess að koma henni fyrir á jútúb. Það varð að ske, því myndin var heilar 15 mínútur, með kreditlistunum. Sá fyrri stóð yfir í heila mínútu, sá seinni, lengur.

Þannig stytti ég myndina um tvær og hálfa mínútu með því einu að fjarlægja kreditlistana. Önnur hálf mínúta fauk bara við að klippa burt senuna þar sem Helgi hnýtir skóþveng sinn. Að öðri leiti snyrti ég bara aðeins framan af senum sem vour of lengi að byrja, þannig að þeir sem eiga þetta á VHS ennþá sjá sennilega lítinn mun. Myndin er ekkert mikið öðruvísi, bara styttri. Nú hefði hún alveg komist óedituð, en satt að segja líkar mér hún betur svona.

Ég fann lagið sem við notuðum aftur. Við héldum að þetta væri eftir Mendelssohn, en Gylfi áttaði sig á því skömmu seinna að það var ekki rétt. Ég nennti ekki að stressa mig mikið yfir því þá. Það tók því ekki. En þetta lag er sem sagt 9. symfónía Dvoraks.

Og hér er myndin:



Ég myrði vindmilluna þína!



Bambó.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli