mánudagur, ágúst 14, 2006

Dagur 159 ár 3 (dagur 889, færzla nr. 438):

Allir sem þekkja Reyni, treysta Reyni. Það er farið að verða augljóst.

Ég fékk upphringingu hjá náunga hér um helgina, sem ætlar að leigja mér íbúð byggt á því að Reynir segir að ég komi ekki til með að hella rauðvíni á veggina eða kveikja í henni. Og maðurinn treystir Reyni eins og nýju neti.

Hvað er hægt að segja þetta um marga?

Annað sem ég lærði um helgina:

Ef maður auglýsir lausa íbúð í RKV, þá hringja 200 manns í mann á klukkutíma. Af hverju? Satt að segja er það ekki eingöngu íbúðaskortur. Þegar ég var seinast í RKV sá ég nóg af auðum húsum. Það orsakast af of háum verðhugmyndum.

Sko, þegar verðið er orðið visst hátt (sökum græðgi), þá hafa engir efni á að leigja. Þetta orsakar það að menn hafa hús frekar auð og tapa meira á þeim, en lækka verðið og tapa minna eða standa á sléttu.

Þetta er græðgi. Fá menn pening frá ríkinu fyrir að hafa húsin sín auð eða hvað? Undarlegt.

Annað sem veldur, er að seinasta borgarstjórn stóð í vegi fyrir uppbyggingu. Það myndi vera Imba Solla og Co. Samkrull Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og hvers annars, sem kallað var "Samfylking" eða "R-listi". Gleymdi hvað það heitir núna. Það er alltaf verið að breyta þessu.

Já. Batnar þetta núna? Efast um það.

Ég mæli enn með því að höfuðborgin verði flutt til Egilsstaða. Þið á Egilsstöðum, ekki klúðra þessu með of mörgum umferðarljósum, hrúgu-hringtorgum og einstefnum sem skifta um skoðun á miðri leið.

Og treystið Reyni. Spyrjið hann bara ekki út í rafmagnstæki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli