mánudagur, apríl 20, 2009

Dagur 46 ár 5 (dagur 1871, færzla nr. 786):

2009, landið er farið á hausinn og lögreglan hefur ekkert betra við tíma sinn að gera en að uppræta grænan iðnað og sökkva spíttbátaútgerðum.

Við þurfum að gera Vestmannaeyjar að fríríki í því skyni að græða á spíttbátasjómönnum og sprotafyrirtækjum. Svo setjum við upp spilavíti - getum kallað það Icesave, til dæmis, þar sem verður súludans og vændi - og laðað að túrista. Svo verðum við með hvalaskoðun og dorgveiði og svoleiðis drasl.

Fullt af pening í því. Nóg fyrir þessar 4500 hræður allavega.

Mynd vikunnar:



Auðvitað fengjum við aldrei að stíga fæti upp á meginlandið aftur... en hvað er svosem þangað að sækja? Ikea húsgögn? Bónus appelsínusafa?

Árið 1944 sótti Ísland um fullveldu undan Dönum á meðan þeir voru busy við að vera herteknir af Þjóðernissinnuðum Sósíalistum, svo nú þegar Ísland er upptekið við að fara á hausinn smátt og smátt er tækifærið til að segja sig úr lögum við það.

Eða þið getið beðið þar til þeir taka kvótann. Ekki miklar líkur á því samt. VG er alveg opinn fyrir smá mútum. Alveg eins og allir hinir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli