mánudagur, apríl 05, 2010

Dagur 32 ár 6 (dagur 2224, færzla nr. 891):

Treiler:



Sakura no Sono. Nei, ekki sama og seinast, þetta er 1990 útgáfan. Hin var 2008. Þetta er greinilega mjög mikilvægt verk, því skv imdb hefur þetta verið kvikmyndað þrisvar; 1936, 1990 og 2008.

Jæja, nóg um lesbíu rómans...

Þessi kvikmynd var gerð 1993, stuttu eftir að hitt epíska stórvirkið var fest á filmu. Og það eru engar lesbíur í henni... mér vitanlega. Í þetta skiftið ætluðum við að hafa alveg ógurlega elaborate plott. Það fór... öðruvísi.

Eins og venjulega fólst vandinn í mannskap sem... ja... ef hann hreinlega nennti þessu ekki var hann gjörsamlega vanhæfur. Sem er nokkuð eðlilegt miðað við 13 ára krakka svona venjulega. Ef eitthvað er hefði myndin orðið verri með betri mannskap.

Þetta fór svona fram: við skrifuðum titilinn á blað, kveiktum á útvarpinu og tókum það upp. Voila! creditlisti. Svo tókum við fyrsta atriðið. Svo var bílaeltingaleikur. Svo slagsmál. Og svo... meira stöff. Og loftsteinn. bara af því. Who cares?

Ég man ekki hvað plottið var, og að horfa á myndina ryfjar ekkert upp. Það sem ég man er að hann Arnar átti að ráða Bogga til að drepa einhvern... og... stöff gerist. Það er bílaeltingaleikur. Vegna þess að við... ja, ég... óverdósuðum á lélegum svertingjamyndum frá því 1969-1975, og í þeim var alltaf bílaeltingaleikur. Eins og gefur að skilja var okkar útgáfa af bílaeltingaleik nokkuð súrrealískari. Og ekki bara vegna þess að bílarnir voru það sem þeir voru.

Einhvernvegin held ég að með svona 30 milljón króna bödget hefði þessi mynd orðið alveg epísk. Það hefði allt farið í bílasenuna og sprengingar. Nema svona 100.000 kall, sem hefði farið í blóð.

Svo eru þarna slagsmál. Sko... ég gafst mjög fljótt upp á að hafa slagsmálaatriði í mínum myndum. Ef þið horfið á þessa, sérstaklega ef þið hafið kveikt á hljóðinu, þá vitið þið af hverju. ARGH! Já, það er fyndið NÚNA! (Arnar á eftir að elta mig alla leið út á Stórhöfða fyrir að setja þetta inn á jútúb. Með hníf.) Já, þið sem tókuð þátt í þessu og voruð æstir í slagsmála senu. Verið glaðir.

Ég klippti ekki mikið af þessari mynd. Bara kreditlistann að framan, nema titilinn, og alla kreditsenuna að aftan. Annars er mynin alveg original, og er með þeim minnst edituðu sem eru til á netinu. Sú mest editaða er sennilega enn geimverumyndin. Hún missti um 10 mínútur, og það var ekki bara kreditlistinn, en það mátti allt missa sig.

Hvað um það, hér er James Blond:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli